Stjórnmálasamtök fullveldissinna stofnuð.


    Sunnlendingur.is greinir frá því í gær að Samtök fullveldissinna,
hafi  stofnað  formleg  stjórnmálasamtök. Er það  mikil  breyting  frá
fyrra fyrirkomulagi fyrir síðustu kosningar, en þá var um að ræða
laustengd samtök óháðra frambjóðenda fuldveldissinna. Samkvæmt
heimildum Sunnlendings hefur þriggja manna stjórn verið skipuð, þeir
Sigurbjörn Svavarsson, Mosfellsbæ, Guðmundur Ásgeirsson, Reykja-
vík, og Axel Þór Kolbeinsson, Hveragerði. Stefnt sé að undirbúningi
fundarhalda um landið, og að rætt hafi verið við nokkra þjóðþekkta
Íslendinga um að koma að starfi og stefnumótun flokksins.

   Fagna ber þessari frétt. Sá sem þetta ritar hefur lengi hvatt til
stofnunar stjórnmálaflokks á borgaralegum og þjóðlegum grunni.
Fyrri tilraun með L-listann mistókst, enda mjög óskipulögð og laus
í reipum. Það svo, að undirrtaður sagði skilið við samtökin. Nú virð-
ist allt annað vera í undirbúningi. - Því FLOKKSLEG stofnun  er
grundvallaratriði, með grunnáherslur á helstu mál. Því aldrei hefur
verið meiri þörf á þjóðlegum stjórnmálaflokki á mið/hægri kannti ís-
lenzkra stjórnmála og einmitt nú, sem ALLIR fullveldis-og sjálfstæðis-
sinnar geta stutt og treyst, í þeirri nýju sjálfstæðisbaráttu sem fram-
undan er.

   Hef því ákveðið að ganga til liðs við hin ný-stofnuðu STJÓRNMÁLA-
SAMTÖK FULLVELDISSINNA, og skora á alla þjóðfrelsis- og sjálfstæðis-
sinna að gera slíkt hið sama.  Ekki síst alla þá sem eru andvígir ESB-
aðild, og þá sem vilja hafa áhrif á mótun nýs stjórnmálaflokks  á
ÞJÓÐLEGUM og BORGARALEGUM grunni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband