Þörf á sterkri þjóðlegri andstöðu


   Ráðabrugg  vinstristjórnar Jóhönnu Sigurðardóttir  að  innlima
íslenzka þjóð inn í  Stórríkið ESB hlýtur að kalla á sterk og kröftug
mótmæli og andstöðu allra þjóðhollra Íslendinga og þjóðlegra afla.
Með umsókn um aðild  Íslands að Evrópusambandinu er gerð gróf-
leg aðför að fullveldi og sjálfstæði íslenzkrar þjóðar. Réttur þeirra
sem vilja koma í veg fyrir slíkt fullveldisframsal og landssölu hlýtur
að vera skýr og afdráttarlaus. - Því hljóta þjóðholl öfl að beita öllum
tiltækum ráðum til að koma í veg fyrir slíka aðför.

  Mikilvægt er að andstæðan og mótmælin verði sterk, skýr og skipu-
lögð. Á pólitíska sviðinu er því afar mikilvægt að fram komi ÞJÓÐLEGUR
stjórnmálaflokkur fullveldis-, þjóðfrelsis-, og sjálfstæðissinna sem allra
fyrst, sem af hörku berjist gegn aðild Íslands að ESB, en fyrir fullveldi
og sjálfstæði Íslands. Auk þess að standa vörð um íslenzka þjóðmenn-
ingu, tungu, og þjóðleg viðhorf og gildi.

  Afstýra verður einangrunarstefnu ESB- sinna og and-þjóðlegum áform-
um þeirra. Stefna þeirra er ekki bara pólitísk alröng, heldur efnahagslega
hættuleg. Því íslenzk þjóð mun stórskaðast efnahagslega gangi hún
Brusselvaldinu á hönd og tæki upp erlendan gjaldmiðil þess. Um það
hníga öll rök í málinu!!!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband