Aðildarviðræður sjálfhættar !
6.7.2009 | 00:17
Í ljósi þeirra gríðarlegu skulda sem ríkið og þjóðarbúið virðist
vera komið í, og enn hrykalegs skuldafens ef icesave-klúðrið
bætist við, hljóta aðildarviðræður að ESB sem vinstristjórn
Jóhönnu Sigurðardóttir stefnir að, að vera sjálfhættar. Bæði
vegna þess að ríkisskuldir eru komnar langt framyfir þá staðla
sem ESB setur um aðild. Og þá ekki síst líka, að ENGINN þjóð
sem nálgast þjóðargjaldþrot, eins og Íslendingar gera í dag,
færi á slíkum fjórum fótum flatmagandi til samninga við eins
hrokafulla og óbilgjarna valdhafa og þá í Brussel. Það hlýtur
að segja sig sjálft, að samningsstaðan í tilfelli Íslands nú er
ENGIN.
Ábyrg stjórnarandstaða hlýtur nú eftir helgi að fara fram á
að framkomin tillaga um umsókn Íslands að Evrópusamband-
inu, verði dregin til baka, eða frestað um ókominn tíma. Því
EKKERT útlit er fyrir að Ísland uppfylli skilyrði um ESB-aðild
næstu árin, eða næstu áratugi, ef vinstristjórnin nær því fram
að samþykkja icesave-skuldaklafann.
Þá yrði það æpandi mótsögn þar að auki ef Ísland færi að
sækjast eftir aðild að því fyrirbæri sem lagt hefur nær allt
efnahgskerfið í rúst, einmitt vegna stórkostlegra galla í
sjálfu regluverki þess......
Það er kominn tími til að Jóhanna Sigurðardóttir og allt
hennar óþjóðholla landssölulið, sem sett hefur Ísland nánast
á hausinn, verði stöðvað, ásamt því að það verið látið sæta
ábyrgð, ásamt útrásarmafíósunum. OG ÞAÐ ÞEGAR Í STAÐ!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll Guðmundur, núna eru hollenskir sparifjáreigendur að fara í mál og það þýðir að ná á Ísland enan annan kost en að verjast.
Stefán Már var búinn að vara við þessu en stjórnvöld hlustuðu ekki.
Sigurður Þórðarson, 6.7.2009 kl. 00:22
Nákvæmlega félagi Sigurður!!!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 6.7.2009 kl. 00:26
Sannaðu til kæri Guðmundur
- sannaðu til að Safylkinginni er ANDSKOTANS sama um ALLT sem varðar þjóðarhag. "Hvað varðar okkur um þjóðarhag" lýsir út um alla Samfylkinguna sem hennar leiðarljós. Gersamlega ábyrgðarlaus stjórnmálasflokkur sem enginnn flokkur getur unnið saman með. Rotinn frá rótum sem eitað illgresi. Þeim er alveg fjandans sama um Ísland. Samfylkingin er pólitísk eiturnaðra sem er bíun að handjárna alla pólitíska umræðu á Íslandi inni í læstum handjárnum Evrópusambandsins. Þetta er óþolandi! Gersamlega óþolandi!!
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 6.7.2009 kl. 01:56
Við höfum ekki efni á EU regluverkinu eða þroskuð hagfræðilíkani skortandi ofurþjóðarlíkama svo sem fjármálkerfinu, ríkiseinkavæðing til að varpa skattheimtu á einkaaðila, ábyrgðalausum keðjufyrirtækjum sem borga lá laun og enga skatta.
Hvað sparast mikið við að segja upp aðild að Senghen og EU? Allt báknið sem tengist þessu á Íslandi:: kostnaður sem gæti bætt kjör margra greitt lyf.
Júlíus Björnsson, 6.7.2009 kl. 04:18
Hvað kostar einn EU sérfræðingur Ísland á mánuði?
Júlíus Björnsson, 6.7.2009 kl. 04:20
Held Gunnar Rögnvaldsson að þú sért nú ekki alveg að skilja stöðuna hér þarna út í Danmörku!
Málið er að hér á landi er fólk að upplifa að kerfi sem við höfum haft er svo veikt að kannski 5 til 6 bankastjórar og /eða eigendur geta sett landið á hliðina á nokkurm árum. Fólk vill að hér verði breytingar. Og m.a. er ESB möguleiki. T.d. væri vert að horfa í það að í dag er fullunnin fiskur frá okkur tollaður á EES svæðinu. Þetta kemur í veg fyrir mikla atvinnumöguleika hér! Við inngöngu í ESB mundu þessir tollar falla niður. Eins á þetta við um kjöt. Ekki mundi okkur nú veita af því að geta skaffað atvinnu, auka virði fisksins og kjötsins fyrir okkur!
Magnús Helgi Björgvinsson, 6.7.2009 kl. 10:19
Helgi minn.
Þú veist ofurvel að ef bankakerfi Íslands hefði ekki farið á hliðina í höndum glæframanna undir aumkunarverðri, vesælli og fermingardrengjalegu umsjá Samfylkingarinnar, þá væru lítil sem engin vandamál á Íslandi í dag.
Þú veist einnig ofurvel að ekkert ríki hefur orðið ríkara, sterkara og betra á því að ganga í ESB. Þau hafa einmitt, ef eitthvað er, öll verið betur sett án þessa gamaldags tröllatollabandalags og skriffinnskuveldis. Það er einmitt þessvegna sem öll ríki ESB eru að þrotum komin í dag og það alveg án þess að öll bankakerfi þeirra hafi farið á hliðina.
ESB er hið komandi stórríki fátæktar Evrópu. Ekkert getur lengur komið í veg fyrir það. Það hefur hin vesæla og aumkunarverða þróun í ESB hins síðustu 30 ár tryggt og innsiglað.
Gunnar Rögnvaldsson, 6.7.2009 kl. 12:30
Magnús minni. Minni tollar af fullunnum fiski til ESB förum við þangað inn
er til litils, þegar kvótinn verður meir og minna kominn í hendur útlendinga,
með tilheyrandi atvinnuleysi og efnahagshruni ofan á ósköpin í dag, sem
kenna má að verulegu leyti stórgölluðu reglsuverki ESB gagnvart eins
litlu og fábrotnu hagkerfi og okkar.
Takk fyrir Júlíus og Gunnar fyrir ykkar innleg hér..........
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 6.7.2009 kl. 21:28
Minni tollar af fullunum fiski. Tómatar komu í hlut Spánverja, Alifuglar í hult Pólverja,....
Hliðskipunarmarkmið eru í umsjá Nefndarinnar. Ísland er undantekning liggur utan Netdreifkerfisins sem er grunn allrar milli meðlimaríkja samkeppni inna EU.
Sá sem ræður Seðlabanka EU og Fjárfestingarbanka EU, ræður miklu um hvernig hlutir ganga fyrir sig á Eyrinni.
Ef Íslendingar vilja sitja að fullvinnslunni, þá fer Ísland að græða rosalega mikið og fullvinnsla minnkar á meginlandinu.
EU er byggt á hagfræði stýrikerfi kallað Lissabon samningurinn. Búið að vera setja hann fram í litlum pökkum í mörg ár.
Í raun undir dulargerfi miðstýrt feudalkerfi með hliðskipun að hætti kommúnista.
EU er stærsta froða sem nokkru sinni hefur komið fram. Meiri en 30 ára skiplögð skammtímaminnis, rökhyggjuleysis innræting/innlögn uppeldiskerfisins. me me me me me
Júlíus Björnsson, 6.7.2009 kl. 22:29
Ekki halda að það stoppi þau í EU skollaleiknum Guðmundur, þó við séum komin niður í mílu-djúpa skulda holu og samningsstaða okkar engin. Við skulum inn!?
Elle_, 6.7.2009 kl. 22:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.