Burt með ASÍ forystuna !


     Íslenzk alþýða á að rísa upp og krefjast afsagnar ASÍ-forystunnar.
Hún er ekki bara úr takt við vinnandi stéttir, heldur og ekki síst úr takt
við hina íslenzka þjóð. Hún á því að segja af sér strax í dag!

   ASÍ-forystan er handbendi erlendra afla. Vill að Ísland gangi  þeim á
hönd. Jafnvel þótt það kosti stórkostlegt atvinnuleysi til frambúðar  og
gríðarlegar efnahagslegar fórnir. Því í ESB-aðild felst m.a að okkar helsta
auðlind fer undir sameiginlega stjórn sambandsins. Og upptaka evru
sem EKKERT tillit tekur til efnahagslegra þátta á Íslandi mun stórskaða
íslenzkt efnahagslíf til frambúðar. Skapa stórkostlegt atvinnuleysi  og
efnahagskreppu sbr. Spánn, Írland og fl.og fl. ESB- og evrulönd í dag.

   Hugarfarskreppa ASÍ er algjör undir núverandi and-þjóðlegri forystu.
Hún VERÐUR því  að víkja !

   Það er krafa dagsins!

 
mbl.is „Kreppa nærð af græðgi"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll. Tek undir með þér ASÍ forustan á að segja af sér í dag það væri besta gjöf til verkalýðsins á degi verkalýðsins.

Kv. Sigurjón Vigfússon

Rauða Ljónið, 1.5.2009 kl. 10:29

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég er sammála þér.  Burt með ASÍ forustuna, og burt með verkalýðsforkólfana.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 1.5.2009 kl. 10:41

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Heyr, heyr!

Halldór Egill Guðnason, 1.5.2009 kl. 10:47

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ætli forusta ASÍ sé ekki að horfa til þess að með aðild að ESB og upptöku evru þá:

  • Lækkar vöruverð til neytenda um 20% það minnsta
  • Hverfur vertrygging
  • Fáum gjaldmiðil sem hægt er að semja um laun í og þau standast en rýrna ekki með verðbólgu
  • Ætli ASÍ hafi ekki áttað sig á að til að mæta framtíðnni þá dugar ekki íhald- og afturhaldsstefna.
  • Ætli ASÍ vilji ekki sá hvaða kjör okkur mundi bjóðast í samningum við ESB. Þetta eru jú samtök sem eru vön að semja um kaup og kjör og vita að í samningum má ná ýmsu fram.
  • Ætli ASÍ viti ekki að til að ná okkur upp úr kreppunni er nauðsynlegt að grípa öll tækifæri. Og allar aðrar þjóðir í Evrópu sem hafa lendt í kreppu hafa sótt um aðild að ESB sem hluti af því að ná sér á strik aftur.

Annars var það miðstjórn ASÍ sem samþykkt stuðning við að Ísland sækti um og þar eru um 100 manns.

Þú villt kannski hafa þetta eins og í gamlasdaga þegar samið var um 20% launahækkanir og svo var gegni fellt daginn eftir um 25% sérstaklega til að lækka launakosnað útgerðar og fiskvinnslu? 

  •  

Magnús Helgi Björgvinsson, 1.5.2009 kl. 10:54

5 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Magnús. ESB er bara ávísun á enn meiri kreppu og það til frambúðar.
Ef við sjálf högum okkar stakk eftir vexti og eyðum ekki um efni fram
verður hér allt með felldu. Vöruverð og tollar eru undir okkur sjálfum komnir.
Nú í dag er viðskiptaráðherra Finna að segja að upptaka Finna á evru
hafi verið MISTÖK sjá bloggsíðu Gunnars Rögnvaldssonar.
Jú vil frekar  hafa sveigjanlegt gengi Magnús miðað við okkar hagkerfi
og ástands þess fermur en BULLANDI atvinnuleysi og samdrátt með evru
sem EKKERT tillit tekur til íslenzkra aðstæðna.

Þakka svo Sigurjóni, Jónu og Halldóri fyrir innlegg þeirra.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 1.5.2009 kl. 11:09

6 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Gunnar túlkar náttúrulega allt gegn ESB. Í þessari grein skv. pisli hans þá segja þessi finnski ráðherra að hann hafi verið á móti því að taka upp evru 2002. Og nú í dag sé erfitt að meta hversu mikin þátt evran á í samdrætti í tekjum finna af trjáiðnaði.

Bendi þér á mót á það sem sérfræðingur úr finnska fjármálaráðuneytinu sagði:

Vitna aftur í finnska sérfræðinginn Mytty 

Mytty segir að innganga í ESB, og síðar Myntbandalag Evrópu, hafi verið rökrétt skref í því að auka samkeppnishæfni hagkerfisins og binda það við hagkerfi Evrópu. Í ljós hafi komið

  • sú ákvörðun hafi verið rétt og aukið á stöðugleika og trúverðugleika Finnlands.
  • Vextir séu nú lægri, matvælaverð lækkaði umtalsvert og kaupmáttur jókst.  
  • Mikilvægasta atriðið sé þó að upptaka evru hafi aukið erlenda fjárfestingu og samkeppni varð virkari.
  • Þá hafi vinnumarkaðurinn svarað kalli um aukinn sveigjanleika.

Magnús Helgi Björgvinsson, 1.5.2009 kl. 11:20

7 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Magnús. Trúi Gunnari og viðskiptaráðherra Finna betur en ESB-trúboðurum.

Segðu þá mér eitt. Hvers vegna virðist ESB-aðild og evra ekki hjálpa
Spánverjum á nokkurn hátt? Heldur þvert á móti. Nú er 17% atvinnuleysi
á Spáni og meiriháttar kreppa, mun meiri en á Íslandi þrátt fyrir algjört
bankahrun hér. Já og þrátt fyrir algjöra kratastjórn á Spáni. Það er alls
ekki að ESB og evra sé að hjálpa þeim, heldur virðist einmitt evran hamla
mjög alla hagsstjórn á Spáni á SPÖNSKUM FORSENDUM. Sem myndi nákvæmlega gerast hér. Værum í miklu meiri kreppu í dag með evru, því
það er einmitt krónan og gengi hennar sem er að afrugla alla vitleysuna
hér og er að bjarga öllum okkar útflutningi. Er einmitt að bjarga því sem
bjargað verður,..........

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 1.5.2009 kl. 14:04

8 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Vöruverð í Evrópu er ekki í það minnsta 20% minna en hér, sömu vöru á svo eftur að senda yfir hafið og ekki lækkar hún við það eða frískast.

Það er ekki hlutverk Gylfa að boða eitthvað sem hann veit ekkert um, hann á að vera að vinna í því að draga launamenn nær sér í launum.

Eru kjör Litháa, Letta, Pólverja og fleiri Evrópuríkja betri en okkar?

Til að ná okkur upp úr kreppunni er til önnur og betri leið enn að fara aðra dýfu með ESB sem er að liðast í sundur.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 1.5.2009 kl. 22:14

9 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Högni ef þú horfir til þess að fyrir 20 árum voru þessar þjóðir undir eða mjög tengdar Sovétríkjunum þá er staða þeirra mun betir í dag. Eins þá þýðir lítið að miða við stöðu fátækustu þjóða Evrópu. Þar var staðan mun verra áður en þau gegnu í ESB. Þannig að ef að meta á kjör þeirra við okkar verðum við að kanna hlutfallslega hvernig staða þeirra er í dag og breytingar í %. Þær eru voru og hafa alltaf verið með mikið lakari lífskjör en við . En spurning hvernig staða þeirra væri ef þær væru ekki ESB?

Magnús Helgi Björgvinsson, 3.5.2009 kl. 15:42

10 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ókei Magnús ég skal gefa þessu séns, þetta er sum sé í lagi af því að það gat verið verra, ókei.

Vöruverð er hvergi í Evrópu svo mikið lægra að það geti verið komið ódýrara en það er í dag, upp í hillur verslana á Íslandi.

Og það er ekki hlutverk Gylfa að boða ESB í nafni ASÍ þar sem um helmingur launþega er á móti ESB.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 3.5.2009 kl. 18:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband