Hin þjóðlegu öfl munu berjast af hörku !
23.5.2009 | 00:15
Ef ásetningur Samfylkingarinnar nær fram að ganga að Ísland
sæki um aðild að Evrópusambandinu, en útskýrir ekki um leið,
hvernig hún hyggst verja helstu auðlind þjóðarinnar svo hún
falli ekki meir og minna í hendur útlendinga, er það skylda allra
þjóðhollra Íslendinga og þjóðlegra afla, að efna til uppreisnar
gegn slíku landráði. - Því eins og staðan er í dag, liggur það
alveg skýrt fyrir, að hinn dýrmæti kvóti á Íslandsmiðum, mun
falla í hendur útlendinga, fái þeir frelsi til að fjárfesta í íslenzkum
útgerðum. Þar sem fiskimiðin umhverfis Ísland eru okkar helsta
auðlind í dag, myndi yfirtaka erlendra aðila á fiskikvótum þýða
ein mesta efnahagslega blóðtaka frá upphafi fyrir hina íslenzka
þjóð. Því tilfærsla virðisauka og beinna tekna af þessari mikil-
vægu auðlind til hinna erlendu aðila myndi gerast til FRAMBÚÐAR.
Ef Samfylkingin og aðrir ESB-sinnar útskýra það ekki STRAX og
þeir bera aðildarumsókn að ESB fram á Alþingi, hvernig þeir ætla
að koma í veg fyrir slíkt landráð, hlýtur ófriðarbál mikið blossa upp.
- Þetta er einn af grundvallarþáttum sem VERÐUR alveg að liggja
fyrir áður en til aðildarviðræðna kemur.
ENGIN ESB þjóð líður yfirþjóðlegt vald yfir sínum HELSTU og
VEIGAMESTU auðlindum í dag. Sjávarútvegur innan ESB er þar
AUKABÚGREIN, og skipta þjóðirnar þar litlu máli. Á Íslandi er
sjávarútvegur einn af AÐAL undirstöðuatvinnuvegum þjóðarinnar.
Þar skiptir hann því HÖFUÐMÁLI. Að einhver SAMEIGINLEG og gjald-
þrota sjávarútvegsstefna ESB nái til íslenskrar sjávarútvegsstefnu,
og gefi útlendingum auk þess kost á að komast yfir fiskikvótann á
Íslandsmiðum, er slíkt tilræði við íslenzka þjóðarhagsmuni, að til
uppreisnar mun koma, nái slíkt fram að ganga.
Danir eru í ESB. En 80% yfirráðasvæðis Danaveldis er utan ESB.
Og hvers vegna skyldi það vera? Jú Færeyingar og Grænlendingar
taka ekki í mál að fara með sínar höfuðauðlindir sjávarins undir sam-
eiginlega yfirstjórn ESB. Og eru því utan ESB. Samt eru þeirrar auð-
lindir ekkert í líkingu við þá íslenzku, enda íslenzku fiskimiðin þau
fengsælustu í heimi.
Eitt af því sem 100% liggur fyrir, er að ef til aðildar að ESB kæmi,
yrðu ALDREI veittar neinar undanþágur á fjárfestingum útlendinga í
íslenzkum útgerðum, og þar með yfirtaka á kvótum þeirra. Bara það
stórkostlega efnahagslega tjón, sem við blasir af þessum sökum
gangi Ísland að ESB, á ekki að þurfa að ræða aðildarumsókn, hvað
þá að senda inn umsókn til Brusel.
Það mun því ekki standa á þjóðhollum Íslendingum og þjóðlegum
öflum að berjast af hörku gegn landssöluliði ESB-sinna, og aftra
áformum þeirra að koma íslenzkri þjóð undir erlend yfirráð á ný.
ÁFRAM FRJÁLST OG FULLVALDA ÍSLAND!!!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:54 | Facebook
Athugasemdir
Hvernig er að vera svona nojaður Guðmundur kæri? Og hvernig er það, heyrirðu raddir þegar þú leggst á koddann á kvöldin?
Páll Geir Bjarnason, 23.5.2009 kl. 01:06
Minn kæri Páll. Bara skil ekkert í innleggi þínu hér. En viðurkenni, skil ekkert
og vil ekkert skilja í neinni hebresku hér............Og allra síst í nojaðari
hebresku..........
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 23.5.2009 kl. 01:15
Ætli einhverjir af ESB sleikjunum séu að pirrast yfir vaxandi andstöðu við Brüsselveldið?
Ísleifur Gíslason, 23.5.2009 kl. 01:45
...ekki þjóðlegri en svo að þú skilur ekki íslensku!
Páll Geir Bjarnason, 23.5.2009 kl. 01:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.