Hinni and-þjóðlegri vinstristjórn komið frá strax!


    Þessi svarti sunnudagur í sögu íslenzka lýðveldisins verður lengi
minnst. Í fyrsta skiptið hefur verið mynduð alræmd vinstristjórn sem
hefur það aðal markmið að gera alvarlega atlögu að fullveldi og sjálf-
stæði íslenzku þjóðarinnar. Með fádæma svikráði og fláræði hafa  nú
Vinstri grænir komið aftan að þjóðinni og samþykkt að sótt verði um
aðild að Evrópusambandinu. Þvert á þeirra flokkssamþykktir. Þúsund-
ir kjósendur þeirra sem töldu sig vera að kjósa flokk gegn aðild að
ESB sitja nú með sárt ennið. En þeim var nær. Kommúnistum og öðrum
vinstrisinnuðum róttæklingum hafa ALDREI verið treystandi í fullveldis-
og þjóðfrelsismálum, enda ætið barist gegn þjóðlegum viðhorfum  og
gildum, eins og krötunum í Samfylkingunni.

  Sú vinstristjórn sem nú er komin á koppinn mun því ekki eiga einn
einasta hveitubrauðsdag í vændum. Því það er frumskylda ALLRA þjóð-
hollra og þjóðlegra Íslendinga að koma henni frá sem ALLRA FYRST.
Þetta er vinstristjórn sem mun rjúfa þjóðarfriðin svo um munar og kljúfa
þjóðina í herðar niður með umsókninni að Evrópusambandinu. Vinstri-
stjórn með slíka Sturlungaöld í farteskinu þarf að  stöðva strax með
öllum tiltækum ráðum. Lög um landssölu og landráð leyfa slíkt  skv.
stjórnarskrá.

   Nú þurfa öll þjóðleg borgaraleg öfl að sameinast í einni breiðfylkingu
gegn hinu vinstrisinnaða landssöluliði. Hin Þjóðlegi Frelsisflokkur eða
álíka þjóðlegt pólitískt afl hlýtur nú að vera á næstu grösum.  Stríðið
við hin and-þjóðlegu öfl er rétt að byrja.  Jóhanna Sigurðardóttir
landssölukona hefur kastað stríðshanskanum!!! Og hann skal hún
fá kröfuglega til baka!
mbl.is Ný ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef sjaldan heyrt aðra eins þvælu. Þessi ríkisstjórn er sett á fót með talsverðum þingmeiritil að raða saman brotunum eftir sjálfstæðisflokkinn sem tókst að gera þjóðina gjaldþrota á mestu uppgangstímum frá upphafi. Með fágætum stjórnunarstíl þar sem engar reglur mátti setja bönkum og fjármálastofnunum.

Í stefnuskrá þessarar ríkisstjórnar er lagt upp með að leggja fram þingsályktunartillögu um hvort sækja eigi um aðild að EB. Þá getur þingheimur ákveðið í hvaða farveg málið fer. ´Það er lýðræði.

Næst er svo þjóðaratkvæðagreiðsla og þá ákveður þjóðin sjálf hvaða leið hún vill fara. Það er líka lýðræði.

Sjálfstæðismenn hafa ekki mátt heyra á þjóðaratkvæðagreiðslu minnst og börðust eins og sært ljón fyrir því á Alþingi að breyting á stjórnarskránni næði ekki fram að ganga.

Ástæðan var einfaldlega sú að með lýðræðislegri umræðu um einstök mál og þar sem flokkshollustan kemur ekki eins við sögu er málflutningur og annarleg sjónarmið sjálfstæðismanna eins og hjá  hjáróma gróðapungum. 

Sjálfstæðisflokkurinn hefur getað mokað undir sína menn fram að þessu í skjóli þess að bláa höndin sýrði í kjörklefanum. Það er í raun fáránleg staðreind hvað sjálfstæðisflokkurinn hefur fengið mikið fylgi í gegnum tíðina.

Þessi tími er vonandi liðinn og ég er illa svikinn ef flokkurinn nær nokkur tíma viðlíka fylgi og undanfarna áratugi. Ég vona að sjálfstæðisflokkurinn í þeirri mynd sem hann hefur starfað sé látinn. Hvíl í friði.

Styttingur (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 21:23

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Styttingur. Mér kemur Sjálfstæðisflokkurinn EKKERT við í þessu sambandi,
enda tilheyri þeim flokki ALLS EKKI. Megin ástæða hrunsins var regluverk
ESB gegnum EES samningsins, sem ENGAN VEGINN passaði fyrir okkar
ÖRSMÁA hagkerfi. En ölli samt því að örfáir útrásarmafíósar gátu  og
fengu að leika á glufur regluverksins sem settu þjóðina að loknum næstum
á hausinn. En nú ætla þessi ESB-sinnaða vinstristjórn að stiga skrefið
miklu lengra og sækja um aðild að þessu Stórríki sem Ísland hefur EKKERT
þangað að gera. Bæta gráu ofan á svart. Fara í öskuna í eldinn. Nú í
boði Vinstri grænna.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 10.5.2009 kl. 21:39

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ja... við vorum með vinstri stjórn sem kallaði sig hægri stjórn.  Og rak sósíal-demókratískt kerfi.  Illa.  Nú höfum við vinstri stjórn sem kallar sig vinstri stjórn.  Mun gera það sama.  Illa.

What's the diff?

Ásgrímur Hartmannsson, 10.5.2009 kl. 21:42

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Styttingur. Það sækir ENGINN um það sem viðkomandi vill EKKI. Sá sem er
á móti ESB af ótal ástæðum samþykkir ekki umsókn að því. Það  kemur
lyðræðistali í því sambandi EKKERT VIÐ!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 10.5.2009 kl. 21:43

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þessi ríkisstjórn mun takast á við þau verkefni sem pólitísk stefna Sjálfstæðisflokka allra þjóða skilur eftir handa næstu kynslóð. Umsókn um aðild að ESB er eitt af þeim pólitísku málum sem stór hluti sjálfstæðismanna er fylgjandi og þar með talinn formaðurinn. Vinstri grænir eru sem fyrr andvígir aðild og munu að minni hyggju berjast gegn þessari umsókn á Alþingi margir hverjir enda á að afgreiða þessa umsókn þar. Að hafna aðild Alþingis að þessu máli hefði verið heimskulegt sjálfsmark af hálfu V.g. og engu skilað flokknum öðru en því að verða úti í kuldanum í næstu ríkisstjórn.

Vinstri grænir áttu þess engan kost að stöðva lýðræðislega meðferð þessa máls. Stjórnarkreppa finnst mér langsótt úrræði handa þessari þjóð við þær aðstæður sem nú ríkja.

Nú ætlast ég til þess að Alþingi taki myndarlega á þessu máli og setji fram samningsmarkmið sem standa í Brusselveldinu.

Og nú ætlast ég jafnframt ti þessl að við andstæðingar þessa máls stöndum fast saman og látum ekki flokkstryggð ráða málflutningi.

Vissulega skil ég vel skaphita þinn vel því sjálfum er mér sannarlega heitt í hamsi.

Árni Gunnarsson, 10.5.2009 kl. 21:48

6 identicon

já okei Ásgrímur, var sjálfstæðisflokkurinn vinstri stjórn???

Og Guðmundur Jónas, "það er frumskylda ALLRA þjóð-

hollra og þjóðlegra Íslendinga að koma henni frá sem ALLRA FYRST"???

Þetta var lýðræðisleg kjörin ríkisstjórn sem vill veita Íslendingum þann lýðræðislega munað að kjósa sér um inngöngu í ESB (eitthvað sem mörg núverandi ESB ríki fengu ekki færi á).

"þarf að stöðva strax með öllum tiltækum ráðum".?

Guðmundur þú ert veikur á geði. Og ég lofa þér því að ég mun með ÖLLUM TILTÆKUM RÁÐUM stöðva geðsjúka þjóðernissinna eins og þig, sem ætlar að hindra lýðræðislegan vilja þjóðarinnar.

Sveinn Guðbjörgsson (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 21:54

7 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Árni. Hvernig í ósköpunum eiga Vinstri grænir að vinna gegn stjórnarfrumvarpi
síns eigin flokks í Evrópumálum? Umsókn að ESB verður á hendi ríkisstjórnar
Vinstri grænna. Þeir hafa SAMÞYKKT að utanríkisráðherra í þeirra ríkisstjórn
falist eftir umboði til að sækja um aðild að ESB. VG er því í raun orðinn jafn
mikill ESB-flokkur og Samfylkingin.  ÞAÐ ER MÁLIÐ SEM BLASIR VIÐ! Hafa
gjörsamlega svikið kjósendur sína í Evrópumálum, enda ekki minni and-
þjóððlegt afl og Samfylkingin.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 10.5.2009 kl. 21:58

8 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sveinn. Ætiir að skammast þín. Vinstri Grænir töluðu ALDREI fyrir ESB-umsókn.
Heldur þvert á móti, og hafa því svikið þúsundir kjósenda sinna.
Vill svo benda þér á í vinsemd að mikill munur er á að vera þjóðernissinni,
eða fullveldis-og þjóðfrelsissinni. HVERGI í mínu bloggi getur þú fundið
þjóðernisáróður varðandi aðra kynþætti og þjóðerni. Vísa þessum afar
ósmekklega þvættingi þínum því algjörlega á bug.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 10.5.2009 kl. 22:04

9 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Sko Guðmundur, EES-umhverfið er að stórum hluta ekkert lögmál heldur viðmiðun. Hverjum er í sitt vald sett að þrengja reglur og aðlaga sínu hagkerfi. Þó leyfður hámarkshraði sé níutíu á þjóðveginum þýðir það ekki að þú EIGIR að aka á níutíu. Enda er hann settur niður í 70 eða 50 þar sem framkvæmdir eiga sér stað. Eins er þetta með efnahagsstjórnina. Eftirlitsstofnanir og framkvæmdavaldið klikkaði á að lækka "hámarkshraðann" í okkar umhverfi. Gaman hvað þú misskilur og rangtúlkar allt Guðmundur. Hlægilegt.

Páll Geir Bjarnason, 10.5.2009 kl. 22:13

10 identicon

Guðmundur er glaður fyrir þína hönd að þú ert ekki sjálfstæðismaður eins og svo margir eru ekki sjálfstæðismenn nú um stundir. Ég vil hinsvegar benda þér á að það voru fyrst og fremst sjálfstæðismenn sem börðust á móti því að settar yrðu reglur fyrir bankakerfið, það átti að setja sér sínar eigin reglur. Reglur markaðarins reglur samkeppni og opins markaðar. Það var ekki leikið í gegnum nein göt þarna. Það er allt í lagi ef menn eru að gambla með eigið fé en það er ekki í lagi að gambla með sjálfstæði þjóðarinnar það ættir þú að geta samþykkt. Þeir vissu eða máttu vita að ylla færi það var búið að vara þá við m.a. af alþjóða efnahagsstofnunni. Það voru sjálfstæðismenn með stuðningi framsóknarmanna sem afhentu ELDSPÍTURNAR. Það verður aldrei af þeim tekið.

Ég veit ekkert hvað kemur útúr óformlegum viðræðum og þreifingum sem hafa verið og verða áður en til framlagningar þingsáliktunarinnar kemur. En hitt er þó víst að þeir sem eru á móti geta kosið á móti í þinginu þ.e.a.s. ef bláa höndin ræður ekki. Þá er það þigmeirihluti í umboði þjóðarinnar sem tekur þá ákvörðun að leggja málið fyrir þjóðina. Ég átta mig ekki á því afhverju þú ert á móti því. Ekki ætlar þú að setja þig upp á móti meirihlutavilja þjóðarinnar. Þá verður þú bara að flytja úr landi gógurinn.

En svona í lokin þá er mikill munur á stjórnarfrumvarpi (enda ætla VG ekki að standa að því) og þingsáliktunartilllögu.

Ég held að þetta sé lýðræðislegasta lausnin á sno umdeildu máli. Ef við getum ekki sætt okkur við þessa málsmeðferð held ég að borgarastyrjöld sé í uppsiglingu.

Styttingur (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 22:26

11 Smámynd: Árni Gunnarsson

Alþingi kemur til með að skilgreina samningsmarkmið. Ég felli mig betur við að annar ríkisstjórnarflokkanna sé sá eini sem sem tekið hefur afdráttarlausa afstöðu gegn aðild að ESB. Ég vil að hann hafi sterka aðkomu að málinu inni á Alþingi. Ég hefði talið mítt sjónarmið veikara en ella ef V.g. hefði verið eini stjórnarandstöðuflokkurinn sem var andvígur þessu bandalagi. En nú vil ég láta bera það fyrst undir þjóðina hvort sækja eigi um aðild. Ef stjórnarandstaðan ber þá tillögu fram og V.g. fellir þá tillögu þá fellst ég á að þeir hafi svikið sína umbjóðendur.

Árni Gunnarsson, 10.5.2009 kl. 22:45

12 identicon

Ég er sammála þér Árni. Ég held að þessi staða sem upp kom varðandi inngöngu eða ekki inngöngu í EB sé sú næst besta sem komið gæti upp. Öll sjónarmið uppí á borðinu stjórnarflokkarnir á öndverðum eiði og þá komast sjónarmið stjórnarandstöðunnar betur að og hafa full vægi.´

Þetta kemur því ekkert við hvorum megin menn standa.

Styttingur (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 22:54

13 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Árni og Styttingur. Þetta er einungis spurning að vera heill og trúr sinni
stefnu og sannfæringu. Það eru Vinstri grænir ALLS EKKI í stærsta pólitíska
hitamáli lýðveldisins. Hafa kokgleypt Evrópustefnu sína og samþykkt að
sú ríkisstjórn sem þeir taka þátt í sæki um aðild að ESB. Lengra er ekki
hægt að ganga í svikseminni gagnvart sinni boðari stefnu. Enda VG mjög
and-þjóðlegur flokkur hugsjónalega séð byggður á sósíaliskri hugmyndar-
fræði.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 11.5.2009 kl. 09:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband