Skrifað undir Versalasamning númer tvo


    Steingrímur J Sigfússon formaður Vinstri grænna segist að
það hafi verið erfitt að skrifa undir icesave-samninginn  sem
felur í sér einn mesta skuldaklafa fyrir íslenzka þjóð frá upp-
hafi. Í raun hefur ENGIN ÞJÓÐ  þurft að  skrifa  undir  slíkan
nauðungarsamning nema ef Þjóðverjar  eru  undanskildir.
Versalasamningurinn 1919 sem neyddur var upp á þýzku
þjóðina er enn í fersku minni, enda leiddi hann til mikilla
hörmunga. En þýzka þjóðin gerði uppreisn gegn honum.
Það mun íslenzka þjóðin einnig gera gegn þessum icesave-
samningi,  sem er ekkert annað en ígildi Versalasamnings-
ins frá 1919.  Vinstristjórn Jóhönnu Sigurðardóttir hefur
því svikið þjóðina rétt eins og gert var gagnvart þýzku þjóð-
inni árið 1919.

    Ólafur Ísleifsson hagfræðiprófessor gagngrýndi vinstri-
stjórnina harkalega á RÚV í gærkvöldi. Hann sagði að sýna
yrði fram á og  útskýra fyrir þjóðinni hver réttarstaða í mál-
inu sé. Skýra verði fyrir almenningi hvað hann hafi gert til
að verðskulda að taka á sig þessar byrðar sem ekki sé búið
að ganga frá hvað séu miklar. Ekki sé útskýrt hvernig kjör-
in af samkomulaginu mótist af aðstæðum hér og hryðjuverka-
lögunum sem Bretar beittu gegn þjóðinni. Jafnframt hafi ekki
verið skýrt frá því hversvegna þessi asi sé á málinu og hvers-
vegna verið sé að skrifa undir samninga um miðjar nætur.

   En auðvitað er öll þessi myrkraverk runnin undan rifjum
Samfylkingarinnar við að koma Íslandi inn í Evrópusambandið,
hvað sem það kostar. Ekki einu sinni var hugað að því í öllu
óðagotinu að rukka bresk stjórnvöld um vexti af þeim 50 mill-
jörðum sem legið hafa inni á breskum banka frá því í október.
Flatmagahátturinn er ALGJÖR. Og allt þetta skuli svo vera í
boði Vinstri grænna, þrátt fyrir öll stóru orðin fyrrum. Sviksemi
þeirra er ALGJÖR.  Annað stórsvikið á eftir hinum miklu svikum
þeirra í Evrópumálum. Enda kommúnistum ALDREI treystandi
fyrir þjóðarhagsmunum, ekki fremur en krötum, eins og nú er
rækilega komið á daginn.

   Alþingi Íslendinga getur fellt þennan nauðungarsamning, og
á að gera það.  Sérhver þingmaður ber skylda til þess. Þeir þing-
menn sem gera það ekki á að svifta þingmennsku fyriir að  fara
gegn þjóðarhagsmunum Íslendinga.

    Vel verður því fylgst með þingmönnum næstu daga...........

 


mbl.is Erfitt að skrifa undir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband