Jóhanna Sig klýfur þjóðina í herðar niður !
16.5.2009 | 00:14
Það er vert að taka undir orð forseta Íslands að umræðan um
Evrópusambandsaðild geti klofið þjóðina. Ef fram heldur sem horfir
og Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og hennar landssölulið
komi ráðabruggi sínu fram, mun til alvarlegra átaka koma, sem mun
kljúfa þjóðina í herðar niður. Varnaðarorð forseta eru því í tíma töluð.
Það er alveg með ólíkindum að Jóhanna Sig skuli VOGA sér að efna
til stórátaka meðal þjóðarinnar, einmitt þegar þjóðin á sem mestri
samheldni og samtöðu á að halda. Sem sýnir hversu mikill friðar-
spillir og gjörsamlega óhæf Jóhanna Sigurðardóttir er að gegna hinu
mikilvæga leiðtogahlutverki, á ögurstundu fyrir íslenzka þjóð. Það er
því rétt hjá forseta að vara hana við að vera með mörg erfið og mikil
ágreiningsmál í gangi í einu.
Það er mikill misskilningur hjá Jóhönnu Sigurðardóttir að halda að
hún komist fram með eitt umdeilanlegasta mál frá fullveldisstofnun,
án grimmilegra átaka um allt land. Hún virðist ekki gera sér grein
fyrir hversu mikið bál hún er að kveikja. Að fá alla fullveldissinnaða
Íslendinga á móti sér í stríði um fullveldi og sjálfstæði Íslands mun
veitast henni og landssöluliðinu dýrkeypt. - Það er því vonandi að
hún sjái sér um hönd, og hætti eða a.m.k fresti öllum slíkum full-
veldisskerðingaráformum, svo komist verði hjá alvarlegu átaka-
ástandi. - Þótt Jóhanna hafi getað svínbeygt forystu Vinstri Grænna
í Evrópumálum, gildir það alls ekki um alla sanna fullveldissinna.
Hún mun komast að því!
Þjóðin tók valdið í sínar hendur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Afsakaðu mig Guðmundur, en hvað er að vera fullveldissinnaður? Getur þú gefið lesendum nánari lýsingu á þessu hugtaki?
Jóhann F Kristjánsson (IP-tala skráð) 16.5.2009 kl. 00:56
Það er sértrúarhópur , sem kallar sig fullveldissinna !
Í þessum hópi er fólk sem vill ekki ferðast til annara landa og alls ekki eiga viðskipti við aðrar þjóðir !
Segjum að sértrúarhópurinn þessi vilji alls ekki eiga neitt saman að sælda við aðrar þjóðir, og alls ekki evrópuþjóðir. En að ætla meina öðrum að njóta lýðræðis og njóta samskipta við aðrar þjóðir eins og evrópu þjóða. Ætli við þurfum ekki þá að kveikja bál og setja upp brennur eins og sértrúarhópur eins og Guðmundur lýsir svo vel ?
JR (IP-tala skráð) 16.5.2009 kl. 02:09
Þakka þér fyrir kröftugan pistillinn, Guðmundur Jónas, góður er hann!
Jóhann spyr svo hér eins og álfur út úr hól – kannski einn þeirra sem átta sig ekki á því, að Evrópubandalagið hyggst heimta til sín æðstu löggjafarréttindi yfir þessari þjóð, jafnvel yfir stjórnarskránni, og skerða til óbóta fullveldisréttindi okkar.
En JR, þessi feimni hér á undan, kemur svo með hlægilega fordóma og heimasmíðaðar klisjur um fullveldissinna. Ég veit ekki betur en við höfum verið að fagna nýgerðum, gagnkvæmum tollfrelsissamningi við Kanada og viljum fá fleiri slíka, m.a. við önnur ríki Ameríku og stóru þjóðirnar í Austur- og Suður-Asíu.
Það er í reynd einangrunarhyggja hin mesta að ganga í þetta brátt farlama Evrópubandalag. Við viljum geta samið sjálfir um viðskipti og tolla við hinar ca. 200 þjóðir heims, en það fengjum við ekki ef við værum í EB, og meira að segja yrðu slíkir samningar afnumdir, ef við létum narrast í það sérgóða bandalag.
Vaknaðu, JR!
Jón Valur Jensson, 16.5.2009 kl. 02:54
Takk kærlega fyrir innlegg þitt Jón Valur. Ekki að undra þótt Jóhann og aðrir
í ESB-trúboðinu vita ekki hvað fulveldi og fullveldissinni eru.
Svo langar mig sérstaklega að vekja athyglinni á raggeitinni JR hér sem þorir ekki að koma undir réttu nafni. Þessi maður er leigupenni og fær greitt fyrir. Hef 11 sinnum eytt honum út af bloggi mínu og sett á bannlista en alltaf kemur hann inn með nýju IP tölvunúmeri. Virðist hafa yfir að ráða földa
tölva í leigupenna-vinnu sinni. Læt skrif hans í þetta sinn standa, enda
hef komist að hver manneskjan er!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 16.5.2009 kl. 10:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.