Svíkja Vinstri grænir í Evrópumálum ?
29.4.2009 | 00:24
Allt bendir nú til þess, að sá flokkur sem margir ESB-andstæðingar
kusu í kosningunum í góðri trú, VG, muni gerast ESB-flokkur þegar
upp verður staðið um myndun nýrrar vinstristjórnar. Því verði niður-
staðan sú, sem allt bendir til, að opnað verði á aðildarviðræður við
ESB, með tilstuðlan VG, munu Vinstri grænir komast í flokk ESB-sinna
með Samfylkingu, Framsókn, og Borgarahreyfingu. Því til þess að
fallast á aðildarviðræður, verður sjálfkrafa að fallast á aðildarumsókn
Íslands að ESB. En það gera aðeins ESB-sinnaðir flokkar. Því enginn
sækir um það sem viðkomandi er á móti.
Ef þetta verður niðurstaðan, má fullyrða, að enginn stjórnmálaflokkur
hafi svikið jafn marga kjósendur á jafn stuttum tíma og Vinstri grænir.
Að vísa málinu frá ríkisstjórn til Alþingis er skrípaleikur. Því það er ríkis-
stjórnin sem sækir um aðild og fer með allt samningsumboð. Vinstri
grænir geta því alls ekki firrt sig ábyrgð með því að ætla Alþingi en
ekki ríkisstjórn að hafa forræðið í þessu stórmáli.
Nú þegar Frjálslyndir eru fallnir út af þingi og Sjálfstæðisflokkurinn
meiriháttar laskaður eftir sögulegt hrun, er alltaf að koma betur og
betur í ljós nauðsyn þess, að fram komi heiðarlegt og ákveðið þjóðlegt
borgaralegt afl til að takast af hörku við vinstriöflin og önnur landssölu-
öfl í íslenzkum stjórnmálum. Þörfin og tækifærið fyrir slíkan stjórnmála-
flokk hefur ALDREI verið meiri en einmitt nú!
Áframhaldandi viðræður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:28 | Facebook
Athugasemdir
Sammála !
Ísleifur Gíslason, 29.4.2009 kl. 00:40
Heill og sæll; Guðmundur Jónas - sem þið Ísleifur, og aðrir, hér á síðu !
Jú; piltar. Æ betur; kemur í ljós - ístöðuleysi vinstri vellingsins. Gildir jafnt; í þessum málum, sem víðast, annars staðar.
Með beztu kveðjum /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 01:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.