Umskiptingurinn og ESB-sinninn Steingrímur Joð !!!
13.5.2009 | 00:48
Það er alveg með ólíkindum hvernig sumir geta breyst í
algjörann umskipting á einni nóttu. Og það í stjórnmálum í
einu mesta pólitíska hitamáli lýðveldis. En á blaðamanna-
fundi ríkisstjórnarinnar á Akureyri í gær sagði Steingrímur
J Sigfússon formaður Vinstri grænna það alveg galopið hjá
þingönnum VG hvernig þeir greiddu atkvæði um þingsályktun-
artillögu utanríkisráðherra um umsókn Íslands að Evrópu-
sambandinu. Það að þingmenn VG greiddu tillögunni atkvæði
væri bara hið besta mál. En svo mátti skilja á Steingrími að
hann sjálfur væri galopinn fyrir því að styðja aðildarómsóknina
og að greiða henni atkvæði.
Þetta er alveg ótrúlegt. Var einhver að nefna Ragnar Reyk-
ás í þessu sambandi? Fyrir örfáum vikum litu margir á Steingrím
J og fylgismenn hans sem eina af hörðustu ESB-andstæðingum.
En eins og hér hefur MARGSINNIS verið bent á var hér um að
ræða ALGJÖRA BLEKKINGU. Enda hin sósíaliska hugmyndar-
fræði Vinstri grænna engu minni ofstopafull alþjóðahyggja og
and-þjóðleg hugsjón eins og meðal sósíaldemókrata í Samfylk-
ingunni. Enda smella þessar tvær vinstrisamlokur ótrúlega vel
saman í dag í aðförinni að fullveldi og sjálfstæði Íslands.
Vonandi fer að renna upp fyrir mörgum að vinstrimennska er
í eðli sínu mjög alþjóðasinnuð, sem aldrei er treystandi þegar
höfðað er til þjóðlegra viðhorfa og gilda. Svo ekki sé talað um
fullveldis- og þjóðfrelsismál. Eins og dæmið sannar nú um hinn
ESB-sinnaðaða Steingrím Joð!!!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.