Þjóðleg andspyrna loks hafin
9.6.2009 | 00:12
Mótmælin við Alþingishús Íslendinga í gær eru bara upphaf af
mikilli andspyrnu sem í uppsiglingu er meðal þjóðarinnar vegna
icesave-nauðasamninganna. Nauðasamninga, sem eru a.m.k
ígildi Versalasamninganna illlræmdu, sem ollu uppreisn þýzkrar
þjóðar gagnvart erlendri kúgun. - Því er alveg ljóst, að kröftug
barátta andspyrnuhreyfingar þjóðlegra afla er nú að myndast,
sem mun hrekja landsöluöfl komma og krata frá völdum, og
bjarga þannig fullveldi og sjálfstæði Íslands, og koma í veg fyrir
að íslenzk þjóð verði hneppt í efnhagslega ánauð erlendra afla
til frambúðar.
Eini kosturinn við þessar aðstæður er, að nú hefur eðli vinstri-
mennskunar afhjúpað sig í eitt skipti fyrir öll. Þannig að þjóðin
geri sig ekki oftar að alþjóðlegu viðundri við að kjósa svona
afdánkaða og and-þjóðlega vinstrimennsku yfir sig aftur. Einmitt
á þeim tíma sem hver þjóðin á fætur annari hafnar slíkri hugmynda-
fræði. Alveg sérstaklega á þetta við Vinstri græna, sem taka nú
hverja vinkilbeygjuna í stórmálinu á fætur öðru, sbr. Evrópumál og
nú í icesave-málinu. - Sem auðvitað átti alls ekki að koma á óvart,
hafandi hinn sósíaliska bakgrunn þeirra í huga.
Þegar sósíaldemókratar og kommar komast í þá aðstöðu að
mynda hreinræktaða vinstristjórn er ekki von á góðu. Flatmaga-
hátturinn og aumingjaskapurinn í því að verja ekki þjóðarhags-
muni, heldur beinlínis að gagna erinda og hagsmuna erlendra
aðila eins og Evrópusanbandsins í þessu tilfelli, ætti að leiða
mönnum í sanninn um, að slík öfl eru hættuleg þjóðinni. Öfl, sem
vert er að uppræta þegar í stað! Enda uppáhaldssöngur þeirra
Internationalinn..
Í nýafstöðum kosningum til Evrópuþingsins virðist einmitt gæta
þar þjóðlegrar mótspyrnu. Hin öfgafulla alþjóðahyggja vinstrimenn-
skunnar, sbr. sósíaldemókrata, tapa þar stórt, meðan þjóðleg öfl
sem andsnúin eru hinu skefjalausa samrunaferli innan ESB sækja
í sig veðrið. Öfl, sem hin ESB-sinnaða fréttastofa RÚV uppnefnir
sem hægri öfgaflokka. - Fréttastofa, sem ALDREI hefur talað um
vinstri-öfgaflokka, sem víða fyrirfinnast í Evrópu í dag, þ.a.m svo
sannarlega á þessu Evrópuþingi ESB, sem og á Íslandi.
Blekkingar, heimska og hótanir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.