Öflug þjóðleg mótspyrna nauðsynleg !!!


    Hver hefði trúað því fyrir nokkru að við ættum eftir að sitja uppi
með afdankaða  og  kolruglaða  vinstristjórn í byrjun 21  aldar?
Ríkisstjórn  samansetta  af  vinstrisinnuðum  róttæklingum  og
kolrugluðum alþjóðasinnuðum krötum. En báðar þessar fylkingar
til vinstri sitja nú á svikráðum við þjóðina og kortleggja með hvaða
hætti fullveldi og sjálfstæði hennar verður stórskert, með inngöngu
Íslands í Evrópusambandið.

   Það er tímanna tákn að það skuli  einmitt vera vinstrisinnar sem
nú véla um framtíð íslenzkrar þjóðar. En hérlendir vinstrisinnar hafa
ætíð verið mjög iðnir við að brjóta niður allt sem til heilbrigðra þjóð-
legra gilda horfa. Allt frá varnarleysisviðhorfum til hreins framsals
á fullveldi og sjálfstæði þjóðarinnar, eins og nú er að gerast í dag.
Er ekki kominn tími til að hin þjóðlegu öfl fari nú að vakna, og að-
hafast eitthvað, og spyrna ærlega á móti?

    Það er alltaf að koma betur og betur í ljós vöntun á ákveðnu
þjóðlegu borgalegu afli á mið/hægri kannti íslenzkra stjórnmála.
Því annars hefði ástandið ekki orðið jafn hrikalegt og raun ber vitni.
Sjálfstæðisflokkurinn  brást  sinni  pólitísku grunnskyldu að hafa
STJÓRN Á MÁLUM, bæði efnahagslegum og pólitískum á þjóðlegum
forsendum,   og halda vinstriöflunum í skefjum. En ekkert bendir
til að hann endurheimti það hlutverk sitt og traust á næstunni.
Nýtt þjóðlegt borgaralegt afl er því eina raunhæfa svarið  við
ríkjandi upplausn, og uppvöðslu vinstrisinnaðra and-þjóðlegra
viðhorfa og afla. - Það liggur alveg ljóst fyrir!

   Því er spurt.  Þú Þjóðlegi Frelsisflokkur. Hvenær kemur þú?
mbl.is Hlé á viðræðum í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Ertu að hvetja til stofnun einhverskonar þjóðernisflokks líkt og eru í öðrum Evrópulöndum?

Hilmar Gunnlaugsson, 2.5.2009 kl. 00:40

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góður pistill og tímabær, Guðmudur Jónas.

Djarfur ertu að vísu í staðhæfingum um afstöðu VG gagnvart Ebé, en mann er vissulega farið að gruna það versta, og væri það vissulega í takti við vitlausa alþjóðastefnu þeirra hingað til.

Jón Valur Jensson, 2.5.2009 kl. 00:40

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Hilmar. Þótt þú flettir til upphafi minna skrifa hér á blogginu muntu hvergi
finna skrif þar um mismunun þjóðernis og kynþátta. Þvert á móti lít ég á
öll þjóðerni og kynþætti á jafnréttisgrundvelli. Hins vegar hef ég ætíð talað
fyrir óskertu þjóðfrelsi, fullveldi og sjálfstæði íslenzku þjóðarinnar og
varðveislu á menningu og þjóðtungu hennar.  Í því felast mínar þjóðlegu áherslur.

Takk kærlega fyrir innlit þitt Jón Valur.  Veist hef ætið varað við vinstri-
sinnuðum róttæklingum m.a í VG. Eru engu minni öfga-alþjóðasinnar og
kratar....

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 2.5.2009 kl. 12:49

4 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Að vera þjóðlegur þarf ekki að fela í sér að sé verið að mismuna öðrum hver einstaklingur heldur heimili með sínu lagi og ver gildi þess án þess að hallmæla  nágrönnunum eins er með þjóðleg gildi. Sammála þér Guðmundur að oft var þörf en nú er nauðsyn að fólk hópi sig saman til varnar þess sem er einstakt hér eða var það er frelsi nokkuð gott jafnræði sem alltaf getur verið betra og að standa vörð um það sem okkur hefur þó tekist vel

Jón Aðalsteinn Jónsson, 3.5.2009 kl. 17:38

5 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Takk fyrir Jón Aðalsteinn. Nú liggur fyrir að fara að skipuleggja áttökin við
landssöluliðið. M.a með stofnun borgaralegs flokks á þjóðlegum grunni,
sem ALLIR þjóðfrelsissinnar og föðurlandsvinir geta treysti. Kominn tími
til að svæla hið illa út í eitt skipti fyrir öll...

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 3.5.2009 kl. 21:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband