ESB-vinstristjórn mynduð í dag
10.5.2009 | 00:36
Því miður bendir allt til þess að í dag verður svartur sunnudagur
í íslenzkum stjórnmálum. Ekki bara vegna þess að mynduð verði
hreinræktuð afturhaldssöm vinstristjórn. Heldur og ekki síður vegna
þess að því samfara taki við völdum stjórn sem geri alvarlega að-
för að fullveldi og þjóðfrelsi íslenzku þjóðarinnar. Ríkisstjórn sem
boði aðildarviðræður við ESB og þar með umsókn Íslands að Evrópu-
sambandinu.
Ógeðfeldasta í öllu þessu er hvernig Vinstri Grænir komust í gegnum
kosningarnar á gjörsamlega fölskum forsendum í Evrópumálum. Þótt-
ust vera ESB-andstæðingar en VORU Í RAUN ESB-sinnar. Svo miklir, að
sú ríkisstjórn sem tekur við í dag og sem VG standa að og bera FULLA
ábyrgð á, mun sækja um aðild að ESB innan skamms. Gefa aðildarvið-
ræður grænt ljós með aðildarumsókn.
Þetta á samt alls ekki að koma á óvart. Sá sem þetta skrifar hefur ótal
sinnum varað við hugmyndafræði og pólitík Vinstri grænna. Sökum sósíal-
iskrar hugmyndarfræði er öfgafull alþjóðahyggja þeirra engu minni en
krata. Hafa ætíð barist gegn þjóðlegum viðhorfum og gildum. Þess vegna
fara Vinstri grænir létt með að kokgleypa eitt stykki Evrópusamband fyrir
sína sósíaldemókratavini. - En mikið lifandis ósköp muni margir ESB-and-
stæðingar sem kusu þá eiga eftir að klóra sér í hausnum. Ekki síst þeir
sem hvöttu marga og sanna fullveldissinna til að kjósa þessa kommúnista
í nýafstöðnum kosningum.
Hin nýja ESB-sinnaða vinstristjórn á ekki að fá einn einasta dag í hveiti-
brauðsdaga. Hana verður að koma frá völdum þegar í stað. Með ÖLLUM
tiltækum ráðum. Íslenzkir þjóðarhagsmunir og íslenzk framtíð krefst þess.
Á mið/hægri kannti íslenzkra stjórnmála hljóta því hin þjóðlegu öfl að
stilla saman strengi í baráttunni gegn hinni and-þjóðlegri vinstristjórn.
Þjóðlegur Frelsisflokkur gæti þar átt mörg og sterk tækifæri. Þau tækifæri
hljóta nú menn að nýta !!!
Þingflokkur VG kallaður saman | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:51 | Facebook
Athugasemdir
Sammála
Ísleifur Gíslason, 10.5.2009 kl. 12:16
Já Guðmudur og ég hef heyrt að sótt verði um ESB í Júlí. Þannig að það er spurning hvort að höldum ekki tvöfalda þjóðhátíð þetta árið. Þá fystur í júní og svo aftur í júlí.
Magnús Helgi Björgvinsson, 10.5.2009 kl. 15:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.