Tökum aukinn þátt í vörnum Íslands !


   Þessa daga og vikur sinna frændur vorir Norðmenn loftvörnum
Íslands með norskri flugsveit. Er það vel, því mikilvægt er að þær
vinaþjóðir sem við treystum  mest á í  öryggis- og varnarmálum,
kynni  sér  hér  allar aðstæður með  reglubundnu eftirliti. Vegna
sérstakra tengsla við Norðmenn sem tengjast mikilvægum hags-
munum þessara bræðraþjóða á N-Atlantshafi, eigum við að stór-
auka samvinnu við þá í öryggis- og varanarmálum. Sama á við
um frændur vora Dani. Með þeim  eigum við að halda áfram að
byggja upp öfluga samvinnu við þá í öryggis-og varnarmálum.
Í þessu sambandi þarf að huga að því með hvaða hætti Íslend-
ingar komi BEINT að sínum örygggis-og varnarmálum. Stór-
eflingu Landhelgisgæslunar hlýtur þar að verða í náinni fram-
tíð. Danir og Norðmenn gætu þar komið að málum og þjálfað
og stutt  okkur í að byggja  hér upp íslenzkt  þjóðvarðlið til
lands og sjávar, því  FRUMSKYLDA  sérhverrar  þjóðar er að
verja FULLVELDI sitt og SJÁLFSTÆÐI. Því það GERIR ENGINN
í raun nema viðkomandi þjóð, þótt í samvinnu og samstarfi
sé við aðrar  helstu vina-og bræðraþjóðir.

   Afstaða vinstrimanna á Íslandi til öryggis-og varnarmála
hefur ætið verið með ólíkindum. Ótrulega margir þeirra hafna
alfarið að á Íslandi sé til staðar varnarviðbúnaður, hvað þá að
heyra á það minnst  að Íslendingar KOMI SJÁLFIR að sínum
eigin öryggis-og varnarmálum. Þetta er EINSDÆMI á heims-
vísu. Í ljósi þessa er það kannski ekki svo undarlegt að þessi
sömu and-þjóðlegu vinstriöfl vinni nú að því ásamt öðrum
óþjóðhollum  öflum  að  stórskerða fulveldi og sjálfstæði Ís-
lands, og koma helstu auðlind þjóðarinnar undir erlend yfir-
ráð.

   Vinstrimennnskan á Íslandi er UNDIRLÆGJUHÁTTURINN
holdi klæddur!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband