Svona mönnum á að henda út úr Seðlabankanum !
12.6.2009 | 00:18
Aðalhagfræðingur Seðlabankans og yfirlýstur ESB-sinni segir
á ráðstefnu á vegum norska seðlabankans, að Ísland muni
lenda á evrusvæðinu áður en langt um liður. Sá hinn sami
situr í peningastefnunefnd Seðlabankans. Hvernig í ósköpun-
um getur maður í þessari stöðu gefið út slíka yfirlýsingu? Ekki
bara vegna þess, að hún er í hæðsta máta óraunsæ, evra
verður ekki tekinn hér upp innan 10 ára. Heldur og ekki síður
vegna þess, að svona yfirlýsing lýsir ALGJÖRUUM vantrúnaði
á íslenzka gjaldmiðlinum, og það á erlendri ráðstefnu um
peningamál. Er að furða að krónan sé nánast í frjálsu falli haf-
andi slíkan mann þar við stjórnvölinn? Svona manni á tafar-
laust að henda út úr Seðlabankanum, samfara algjörri hreinsun
þar innandyra, eins og mál hafa þróast þar síðustu misseri.
Svo óheppilega vildi til að á sama degi og aðalhagfræðingurinn
lætur þessa speki sína í ljós, yfirlýsir Seðlabanki Evrópu því yfir,
að hann óttist bankakrísu á evrusvðinu á næsta ári. 25 lykil-
bankar á evrusvæðinu séu nú þegar í miklum erfiðleikum. Þá
er mikill samdráttur á evrusvæðinu og kreppa þar framundan,
sbr. samdrátturinn í þýzka hagkerfinu, helsta og mikilvægasta
hagkeri evrusvæðisins. Upptaka evru við slíkar hrikalegu að-
stæður yrði því ekki fýsilegur kostur, eða hitt þó heldur!
Ljóst er að yfirstjórnendur Seðlabankans eru ALGJÖRLEGA
vanhæfir stjórnendur við hinar sérstöku aðstæður sem nú ríkja
á Íslandi. Búa þar í algjörum fílabeinstúrni. Enda þekkist HVERGI
meðal sjálfstæðra ríkja að yfirstjórnandi seðlabanka sé erlendur,
(Svein H Öygard) sem hefur þess vegna ekki hudsvit á íslenzkum
efnahagsmálum eða aðstæðum, auk annars stjórnenda sem tekur
þátt í að móta peningastefnu hans, (breska Anne Sibert) sem þar
að auki kemur frá ríki sem beitir okkur hryðjuverkalögum. - Þarna
er eitthvað meiriháttar að, sem mun kristallast enn frekar í því ef
vextir verða lítið sem ekkert lækkaðir næst, sem allt bendir til. Þá
hlýtur mælirinn að verða endanlega FULLUR!!!!. Hin and-þjóðlega
vinstistjórn Jóhönnu Sigurðardóttir verður þá hrakin frá völdum!
Þjóðin hefur GJÖRSAMLEGA FENGIÐ NÓG!!!
Moka þarf því nú ÖLLU þessu vinstraliði út, bæði úr ríkisstjórn
og Seðlabanka !!!!!!!! Íslenzkir þjóðarhagsmunir krefjast þess í
dag!!!!!!!!!
Telur Ísland stefna á evrusvæðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Algerlega sammála þér Guðmundur.
Þetta er að verða ALGER FARSI !!!
Hver höndin á eftir annarri - og uppi á móti hvorri annari - spriklar og dansar á viljalausum líkama manna eins og hún heldur að hún eigi að dansa til þess að fá náð fyrir augum elítunnar. Hagsmunir Íslands mæta alltaf afgangi og koma í síðasta sæti. Ekkert er mikilvægara en náðin fyrir augum elítunnar.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 12.6.2009 kl. 13:43
Einmitt Gunnar....
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 12.6.2009 kl. 17:46
Sem sagt af því maðurinn hefur ekki sömu skoðun og þú þá á bara að henda honum út! Og þú veist að það er verið að ráða nýjan seðlabankastjóra. Finnst þú vera farinn að verða full grimmur! Það er nú óvart ekki skoðanakúgun í gangi hér á landi. Ef að farið verður að reka fólk eftir skoðunum þeirra þá yrðu fáir eftir. Bendi þér á að margir sem sóttu um stöður Seðlabankastjóra eru fylgjandi aðild að ESB. En óvart þá hefur seðlabankastjóri ekkert með aðild að ESB að gera.
Magnús Helgi Björgvinsson, 13.6.2009 kl. 00:39
Nú er það hlutvek Seðlabanka Íslands að gæta myntar Íslands og að vinna og tala fyrir hönd gjaldmiðils Íslands. Hann á að sífellt að vinna að því að efla og styrkja peningamálastefnu landsins, hver sem hún er. Þetta er mynt íslendinga og hún verður það áratugi áfram. Ef þessi maður hefði verið í vinnu hjá seðlabanka Evrópusambandsins og talað svona undan gjaldmiðli hans þá væri hann ekki lengur í vinnu þar. Hann væri atvinnulaus. Þetta var ekki akademískt tal. Þetta var pólitískt tal og hjal.
Gunnar Rögnvaldsson, 13.6.2009 kl. 01:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.