Vinstri grænir mestu svikararnir í Evrópumálum!
26.5.2009 | 00:18
Hafi einhver stjórnmálaflokkur sórkostlega svikið kjósendur
á jafn alvarlegan hátt, og nú hefur gerst, þá eru það Vinstri
grænir. Samþykkja aðildarumsókn að ESB þvert á sínar sam-
þykktir. Veita ríkisstjórn sinni FULLT og óskorað umboð til að
sækja um aðild að ESB. Gefa kjósendum sínum langt nef. Gera
þá að fiflum!!!
Hversu oft og mörgum sinnum réðst Steingrimur J Sigfússon
formaður VG á Halldór Ásgrímsson fyrrv. utanríkisráðherra og
ásakaði hann um ESB-daður. Nú hefur þessi sami Steingrímur
kokgleypt stóru orðin, og er orðinn hinn skeleggjasti ESB-sinni
á Alþingi Íslendinga. Það vantaði bara Steingrím J og hans Vinstri
grænu í ríkisstjórn svo að sótt yrði um aðild að Evrópusambandinu.
Já hreinræktaða VINSTRISTJÓRN, til að gera alvarlega atlögu að full-
veldi og sjálfstæði Íslands.
En samt á þetta alls ekki að koma á óvart. Hugmyndarfræði
Vinstri grænna er í grunninn sú sama og Samfylkingunni. Báðar
byggjast á alþjóðlegri hugmyndarfræði sósíalismans, sem vísar
öllum þjóðlegum gildum og viðhorfum á bug. Enda geta báðar
sellur beggja flokka sungið Internationalinn og veifað Rauðum
fána. Hvers vegna þá ekki alveg eins ESB-sönginn og ESB fána?
Vinstristjórn Jóhönnu Sigurðardóttir hefur rofið þjóðarfriðin með
afgerandi hætti. Stríðshanska hefur verið kastað. Allir sannir þjóð-
frelsissinnar Íslands munu nú sækja fram og verja sjálfstæði og
fullveldi Íslands af MIKILLI HÖRKU!. - Af þeirri HÖRKU sem þarf til
að koma í veg fyrir það landráð sem nú er verið að undirbúa.
ÁFRAM FRJÁLST OG SJÁLFSTÆTT ÍSLAND!!!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:20 | Facebook
Athugasemdir
Rétt hefur þú fyrir þér um Vinstri græna, Guðmundur Jónas. Þeir gjalda það dýru verði að hanga lengur í ríkisstjórn með Samfylkingu, og við skulum bara vona og berjast til þrautar fyrir því, að það verði ekki ennþá dýrkeyptara fyrir þjóðina sjálfa. En þeim kjósendum mun nú enn fjölga, sem hrökkva frá VG vegna svika forystunnar þar. Landsvikaralýður veður uppi á þingi, í Samfylkingu o.fl. flokkum og mál að VAKNA, lesendur góðir.
Jón Valur Jensson, 26.5.2009 kl. 01:28
Guðmundur nú fóru sjávarútvegsrökin ykkar Jóns Vals fyrir lítið.
Magnús Helgi Björgvinsson, 26.5.2009 kl. 09:00
Það er engu að treysta í þessu efni, Magnús Helgi. Þetta, sem þú tiltekur hér, er EKKI stefna Evrópubandalagsins, henni hefur ekki við breytt og verður ekki breytt fyrr en 2012. Svo fer það alveg fram hjá þér, að í sömu frétt er sagt (beint tilvitnun): "Þá var lagt til á fundinum að leyft yrði að framselja aflaheimildir milli landa." Þetta kallast á við hugmyndir í Grænbók EB, nýútkominni, þar sem þessi "lausn" er nefnd (auk 12 mílna fiskveiðilögsögu!) sem ygsanleg önnur leið en núgildandi regla um "hlutfallslegan stöugleika" í afla hvers ríkis. Ef Magnús Helgi hyggur þetta einhverja tryggingu fyrir framtíðarhagsmunum Íslands, þá er hann vitaskuld á villigötum og ekki í fyrsta sinn.
Leyfum þessu valdfreka ofurbandalagi að sigla sinn sjó, og látum okkur ekki detta í hug að fara að ganga í það, þegar það enn á eftir að gera upp hug sinn í sjávarútvegsmálunum og gerir það ekki endanlega fyrr en 2012, en reyndar ekki endanlega, því að næsta stefnumótun sjávarútvegsmála verður ákveðin 2022, síðan aftur 2032, 2042 o.s.frv.!
Köstum ekki fjöreggi íslenzks sjávarútvegs til tröllanna í Evrópu. Þau kunna ekki með það að fara! (sízt fyrir okkur, en ekki einu sinni að hugsa um sína eigin fiskistofna, þar sem 9 af 10 eru ofveiddir, þar af þriðjungurinn í útrýmingarhættu skv. Joe Borg, sjávarútvegs-kommissar framkvæmdastjórnar EB, í Fréttablaðsgrein 21. þ.m.).
Jón Valur Jensson, 26.5.2009 kl. 10:11
Afsakið ásláttarvillurnar, en þetta skilst alveg.
Jón Valur Jensson, 26.5.2009 kl. 10:12
Sæll Jón Valur. Sástu hversu fljótt Magnús og fl landssöluliðar voru fljótir
að grípa agnið. En yfirsáust AÐAL-málið. Leyft verður að framselja aflaheimildir milli landa.. Já, leyft verður að framselja fjöregg Íslendinga
milli landa. Sem í raun má í dag, því göngum við í ESB í dag fá erlendir
aðilar að kaupa sig inn í útgerðirnar og yfirtaka þanig kvótann. Það er
sorlegt að til skuli vera ÍSLENDINGAR sem ekki bara eru tilbúnir að
afsala stórum hluta fullveldisins, heldur að afhenda erlendum aðilum okkar
helstu auðlind. Hélt að rök ESB-sinna væri efnahagsleg, en það liggur
fyrir að hún er ÞVERT Á MÓTI hvað okkur Íslendinga varðar. Missum
stóran hluta yfirráðum yfir okkar helstu auðlindum auk þess að þurfa að
greiða fleiri milljarða í sukksjóði þess...
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 26.5.2009 kl. 11:07
Gott svar hjá þér, Guðmundur Jónas, og góðan daginn!
Jón Valur Jensson, 26.5.2009 kl. 11:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.