Berjumst af hörku gegn hinum íslenzka Versalasamningi!!
8.6.2009 | 00:41
Í dag verður tekinn fyrir á Alþingi Íslendinga mesti kúgunarsamningur
sem yfir íslenzka þjóð hefur dunið frá sjálfstæði hennar. Sannkallaður
Versalasamningur númer tvö. Þýzka þjóðin gerði uppreisn gegn sínum
Versalasamningi sem gerður var 1919. Það sama mun íslenzka þjóð
gera. Ef einhvern tímann hefði verið ástæða til þjóðlegrar uppreisnar
gegn þeim svikaöflum sem nú ganga erinda erlendra kúgunarafla þá
er það einmitt nú.
Það er tímanna tákn að það skyldi þurfa HREINRÆKTAÐA vinstrstjórn
kommúnista og krata til að gera atlögu að þjóðfrelsi og efnahag Íslend-
inga. Fyrst með aðildarumsókn að Evrópusambandinu, og nú með einum
versta fjárkúgunarsamningi, icesave, sem sögur fara af. Öllum þjóðrétt-
indum og hagsmunum Íslendinga fórnað á altari Brusselvaldsins. Frum-
prófið að ESB þreytt til að sýna og sanna hversu undirgefanleg íslenzk
stjórnvöld eru tilbúin að vera til að þóknast valdhöfunum í Brussel.
Nánast í EINU OG ÖLLU! Enda brosa Bretar og Hollendingar nú breitt.
Fengu nánast ÖLLUM sínum kröfum framgengt. - ESB er líka að takast
ætlunarhlutverk sitt, ef fram heldur sem horfir. Brjóta alla sjálfstæðis-
hvöt Íslendinga niður til að geta innlimað Ísland og hin dýrmætu auðlindir
þess í Stór-ríki Evrópu, og þar með veitt því afar mikilvægum aðgangsmiða
að hinum eftirsóttu norðurslóðum, þar sem miklar auðlindir eru að finna í
náinni framtíð.
Hin and-þjóðlega Vinstristjórn Jóhönnu Sigurðardóttir má því alls ekki
takast aðförin að fullveldi og sjálfstæði Íslands, né að kúga á þjóðina
þessum vítaverðan icesave-skuldaklafa SEM ÞJÓÐINNI ER ALGJÖRLEGA
ÓVIÐKOMANDI. Þetta hefði ENGINN gert nema alræmd óþjóðleg öfl eins
og kommúnistar og kratar í Vinstri-grænum og Samfylkingu.
Allir sannir þjóðfrelsis- fullveldis-og sjálfstæðissinnar verð því nú að
RÍSA UPP og berjast af HÖRKU gegn landssöluliði komma og krata.
Stríðið um FRJÁLST Ísland og efnahagslegt sjálfstæði þess er hafið!!!
Hugsanleg Icesave mótmæli á Austurvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Segir hin AUMINGJA KRATASÁL!!!!!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 8.6.2009 kl. 00:46
Benedikt minn. Ertu ekki í jafnvægi eins og hérlendir sósíaldemókratar núna? Veit jú að ykkur líður ekki mjög vel..........
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 8.6.2009 kl. 00:59
Komdu sæll
Má ég gerast svo djörf að spyrja hvað þú vilt gera í staðinn? Telurðu okkur ekki bera ábyrð? Telurðu að neita að borga sé raunhæf leið?
Mig langar líka að fá málefnalegt álit á eftirfarandi mismunandi skoðunum?
A. http://fridrik.eyjan.is/
B. http://www.visir.is/article/20090607/FRETTIR01/642505710/-1
C. http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/06/07/boda_til_fundar_um_greidsluverkfall/
D. http://larahanna.blog.is/blog/larahanna/entry/891985/#comments
Væri fróðlegt að heyra annars vegar málefnalega skoðun þína á upphafspistli Láru Hönnu og svo á mjög svo áhugaverðum pistli Bjargar F. athugasemd 4 (Björg F, 7.6.2009 kl. 12:28)
Takk fyrir
ASE (IP-tala skráð) 8.6.2009 kl. 01:03
Þau lofsungu loforðin fögru,
fyrir kosningar í röddunum - hrein.
Að bjarga börnunum okkar-
að gera ekki fjölskyldu mein.
En loforðin strax voru svikin,
fyrir raðherra stólana setu.
Hégóminn heljar tekinn,
og sannleikur úr húsinu rekinn.
Svo seldu þau þjóð mína,
í ánauð og neyða hana í neyð.
Og Íslenskri fjölskyldur setja í fjötrana mein,
svo fengu þau landinu í landinu drottna.
Hvert ungbarn er tekið og hlekkjað,
við hel þunga hamarsins stein.
Gert það að borga og borga,
því þrælinn er en ungur að árum,
en aldin hann verður að lokum,
þegar upp verða gerð þau gerræðis mein.
Því er þjóð mín nú svívirt og svikin,
fyrir Versala af verst gerð.
Fyrir níutíu árum síðan,
er Þjóðverjar lágu í stríðsins sárum
sá gjörningur sem þá var gjörður,
var af hinni verstu gerð.
Því læra ekkert landsfeður okkar,
af spjaldana skráðri sögu,
Því sálin var seld fyrir stólana setu
og hégóminn ræður þar för.
Svig.
Rauða Ljónið, 8.6.2009 kl. 03:50
Hér er smá reality check, sem ég pikkaði upp:
"Ein prósents fall í gengi krónunnar hækkar Icesave skuldina um 6400 milljónir króna. Því mun ríkið verja krónuna út í eitt, en vissan um það lætur spekúlantana græða á niðurgreiddum gjaldeyri þar til gjaldeyrisvarasjóðurinn klárast."
Það skyldi þó ekki vilja svo ólíklega til að krónan sé í fallhættu? Við ættum svo að vona að spekúlantarnir taki sér frí í svona 15 ár.
Jón Steinar Ragnarsson, 8.6.2009 kl. 04:07
Í fyrsta lagi eru mjög fáir núlifandi Íslendingar með alþjóðlegt fjárlæsi samanber sérstæðrar notkunar neysluverðtryggingar í fasteignverðtrygging íbúðar húsnæðis á Íslandi. Þetta er alveg með einsdæmum: Tyrkir notast við launleiðréttingu sem álíka vitlaust.
Í öðru lagi eru svokallaðir ES-sinnar ES=EU af virðingu við Sameininguna fyrir utan að vera á alþjóðlega mælivarða talna óglöggir með afbrigðum afskaplega ónákvæmir þegar þeir hafa eftir eða snara erlendum hugtökum yfir í íslensk orð. Það er argasti dónaskapur að bjóða fólki yfir meðalgreind að lesa "speculationir" þeirra. Spurning í heiminum er ekki hvaða gráðu hefur viðkomandi heldur hver útskrifaði. Það er alþjóðlegt offramboð af allskonar fræðingum.
Hvað álit íslenskir ES-sinnar hafa á stöðu Íslands inn Evrópu Sameiningarinnar skiptir engu máli, heldur hvaða ákvarðanir yfirmeðalgreindir forystumenn stofnanna ES taka og hvað álit þeir hafa á þörfum eyjaskeggja. Öllum þykir sinn fugl fagur.
Samningur sem er á borðinu er við hæfi Íslenskra stjórnavalda að mati ES.
Samkvæmt ES-samningunum er árás á eitt meðlimaríki árás á þau öll, öll uppfylla þau skilyrðislaust hollustunnar sem ES krefst. Strategy sér í lagi langtíma er ekki mikið mál fyrir yfirmeðalgreinda stofnannaforustu Miðstýrðu ES. Hinsvegar þekkist ekki þessi hugsun hér í stjórnsýslunni.
ASÍA [Kína] hefur tekið þann sess sem Evrópa hafði hjá USA. Það ætti öllum að vera orðið ljóst sem fylgjast með fréttunum á netinu: ekki ritskoðaðar. Evrópa er á hraðri niðurleið. Fyrrverandi nýlendur gömlu þrælahaldaranna gráta þurrum tárum. Hvernig verður ástandið í Evrópu eftir 7 ár? Í réttu hlutfalli við það sem kemur frá skilanefndum.
Evrópa eða ASÍA.
Ísland fyrir Íslendinga. Hraunið fyrir glæpalýðin.
Júlíus Björnsson, 8.6.2009 kl. 06:23
Í skýrslu Ríkisendurendurskoðunar um endurskoðun ríkisreiknings 2007 segir: „Fella ætti Tryggingasjóð innstæðueigenda og fjárfesta úr D-hluta ríkissjóðs. Sjóðurinn getur með engu móti talist eign ríkisins og það ber heldur ekki ábyrgð á skuldbindingum hans.“ (s. 9) Á s. 57 í sömu skýrslu segir: „Að mati stofnunarinnar eru ekki lagalegar forsendur fyrir birtingu sjóðsins í ríkisreikningi enda getur hann með engu móti talist eign ríkisins og það ber heldur ekki ábyrgð á skuldbindingum hans.“
Áhángendur þessarar ríkisstjórnar virðast eiga mjög erfitt þessa dagana. Íslenskum stjórnvöldum beri skylda til að verjast í þessu mikla hagsmunamáli þjóðarinnar og færa þennan ágreining inní dómssali, pólitískur samningur eins og sá sem ríkisstjórnin er búin að skrifa undir er uppgjöf og landráð.
Sigurbjörn Svavarsson, 8.6.2009 kl. 10:27
ASE. Eigum að standa fast á okkar þjóðarrétti og neita að undirgangast
þennan yfirgengilega skuldaklafa sem íslenzk þjóð ber ENGA ábyrgð á..
Eigum að gefa kost á að takast á við okkar andstæðinga innan dómssala,
eins og hér er bent á, enda þjóðarréttarstaða okkar mjög skýr.
Þakka svo ykkur öllum fyrir innlitið.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 8.6.2009 kl. 21:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.