Þjóðlegt stjórnmálaafl í undirbúningi


   Þjóðlegt stjórnmálaafl er nú í undirbúningi. Samtök Fullveldssinna
hafa ákveðið að byggja upp stjórnmálaflokk með það aðalhlutverk að
standa vörð um fullveldi og sjálfstæði Íslands. ALDREI hefur þörfin
verið eins mikil og nú, þegar fast er sótt að þjóðartilveru Íslendinga,
með því að ætla að svifta þá stórs hluta sjálfstæðis og fullveldisins 
með inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Og ekki hvað síst í ljósi
þess hversu fáir þingfulltrúar á Alþingi Íslendinga virðast tilbúnir að
berjast af hörku gegn ákvörðun vinstristjórnar Jóhönnu Sigurðar-
dóttir um að sótt verði um aðild að Evrópusambandinu. Rödd þjóð-
frelsis og fullveldis nánast heyrast þar ekki lengur. - Það STÓRA
pólitíska tómarúm VERÐUR því að fylla, en það gerist einmitt  með
stofnun og baráttu ÞJÓÐLEGS stjórnmálafloks.

   Því eru allir þjóðfrelsis- fullveldis- og sjálfstæðissinnar hvattir til
að koma að uppbyggingu og stefnumörkun á hinum nýja flokki.
Fjórflokkurinn hefur SVIKIÐ íslenzku þjóðina í sjálfstæðis- og full-
veldismálum, auk svo margra annara þátta sem leitt hefur yfir
þjóðina miklar efnahagslegar þrengingar. -  Tími er því til kominn
að þjóðin segi HINGAÐ OG EKKI LENGRA!

   ÁTRAFM FULLVALDA OG FRjÁLS ÍSLENZK ÞJÓÐ !!!

  p.s til að gerast félagi í Samtökum Fullveldissnna
       bent á póstfang l.listinn@gmail.com og heimasíðu
       samtakanna l.lisinn.blog.is
    

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Sammála þér Guðmundur nú þarf að taka á

Jón Aðalsteinn Jónsson, 31.5.2009 kl. 00:30

3 identicon

"þjóðfrelsis- fullveldis- og sjálfstæðissinnar"?

Þú minnist ekki á þjóðernissinna, hvernig stendur á því.   Ég er reyndar þeirrar skoðunar að sá mikli áróður sem er í dag hafður gegn hverskonar þjóðernishyggju/stefnu sé það sem grefur mest undan sjálfstæði og fullveldi ekki síst minni þjóða.  Grundvöllur þessar smærri þjóða er yfirleitt sérstakt og aðskiljanlegt þjóðerni(eða hópur), eitthvað sem skilur þær frá stærri heildum eða þjóðum.  Ef þjóðernisrökunum er kastað fyrir róða er ekki víst að rökin fyrir fullveldi, sjálfstæðin séu ein sér næg til að halda okkur utan þessa nýju stór-Evrópu.

Kalli, þjóðernissinni

kalli (IP-tala skráð) 31.5.2009 kl. 01:41

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Kalli minn. Samtök Fullveldissinna rúma öll þjóðleg öfl án fordóma. Vertu
velkominn !

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 31.5.2009 kl. 02:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband