Steingrímur J kann ekki að skammast sín !
5.7.2009 | 13:26
Árásir Steingríms J Sigfússonar fjármálaráðherra á Davíð Oddsson
vegna sunnudagsviðtalsins í MBL ber vott um að Steingrímur hafi
MJÖG vondann málstað að verja, og ætti því að skammast sín. En
kann það augljóslega ekki. Enda ekki að furða. Maðurinn sem búinn
er að setja öll Ragnars-Reykásarmet í kúvendingum í hverju stórmálinu
á fætur öðru, á s.l misserum og mánuðum. Sbr. það að vera orðinn
einn helsti icesave-sinninn og ESB-sinninn á Íslandi í dag.
Það ER ALVEG MEÐ ÓLÍKINDUM hversu einn maður hafi getað um-
snúist eins og skopparakringla í grundvallarviðhorfum til stærstu mála
í dag, og stjórnmálamaðurinn Steingrímur J Sigfússon. Formaður Vinstri
grænna. Sem nú gengur skósveina-erinda sósíaldemókrata á Íslandi
við að þjóðin ábyrgist skuldafen útrásrarmafíósa án neinna lagastöða,
eingöngu til að sósíaldemókratarnir hans í Samfyklingunni geti innlimað
Ísland í Evrópusambandið. Þvílík smán, aumingjaháttur og and-þjóðleg
afstaða Steingrímur J ! Orðinn að ALGJÖRU viljalausu verkfæri Jóhönnu
Sigurðardóttir, sem hikar ekki við að setja þjóðina á hausinn til að komast
í ,,sæluríkið" ESB. Sú SAMA Jóhanna sem ber 100% ábyrgð á bankahruninu
frá upphafi ti enda, en situr nú í umboði Steingríms J til að klára þjóðsvikin.
Ósvífin og ódýr afgreiðsla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Einu sinni var talað um að snúa Faðirvorinu upp á andskotann.
Annað hvort er Davíð haldinn Alzheimer af mjög alvarlegu stigi eða hann er svo ósvífinn að telja að Íslendingar séu þvílíkir kjánar að það sé hægt að bjóða þeim upp á hvað sem er.
Mætti þakka guðunum fyrir að Davíð er ekki ráðamaður á Ísalandi lengur. Hann hefur gert nógu mörg afglöp að það hálfa væri nóg!
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 5.7.2009 kl. 13:33
Ef Davið er haldinn Alzheimer, hvaða heilkennum er þá Steingrímur haldinn?
Minni þig svo á að Jóhanna er sá stjórnmálamaður sem hefur frá upphafi
komið að klúðrinu og virðist ætla svo að klúðra því með stæl þótt það
kosti þjóðargjaldþrot, með hjálp Steingríms og félaga!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 5.7.2009 kl. 13:39
Ég er nú einginn vinstri maður eða aðdáandi Steingríms en mér finnst hann nú hafa rétt fyrir sér í þessu tilfelli. Tími Davíðs er liðinn. Hann hafði bæði völd og tækifæri til þess að afstýra hruninu en gerði það ekki. Og það má meira að segja færa gild rök að því að hann hafi átt stóran hlut í því að valda þessu hruni.
Jón Bragi Sigurðsson, 5.7.2009 kl. 13:42
Þetta klúður á sér miklu lengri aðdraganda en að það sé hægt að segja að Jóhanna hafi komið að því frá upphafi. Ef einhver hefur verið viðriðinn klúðrið frá upphafi þá er það Dabbi gamli...
Kommentarinn, 5.7.2009 kl. 13:44
Ertu nú alveg viss um að hafa ekki sett vitlaust nafn í fyrirsögnina??
Ég held að svo sé. Það hlýtur að hafa átt að standa Davið Oddsson.
Hann var jú aðalleikarinn og stjórnandinn í leikritinu, sem endaði með ósköpum. Hann getur ekki komið núna og reynt að leika einhvern sakleysingja.
Ingunn Guðnadóttir, 5.7.2009 kl. 13:45
Ekki veit ég hvar höfundur hefur haldið sig síðustu misserin, að kenna Jóhönnu um bankahrunið, er svo mikil firra að það hálfa væri nóg. Ég spyr bara, hverjir voru það sem að nánast gáfu samflokksmönnum sínum bankana. Jú Davíð nokkur Oddsson (þú hlýtur að kannast við hann) og Halldór Ásgrímsson. Og hverjir voru það sem leifðu útrás bankana, jú DO og HÁ. Og svo vogarðu þér að kenna Jóhönnu 100% um bankahrunið. Vonandi eru ekki allir sjálfstæðismenn eins og þú, að kenna öðrum um sem þið hafið verið valdir að.
Hjörtur Herbertsson, 5.7.2009 kl. 13:53
Skil vel að ykkur vinstrisinnum, sérstaklega krata, finnst þetta sárt og
erfitt en kyngja. En kratar eru upphafsgerendur af þessu ÖLLU saman.
Illu heillu tókust að koma okkur undir þennan STÓRGALLAÐA EES samning
með stórgölluðum regluverkum ESB sem gaf útrásarmafíuósunum frítt spil.
Brugðust svo ALGJÖRLEGA í eftirlitshlutverki sínu í aðdraganda hrunsins,
berandi ábyrgð á banka--viðskipta og utanríkismálum og fjármálaeftirliti. Kórónuðu svo skömmuna að BREGÐAST ALGJÖRLEGA í allri málsvörninni. Og þennan skít og afglöp ætlar nú Steingrímur J og hans félagar að láta þjóðina hreinsa upp og borga, svo Jóhanna og Co fái gott veður inn í ESB. ÞVÍLÍKUR SKANDALL!!!
Þótt Davið hafi galla og gert mistök kemst hann samt ekki í hálfkvíst við
öll þau ósköp sem vinstristjórn hans og Jóhönnu ætla nú að leiða yfir
þjóðina.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 5.7.2009 kl. 13:59
Hjörtur. Útrás bankanna hefði ALDREI komið til hefðum við ALDREI gert þennan ANDSKOTANS EES-samning, heldur bara gert tvíhliða viðskiptasamning við ESB eins og Sviss gerði og gerir enn. Hvorki EES né
ESB er hannað fyrir ÖRÞJÓÐ eins og okkar. Það skilið þið ekki þessir ESB-sinnar. Enda nú allt komið til andskotans út af stórgölluðu regluverki ESB!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 5.7.2009 kl. 14:04
Guðjón er þér þetta sæmandi að beita hér persónuníði gegn Davíð, eða kemur það til af því einu, að þú átt engin gagnrök gegn hans ýtarlegu röksemdafærslum fyrir því, að Íslandi BER EKKI AÐ NEINUM LÖGUM AÐ BORGA Icesave-skuldahala Landsbankans?
Þeir, sem geta ekki skrifað málefnalega um þessi kjarnaatriði, dæma sjálfa sig og sinn eigin málflutning úr leik.
Talið um málefnið, ekki eitthvað allt annað, meðan yfir þjóðinni hangir sú hætta, að svikarar leggi á hana skuldbindingar um hundruð milljarða króna, sem við eigum þó EKKI að borga í reynd.
Jón Valur Jensson, 5.7.2009 kl. 14:05
Davíð ber alla ábyrgð á falli íslands. Það er óheiðarlegt að halda því fram að Steingrímur J eða Jóhanna Sig hafi einkavætt bankana. Fólk veit betur og á að skammast sín að eilífu og ekki að blanda sér í umræður fólks sem er að reyna að borga skuldirnar eftir þessa óreiðumenn. Að voga sér að halda því fram að Steingrímur J hafi komið okkur á kaldan klaka er hreinn viðbjóður. Ég er ekki vinstri Grænn og ég man einkavæðinguna og hver var forsætisráðherra og fjármálaráðherra þá og ég man hver var seðlabankastjóri og forstjóri fjármálaeftirlits þegar allt hrundi hér. Skammist ykkar að kenna öðrum um en þeim sem sökina á.
Tryggvi Marteinsson (IP-tala skráð) 5.7.2009 kl. 14:12
Takk fyrir þitt góða innlegg Jón Valur. Oft er reynt að hengja bakara fyrir
smið. Kratarnir BERA 100% SÖK Á ÞVÍ HVERNIG KOMIÐ ER FYRIR ÍSLANDI
Í DAG með sinni and-þjóðlegri stefnu og markmiðum..
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 5.7.2009 kl. 14:13
Tryggi. Mátt ekki gleyma kjarna málsins. ALLT þetta ANDSKOTANS rugl gat
gerst vegna hins STÓRGALLAÐA EES-samnings sem kratar börðust almest
fyrir. Hefði hann ALDREI verið gerður hefði staða okkar ALDREI orðið eins og
hún er í dag. Ég var á sínum tíma ALFARIÐ á móti þessum EES-samningi
og vildi tvíhliðasamning við ESB sbr Sviss.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 5.7.2009 kl. 14:19
EES samningurinn er ekki sökudólgurinn. Ef þú manns Guðmundur þá var EES samningurinn unirritaður 1992 minnir mig. Bankarnir voru einkavæddir 2002 eða 3. Það var Ríkisstjórnar Sjálfstæðismanna og Framsóknar að skapa hér reglur til að fylgjast almennilega með þessum bönkum eftir að þeir voru einkavæddir. En nei skv. samþykktum Landsfundar Sjálfstæðismanna þá trúðu þeir á að fyrirtæki og bankar mundu sjálf ástunda eftirlit þ.e. innra eftirlit og sá þar með til þess að skapa ekki óþarfa áhættu. Allar þjóðir í EES hafa leyfi til að setja reglur umfram þessa ESB tilskipun. Davíð og aðrir í seðlabankanum höfðu fullt af tækifærum til að bregðast við t.d. 2006 og 7 þegar Davíð segir að hann hafi farið að hafa áhyggjur.
Bendi þér á hvernig góður seðlabankastjóri vinnur. Þetta gerð Seðlabankastjórinn í Líbanon (af öllum löndum!)
Magnús Helgi Björgvinsson, 5.7.2009 kl. 15:11
Nákvæmlega Magnús. Þarna liggja mistökin og súrrealískt að kenna EES um. Það er svona eins og að kenna bílaframleiðanda um þegar ökumaður stímir á tré. En Guðmundur er of blindur í kratahatri sínu til að sjá raunveruleikann.
Páll Geir Bjarnason, 5.7.2009 kl. 15:28
Það er AFAR skiljanlegt að þið kratar viljið sem minnst af þessum STÓRGALLAÐA EES samningi vita og stórgallaða regluverki ESB sem
þeir hafa loks viðurkennt. Við hefðum ALDREI átt að gera þennan
EES-samning, heldur vera skynsamir eins og Svisslendingar, gera
tvíhliða samning við ESB á OKKAR FORSENDUM okkar örsmá hagkerfis
okkar. Svo brugðust þið kratar GJÖRSAMLEGA ÖLLU eftirhlutsverki ykkar
í aðdraganda bankahrunsins, og allt fór til andskotans. Ætli svo að
VOGA ykkkur að sækja um aðild að ESB þegar þjóðin er nánast gjaldþrota.
Fara á fjórum fótum flatmagandi fyrir samninganefndina í Brussel.
Þvílík samningsstaða verður það! Ættið að skammast ykkar hvernig þið
kratar hafið farið með íslenzku þjóðina!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 5.7.2009 kl. 16:23
Fáránlegt Skúli að þakka Steingrími að koma skuldinni á ábyrgðinni yfir á mig og þig. SEM ENGA ÞÁTT eigum í henni og ÞVÍN SIÐUR að okkur beri að
greiða. FURÐULEGT hugafar og viðhorf út í hróa hött! En, svona hugsið þið
sósíalistanir. Þjóðnýtið skuldafen vikingamafíósa þeim til bjargar, en
þjóðinni til bölvunar.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 5.7.2009 kl. 19:39
Þetta drottningarviðtal Agnesar Bragadóttur við Davíð Oddsson gengur kannski vel í einfalda fylgismenn Sjæálfstæðingsflokksins. Þeir hafa fram að þessu ekki verið þekktir fyrir að gera miklar kröfur.
Jón Valur: fyrri ummæli mín eru fjarri því að vera persónuníð. Davíð virðist annað hvort vera einstaklega gleyminn á staðreyndir atburðarásarinnar og hv að hann hefur sagt og gert. Þess vegna set eg spurningu um hvort hann sé haldinn Alzheimer á háu stigi - eða að hann sýni af sér einstaka rætni að koma höggi á gamla andstæðinga sína í pólitík.
Greinilegt er að Davíð er komið kvöld, hann er ekki þessi geðríki baráttujaxl sem hamaðist mest að greiða götu frjálshyggjunnar. Nú hafa verið af honum reittar nánast allar skrautfjaðrinar og þessi síðasta tilraun vina hans að hefja hann á nýjan leik á stall í pólitískri umræðu er dæmd til að mistakast!
Hver heilvita Íslendingu sér í gegnum svona þvaður.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 5.7.2009 kl. 20:12
Til að það sé á hreinu Guðjón er ég EKKI sjálfstæðismaður eða sérstakur
aðdándi Davíðs. Hins vegar blöskrar mér hvernig Steingrímur J hefur
GJÖRSAMLEGA umsnúist í grundvallarmálum, þannig að ekki er steinn yfir
steini. Bara til að þóknast krötunum sínum, sem nánast BERA ALLA ÁBYRGÐ
á þessu icesave-máli frá upphafi til dagsins í dag. Komast ekki í hálfkvíst
við Davið að mínum dómi. Kóróna svo alla þessa andskotan icesaveklúður
með því að skipa MÉR pg ÞÉR að borga og hreins upp skítinn eftir mafíósa-
víkinginganna. MÉR BLÖSKRAR ÞAÐ HELVÍTIS HELVÍTI Guðjón og MUN
ALDREI SAMÞYKKJA ÞÁ KUGUN OG GLÆP, hvorki gagnvart sjálfum mér
eða minni saklausri þjóð. Það er KJARNI þessa máls og ástæða fyrir
reiði minni og heift út í AUMINGJASKAP þeirra em nú sitja í ríkisstjórn
Íslands.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 5.7.2009 kl. 20:26
Magnús og Páll, var seðlabankinn í Líbanon ekki í allt annari stöðu í okt og til og með des. var hann ekki í þeirri stöðu að geta gripið inní áður en vandamálið kom þangað, bankastjórar og aðrir víkingar hér lugu að seðlabankanum Íslenska og FME var undir Samfylkingunni, þetta er auðvitað mikklu flóknara dæmi en svona að það sé annaðhvort Davíði eða Ingibjörgu/Jóhönnu að kenna.
Ég er sammála því að við áttum ekki að gera samninga við EES og allra síst samninginn um Shengen.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 5.7.2009 kl. 21:03
Einmitt Högni. EES-samningurinn og Shengen voru stórkosleg mistök!!!!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 6.7.2009 kl. 00:47
Ég er alveg sammála því að steingrímur og co. virðast vera aðeins of bráðlát við að borga eða skuldbinda þjóðina við þennan stóra icesave samning en var fyrri ríkisstjórn ekki búinn að skuldbinda okkur við það að borga þetta kjaftæði fyrir löngu?
Ég sem er venjulegur borgari með góða atvinnu vil ekkert frekar en að þessum mönnum sem að þessu hruni komu verði sendir í steininn í minnst 5 ár mest 150 ár, og vinstri stjórn virðist vera sú eina til að framkvæma þá hluti þó hún hafi ekki beinlínis sýnt það nú undanfarið.
Bendi á það að ég hef alltaf kosið XD nema nú seinast.
Hermann, 6.7.2009 kl. 01:17
EES samningurinn lagði grundvöllinn fyrir Efnahagskreppunni sama hvernig litið er á málið, en á sama tíma þá lagði EES samningurinn grundvöllinn fyrir góðærinu líka. Kreppa er einfaldlega fylgifiskur góðæris.
Það er í raun tilgangslaust að eyða púðri í að pæla í hvernig hlutirnir hefðu gengið upp ef við hefðum gert þetta og hitt öðruvísi, ef við hefðum gefið skít í Jón Baldvin og EES og farið í samstarf með Sviss um tvíhliða verslunarsamninga, ef við hefðum aldrei skipt upp FME og SÍ, ef við hefðum aldrei einkavædd bankana o.s.frv.
Það er sem hefur gerst er búið, það er ekki hægt að breyta því.
Það sem á að eyða púðrinu í núna er að reyna koma vitinu fyrir þessa ríkisstjórn sem virðist vera að gera allt öfugt miðað við það sem hún ætti að vera að gera.
Jóhannes H. Laxdal, 6.7.2009 kl. 02:20
Bankahrunið hér er ekki neinum einum flokki eða persónu að kenna, þótt vissulega beri sumir meiri ábyrgð en aðrir, og þá fyrst og fremst þeir sem stjórnuðu bönkunum!
Það sem mér finnst með öllu óþolandi er hvernig Samfylkingin laumast frá þeirri - MIKLU - ábyrgð sem hún ber á stjórnarfari síðustu ára, og það virðist tabú að minnast á það í öllum fjölmiðlum. Gleymum því ekki að viðskiptaráðherra var Samfylkingarmaður, utanríkisráðherra líka og ég tel að hún hafi ráðið ansi miklu í ríkisstjórnarsamstarfinu, þrátt fyrir að margir telji Sjálfstæðisflokkinn hafa öllu ráðið og beri því ábyrgð á öllu.
Ég er ekki að segja að þeir beri ekki líka ábyrgð, en finnst óþolandi hvernig Samspillingin kemst stikkfrí frá sínu.
Um pólitíska vindhanann Steingrím J. er það eitt að segja að Bylur hæst í tómri tunnu. Maðurinn sem árum saman hefur ausið gífuryrðum úr ræðustól Alþingis er nú einn valdamesti maður þjóðarinnar og hvað gerir hann? Lyppast niður fyrir erlendri andstöðu og gefst upp, en reynir um leið að fela eigið getuleysi með því að segja að ekkert annað sé hægt að gera, þetta sé allt Sjálfstæðisflokknum að kenna.
Hrikalega er maður orðinn þreyttur á þessum frasa - finnið eitthvað annað.
Whatsername (IP-tala skráð) 6.7.2009 kl. 13:13
Ég var á alveg ljómandi skemmtilegum og athyglisverðum miðilsfundi um daginn. Þar kom fram maður sem kvaðst hafa verið uppi í Þýskalandi framundir miðbik tuttugustu aldar og heita Adolf (Hitler eða eitthvað svoleiðis í eftirnafn). Hann sagðist alla tíð hafa séð fyrir að heimstyrjöldin seinni myndi enda með ósköpum og í viðræðum sínum við Göring og Himmler hefði hann sagt á þá leið að "þið getið herjað og eyðilagt allt í Póllandi og Rússlandi en þið hafið ekkert leyfi til þess að eyðileggja Þýskaland fjárarnir ukkar"!
Samt hefði verið látið alveg fáránlega illa við sig og vondir menn hefðu sótt að sér með vopnum og reynt að flæma sig útúr einhverju seðlabankalíku vel steyptu byrgi þar sem honum fannst hann eiga svo vel heima og vera þjóð sinni til gagns og sóma þar sem hann sat...
Jón Bragi Sigurðsson, 9.7.2009 kl. 12:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.