Kjósum ekki ESB flokka !


      Í Þingkosningunum í  dag verður m.a kosið um fullveldi og sjálfstæði
íslenzkrar þjóðar. En mjög er nú fast að því sótt af þeim  sem vilja koma
Íslandi undir erlend yfirráð með inngöngu í Evrópusambandið. Því er afar
mikilvægt fyrir alla fullveldis- þjóðfrelsis- og sjálfstæðissinna að halda vöku
sinni og KJÓSA gegn þeim flokkum sem hafa ESB-aðild á stefnuskrá sinni.

     Fremstur þar í flokki fer Samfylkingin. Svo blind og róttæk er  Samfylk-
ingin í sínu ESB-trúboði, að hún hefur ekki einu sinni  fyrir  því  að kynna
fyrir kjósendum  samningsmarkmið sín komi til aðildarviðræðna. Enda hefur
þar á bæ íslenzkir hagsmunir og þjóðleg viðhorf ALDREI verið hátt skrifuð.

    Annar helsti ESB-flokkurinn er Framsóknarflokkurinn, og má raunar 
segja að ekkert sé eftir hjá honum en að sækja um aðild að Samfylking-
unni. Því tveir ESB-sinnaðir krataflokkar eru í raun einum of aukið í íslenzk-
um stjórnmálum.

   Vinstri Grænir sigla undir fölsku flaggi í Evrópumálum og eru alls ekki
treystandi. Vilja ekki einu sinni svara þeirri grundvallarspurningu nú fyrir
kosningar, hvort þeir styðji aðildarviðræður við ESB á næsta kjörtímabili
eða ekki. Svara bara á einhverri óskiljanlegri hebresku, enda hin sósíal-
iska hugmyndarfræði þeirra byggð á mjög öfgakenndri alþjóðahyggju.

   Borgarahreyfingin styður aðildarviðræður, og telst því til ESB-flokkanna.
Því til þess að aðildarviðræður geta farið fram, verður að sækja um aðild
að ESB-fyrst. - En enginn fer að sækja um það sem viðkomandi er á móti.

   Fyrir okkur ESB-andstæðinga eru því bara tveir kostir í  boði. Sjálfstæðis-
flokkur eða Frjálslyndir. Báðir hafna ESB-aðild og munu ekki beita sér fyrir
aðildarviðræðum skv. þeirra stefnuskrám.

   Ljóst er að til kosninga verður boðað fljótt aftur á næsta kjörtímabili.
Slík er upplausnin og glundroðinn, bæði í efgnahagslífi og í stjórnmálum.
Vonandi að þá verði mætt til leiks róttækt þjóðlegt borgaralegt afl til að
telja í þjóðina kjark og trú á íslenzka framtíð, og leiða hana mót hækkandi
sól.

    Góðan kjördag góðir landsmenn - og gleðilegt sumar !

  
    
mbl.is ÖSE í öllum kjördæmum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ísleifur Gíslason

X-F

Ísleifur Gíslason, 25.4.2009 kl. 12:01

2 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Gleðilegt sumar Guðmundur

Axel Þór Kolbeinsson, 25.4.2009 kl. 20:17

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Guðmundur ef þú kaust XD þá hefðir þú kannski átt að lesa stefnuskrá þeirra:

Komist Alþingi eða ríkisstjórn að þeirri niðurstöðu að sækja beri um aðild að Evrópusambandinu er það skoðun Sjálfstæðisflokksins að fara skuli fram þjóðaratkvæðagreiðsla um þá ákvörðun á grundvelli skilgreindra markmiða og samningskrafna. Niðurstaða úr hugsanlegum viðræðum við Evrópusambandið skal borin undir þjóðina.

Magnús Helgi Björgvinsson, 25.4.2009 kl. 20:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband