Steingrímur J boðar eftirgjöf í Evrópumálum


    Það er alveg ljóst að þeir ESB-andstæðingar sem kusu Vinstri
Græna í kosningunum, hafa keypt  köttinn  í  sekknum. Nú boðar
formaður VG Steingrímur J að ríkisstjórnarflokkarnir verði að mæt-
ast á miðri leið í Evrópumálum. Sem þýðir á mannamáli að VG mun
gefa kost á aðildarviðræðum, og þar með umsókn að ESB. Spurning
bara hvaða fjallbaksleiðin verður farin. Um hana er einungist eftir
að útfæra. Lendingin verður að lokum aðildarviðræður með umsókn
að ESB.

   Það er annars umhugsunarvert hversu margir þjóðhollir og þjóð-
lega sinnaðir Íslendingar hafa látið glepjast af Vinstri grænum. Því
í raun er hugmyndafræði VG ekki síður öfga-alþjóðasinnuð og krata.
Enda báðar byggðar á alþjóðasinnaðri sósíaliskri hugmyndarfræði.
VG á þeirri róttækari, en Samfylkingin á þeirri sósíaldemókratiskri.
Furðulegt hversu margir átta sig ekki á þessu. Því andstaða VG við
ESB tengdist hinum alþjóðlega kapitalisma, en alls ekki á raunveru-
legum ÞJÓÐLEGUM forsendum. Enda hafa Vinstri grænir ÆTÍÐ hafnað
öllum þjóðlegum gildum og viðhorfum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er alveg ljóst, að láti Vinstrigræn undan í þessu máli, þá er það gert fyrir ráðherrastólana.

Umræða um, að hörfun Össurar í Helguvíkurmálinu hafi verið partur af hrossakaupa-'deal' þessara vinstriflokka, kemur hér einnig til skoðunar. Kannski var hörfun og jájá–neinei–stefna Össurar bara alls ekkert hlægileg, heldur angi af svikráðum við þjóðina.

Hér skal ekkert fullyrt um þessi mál, en aðalatriðið má ekki gleymast:

Vinstrigræn geta ALLS EKKI leyft sér að samþykkja þess háttar þjóðaratkvæðagreiðslu(r) um þessi EBé-mál, að ekki verði krafizt aukins meirihluta.

Stjórnskipan okkar ber að verja gegn snöggum áhlaupum, t.d. af hálfu fjölmiðla (þrjú af þremur dagblöðum landsins eru EBé-áróðursblöð; Björn Bjarnason fjallaði afar vel um þetta í góðum þætti á ÍNN í kvöld) eða af hálfu erlends valds, sem hefur komið sér upp lendramannahirð hér á landi, – valds sem er 1670 sinnum fólksfleira en okkar litla þjóð! – og hefur áður misbeitt valdi sínu í svipuðum aðstæðum í öðrum ríkjum.

Verði kosið um innlimun í erlent stórveldi, á það ekki að gerast í kosningum, sem kannski 55–80% manna taka þátt í og kannski 51–55% merkja við "já!" (Bara það eitt, að valið yrði um slíkt já og svo nei, gerir jáið örlítið "jákvæðara" en það á skilið, og það veldur þannig svolitlum lýðræðishalla.)

Við eigum ekki að setja stjórnskipan lýðveldisins neinn lægri standard og rétt en þann, sem kveðið var á um í Sambandslögunum 1918 um stjórnskipan Konungsríkisins Íslands. 2/3 þingmanna þurfti í 1. lagi til að samþykkja uppsögn á Sambandslagasáttmálanum, síðan lágmark 75% þátttöku í þjóðaratkvæðagreiðslu um sama mál, og a.m.k. 75% greiddra atkvæða þurfti að samþykkja uppsögnina til að hún teldist gild. (Sjá nánar grein mína: Sambandslögin 1918 gefa vegvísi um nauðsynlega skilmála kosninga um grundvöll ríkis vors.)

Það er illt í efni og ills viti, ef Vinstrigræn hafna auknum meirihluta, ef þau þá ganga svo langt í undanhaldinu að samþykkja það að bera þetta mál undir þjóð, sem greinilegt er, að hefur ekki kynnt sér málefnið nógu vel.

Það er engin sæmdarmannaleið frá ábyrgðinni, sem þeir bera, að þvo hendur sínar eins og Pontíus Pílatus og vísa ábyrgðinni á aðra, á þjóðina, sem skekin er af sífelldum áróðri landsölumanna. Það þvær aldrei neinn hendur sínar af þeim verknaði að verða til þess, beint eða óbeint, að koma Lýðveldinu Íslandi undir erlent vald á ný. Sambræðslufylkingin getur reynt að þvo hendur sínar í 100 ár, en það dugir ekki til. Hugsanleg samsekt Vinstrigrænna í sama máli mundi loða við þá það sem eftir væri Íslandssögunnar.

Með kærri kveðju til þín, Guðmundur Jónas, og ósk um góðan 1. maí,

Jón Valur Jensson, 1.5.2009 kl. 02:28

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sæll Jón Valur, og takk kærlega fyrir innlit þitt. Geri aldrei mun á kommum
og krötum þegar kemur að þjóðfrelsismálum og þjóðlegum viðhorfum.
Hvorugum er treystandi í þeim efnum eins og fjölmörg dæmi sanna gegnum
tíðina.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 1.5.2009 kl. 10:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband