Bullandi atvinnuleysi í Evrulandi - rökþrota ESB-sinnar
3.6.2009 | 00:38
Hagstofa Evrópu, Eurostat, greinir frá því að atvinnuleysi hafi ekki
veiðið meira í Evrulöndunum sextán í áratug. Í apríl jókst atvinnuleysi
úr 8.9% í 9.2% (meðaltals-atvinnuleysi) frá því í sept.1999. Mjög mikla
athygli vekur, að hlutfallslega er atvinnuleysi MINNA í öðrum ríkjum
ESB, SEM STANDA UTAN Evrulandsins. Tæp 21 milljón manna ganga
atvinnulausir innan ESB. Á Spáni er ástandið mjög slæmt, allt að 17%
atvinnuleysi, þrátt fyrir ESB-aðild og evru, og þrátt fyrir að systurflokk-
ur Samfylkingarinnar fari þar með öll völd, og þrátt fyrir að Spánn hafi
ekki orðið fyrir neinu banakahruni eins og á Íslandi.
Er hægt að hugsa sér meiri rökþrota umræðu ESB-sinna á Íslandi
fyrir upptöku evru og aðild Íslands að ESB í ljósi allra þessara
staðreynda?
Á sama tíma flandrast utanríkisráðherra Íslands UMBOÐSLAUS um
lönd ESB til að tala fyrir ESB-aðild Íslands. Án samráðs við samstarfs-
flokkinn í ríkisstjórn og gjörsamlega án neinna lagaheimilda eða vilja
Alþingis. Gefur Alþingi Íslendinga bara langt nef í þessu stærsta póli-
tiska hitamáli lýðveldisins. - Lætur Alþingi það líðast?
Það hlálegasta er að heimsókn utanríkisráðherra byrjaði á Möltu, sem
er minnsta fiskveðiþjóð ESB og sem hefur minnst um sjávarútvegsstefnu
þess að seigja...
Óðagotið er ALGJÖRT!!!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:05 | Facebook
Athugasemdir
Það hefur kannski farið framhjá þér en það eru alþjóðlegir efnahagserfiðleikar í öllum heiminum. Atvinnuleysi hefur t.d. rokið upp í USA, Kanada, Japan og víðar. Vart þarf að taka það fram að þessar þjóðir eru ekki í ESB og nota ekki Evru.
Nú fór atvinnuleysi minnkandi nánast ár frá ári eftir að Spánn gekk í ESB árið 1986 en hafði áður farið sívaxandi. Getur þú gert þér í hugarlund hversu mikið atvinnuleysi væri hjá þessum ESB-þjóðum ef þau hefði aldrei gengið í sambandið? Nei, ég bjóst ekki við því, en flestir virðast á því máli að þá væri ástandið enn verra en það er.
Annars er þessi grein þín út úr kú því ESB er samband fullvalda lýðræðisríkja sem halda sinni stjórn, atvinnu- og efnahagsaðgerðum innan síns þjóðþings. Spánverjar bera þannig stærsta ábyrgð á sínu atvinnuleysi líkt og t.d. Finnar á sínu. Veistu hvað atvinnuleysi var mikið í Finlandi árið 2008? Það var 7%.
Páll Geir Bjarnason, 3.6.2009 kl. 03:25
Páll Geir: Atvinnuleysi á Spáni hefur aldrei verið eins slæmt og síðan Spánn gékk í ESB: sjá:
Atvinnuástand hin síðustu 28 ár í evrulöndum
Atvinnuleysi ESB, evrulanda ofl. síðustu 12 mánuði
ESB er að mestu leyti krónískt bæli stöðnunar með litlum sem engum hagvexti, massífs langtíma atvinnuleysis og fallandi velmegun
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 3.6.2009 kl. 09:54
Gunnar þú veist eins og aðrir að Spánn hefur verið með landlægt atvinnuleysi frá tímum Franko. Og þar hefur atvinnuleysi rokkað oft yfir 10%. Nú er staðan sú að mikilli byggingarbólu er að ljúka þar. Erlendir aðilar sem fjárfestu grimt í íbúðum á Spáni halda að sér höndum og þvi er ekkert byggt og skýrir vaxandi atvinnuleysi.
Það er vaxandi atvinnuleysi í ESB, USA, Rússlandi og þannig mætti nefna nær öll lönd heimsins.
En það sem ESB þjóðir þurfa ekkia að upplifa er hækkun á vöruverði um 30 til 40% vegna gegisfalls og hækkun skulda og verðbólgu vegna gegnisfalls. Þær þurfa ekki að upplifa að þurfa að setja hundruði milljaraða inn í seðlabanka sem var orðinn gjaldþrota.
Síðan væri nú ágætt að menn áttuðu sig á því að hér á landi eru nú 9,5% atvinnuleysi. Þannig að ég sé nú ekki að gengisfall krónunar hafi hjálpa okkur neitt. En það er jú stærstu rökin fyrir að hafa krónuna að geta stýrt gengi hennar. Er nú ekki að sjá það takast. (Ha, ha ha, ha, haaaaaaa!)
Magnús Helgi Björgvinsson, 3.6.2009 kl. 17:36
Magnús Hvað hafa Bretar sett marga miljarða punda inn í fallit breska banka pening sem að bresk alþýða á eftir að borga
Jón Aðalsteinn Jónsson, 3.6.2009 kl. 18:14
Kæri Magnús: allt þetta sem þú telur upp breytir því ekki að ESB er að mestu leyti krónískt bæli stöðnunar með litlum sem engum hagvexti, massífs langtíma atvinnuleysis og fallandi velmegun.
.
Að tala kálf í kú er ekki sérstaklega arðvænlegt eins og þið eruð að upplifa núna eftir að fjármálageira kálfur Samfylkingarinnar reyndist vera orðin tóm og mest megnis skuldir
.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 3.6.2009 kl. 20:01
Íslenskt launa fólk 2/3 minnst varð fyrir 30% launaskerðingu (miðað við evrur] í síðust þjóðarsátt fyrir um 20 árum: móti kom lávara og lægra þjónustu stig og VIP-stétt. Seðlabanki ES:EU ber aðalábyrgð á falsgengi Íslensku krónunnar frá tímum aðildarsamningsins um ES:EU efnahagspakka um 1994. Lágt verð evru fleytir atvinnuleysi frá ES til Íslands [gerir Íslendinga ósamkeppnihæfa í stórútboðum innanlands] , eykur útflutning frá ES:EU til Íslands.
Veikir heimamarkað Íslands [innlandsframleiðslu] og skuldsetur eða fjárfestir Íslensk heimili í hráefna og orkulausri ES:EU.
Á Íslandi eru stórir hópar sem vinna lengur en 35 stunda vinnuviku, kostur við ES:EU er að slíkt tíðask ekki vegna þess að þá myndi atvinnuleysi í ES:EU örrugglega reiknast 30%.
Menn þurfa aldur til að skilja samhengi stórra hluta, 30 ára plön nýlenduveldanna gera það að verkum að það sem er að rætast í dag 2009 var planlagt 1979.
Vanþroska nýlendur greina sig frá stórveldunum þær gera ekki langtíma áætlanir. Vitur veit, Reynur veit þó betur.
Fræðasetur það nýjasta í ES er alls ekki hugmynd ættuð frá Íslandi. Minjagripasala og bændasmáframleiðsla ekki heldur. Svo eru oft 2-3 ES-borgar um hvert starf sem einn venjulegur Íslendingur getur leyst af hendi, en það mun líka vera falið atvinnuleysi á svæðum vélvæðingar og lágvöruframleiðslu.
Júlíus Björnsson, 3.6.2009 kl. 20:17
Allt veit þessi Júlli nú!
Páll Geir Bjarnason, 4.6.2009 kl. 01:11
1970 voru hér oft margar matvöruverslanir í hverri götu, allar í bullandi samkeppni, um gæði [1. verðflokkur algengastur], vörumerki, þjónustu, ráðgjöf og reddingar. Þá var lávara og langt í næstu búð og lítið vöruúrval og biðraðir sagt einkenni Kommúnista,eða kannski new-sósialism.
Allir krakkar með heilar tennur, skólabækur gefins til eignar, aldrei talað um kostnað við heilbrigðiskerfi og allt 1 flokks. Þar sem sagt var að við værum of fá til að hafa marga verðflokka eða kauphöll.
Það er rétt að meðlimaríki ES ráða [og munu] því sjálf hvernig þau sem efnahagseingar afla tekna til að borga í Miðstýringuna en ekki hvort þau síni hollustu og ábyrgð gagnvart Miðstýringunni eða ES.
Samkeppni verður innan ES milli Meðlimaríkjanna, aðalega að þóknast Miðstýringunni eða Nefndinni sem er yfir Seðlabanka Evrópu sem myndar heildstætt kerfi með Seðlabönkum þjóðríkjanna.
Það meðlimaríki sem verður með versta velferðakerfið og léglegasta bótakerfið hefur minnst atvinnuleysi og þar með lægstu skattanna til Miðstýringarinnar miðað við höfðatölu. Miðstýringin tekur sitt fyrst síðan tekur elíta viðkomandi meðlimaríkis afganginn.
Júlíus Björnsson, 4.6.2009 kl. 03:17
Takk fyrir innlitin hér. Miðstýringaáráttan innan ESB mun verða því að falli
eins og gömlu Sovétríkanna.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 4.6.2009 kl. 13:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.