Eldur í Valhöll meðan ESB-umræðan hámarkast!


   Táknrænt. Valhöll á Þingvöllum brennur meðan ESB-umræðan
á Alþingi er í hámarki.  Meðan landssölulíðurinn gerir alvarlegustu
atlögu að fullveldi og sjálfstæði  þjóðarinnar frá upphafi.

   Sorglegt, en umhugsunarvert !

  
mbl.is Skíðlogar í Valhöll á Þingvöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rauða Ljónið

Nú reiddust Goðin þegar svíkja á þjóðina.

Rauða Ljónið, 10.7.2009 kl. 16:57

2 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Er þetta meint sem alvöru innlegg í umræðuna?

Hjálmtýr V Heiðdal, 10.7.2009 kl. 17:00

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sorglegt, en umhugsanarvert Hjálmtýr!!!!!!!!!!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 10.7.2009 kl. 17:01

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Það er allavega miklu betra og heilbrigðara að trúa á goðin gömlu heldur en á spillingarbælið Brussel með sínum 170.000 manna her af skriffinnum og já-já fíklum sem eru vel á veg komnir með að eyðileggja heila Evrópu á aðeins 30 árum með kúlupennum og niðurbroti þjóðanna. Einungis af því að þeir fá vel greitt fyrir það.

Hyski

Gunnar Rögnvaldsson, 10.7.2009 kl. 17:08

5 identicon

Var það ekki nákvæmlega þennan dag, 10. júlí, sem sumarbústaður forsætisráðherra brann á Þingvöllum fyrir 39 árum?

Geir Guðmundsson (IP-tala skráð) 10.7.2009 kl. 17:12

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þá er bara ein Valhöll eftir að brenna...

Guðmundur Ásgeirsson, 10.7.2009 kl. 17:12

7 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Nú vantar bara að Samfylkingin kveiki í Alþingishúsinu. Þá væru hræðslu og óttaherferð Samfylkingarinnar fullkomnuð. Samfylkingin hefur kynt elda undir ótta almennings frá því hrunið varð í október. Spinnur vef sinn á ótta almennings. Annars hefði þetta andskotans ESB mál ekki séns

Hyski

Gunnar Rögnvaldsson, 10.7.2009 kl. 17:13

8 identicon

Þetta kofaræksni hefur aldrei verið neitt augnayndi. Bruninn er vonandi táknrænn fyrir endalok uppblásinnar, innantómrar þjóðrembu.

Valur Bj. (IP-tala skráð) 10.7.2009 kl. 17:20

9 Smámynd: Finnur Bárðarson

Röng Valhöll brann, veit ekki hvort hægt er að kveikja í grjóti Gunnar, en má reyna en sé ekki hvað það kemur Samfó við sérstaklega við nema þeir eigi góðar eldspýtur. Sjálfstæðisflokkur og Framsókn eru tilbúnir með slökkviliðið eins og þeir hafa sýnt síðustu 18 árin

Finnur Bárðarson, 10.7.2009 kl. 17:24

10 Smámynd: Umrenningur

Ætli sé nokkur von til þess að Forseti Alþingis fresti þingfundi fram yfir bruna, þó ekki væri til annars en að sína örlítin vott af virðingu við sögu og menningu þjóðarinnar. Líklega til of mikils ætlast af samspillingarhyski og kvislingum.

Umrenningur, 10.7.2009 kl. 17:27

11 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

goðin hafa valið Valhöll, frekar en annað hús, til að mótmæla framgöngu Sjálfstæðismanna

Brjánn Guðjónsson, 10.7.2009 kl. 17:28

12 Smámynd: Finnur Bárðarson

Goðin reiddust, afsakið meðan ég ... en Brjánn rétt hjá þér

Finnur Bárðarson, 10.7.2009 kl. 17:30

13 Smámynd: Rauða Ljónið

Í dag átti að svívirða og þjóð mína svíkja ,

af ESB verstu gerð, en þau Goðin reiddust.

Á táknrænum hætti tendruðu loga

á Íslenskan helgasta vorum stað,

Valhöll var að vítisloga.

En land mitt verður að eilífum loga

ef fullveldið verður úr landinu selt.

Rauða Ljónið, 10.7.2009 kl. 17:46

14 Smámynd: Finnur Bárðarson

Eru menn farnir að lesa fornsögurnar allt í einu ? Annars snoturt ljóð Rauða Ljón.

Finnur Bárðarson, 10.7.2009 kl. 17:52

15 identicon

Goð eru bara hugarburður eða  útskornar styttur . Þau geta ekkert framkvæmt eða gert í þessum heimi !

enok (IP-tala skráð) 10.7.2009 kl. 20:10

16 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Mikil er trú þín enok!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 10.7.2009 kl. 20:13

17 Smámynd: Júlíus Björnsson

Tautological umræða SamFó er lágkúra og til skammar þjóðinni.

Júlíus Björnsson, 10.7.2009 kl. 20:32

18 Smámynd: Júlíus Björnsson

Hollusta eru kostur í EU.  Óhollustan er alstaðar fyrirlitinn. Á lægri lífskjörum á Íslandi innlimaðs munum við spjara okkur betur það er ekki málið? 

Júlíus Björnsson, 10.7.2009 kl. 20:35

19 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Held að menn ættu nú að slappa af. Það var nú umræða fyrir 3 árum um að Valhöll væri að hruni komið hefði ekkert sögulegt gildi var búið að vera í einkaeign heil lengi en fór á hausinn og Ríkið keypti það. Það hefur verið talað um að hótelrekstur ætti ekki við á þessum stað og verið rætt um að rífa það.

Þannig að heilagleiki manna hér er nú ekki viðeigandi.

Þjóðgarðsvörður sagði einmitt í fréttum áðan að það hafi verið ósk manna að draga heldur út þessum hótelreksri. Það er vegna þess að Þingvellir eru á náttúrumynjaskrá Unesco og hótel á miðju svæði er ekki við hæfi.

Magnús Helgi Björgvinsson, 10.7.2009 kl. 20:49

20 Smámynd: Elle_

Blessaður Guðmundur og haltu bara þínu striki um hvað þér finnst.

Elle_, 10.7.2009 kl. 21:22

21 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Alveg DÆMIGERT með ykkar and-þjóðlegu viðhorf sósíaldemókrata Magnús. EKKI EINU SINNI ÞINGVELLIR ERU YKKUR HEILAGIR!!!!!!!!! 

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 10.7.2009 kl. 21:40

22 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Goðin reyddust. Það er alveg ljóst.

Það að þetta gerðist einmitt á þessum degi er fyrir mér táknrænt! Hverjir voru sem störtuðu þessu öll ef ekki Sjálfstæðismenn?

Ég gef nú lítið fyrir andstöðu þeirra gegn inngöngu. En það má kannski nota þá til þess að hafa smá mótvægi gegn þessu ESB rugli öllu þarna á þingi.

Húsið var svo sem að hruni komið en var samt í mínum augum ekkert ljótt. Mér hefur fundist skemmtilegt að til hafi verið Hótel í húsi svona útlítandi. Svolitið íslenskt ef svo má segja.

Hinsvegar er hér komið tækifæri til að byggja þarna upp alvöru samkomustað og endurreisa Þingvelli í hugum fólks. Staðurinn er mér mjög heilagur og alltaf eitthvað mjög sérstakt og séríslenskt að koma þangað.

Guðni Karl Harðarson, 10.7.2009 kl. 23:08

23 Smámynd: Júlíus Björnsson

Sjóvá er það sníkju-auðmagns fyrirtæki? Hvað þarf marga íbúa til að standa undir kostnaðar litlu tryggingarfyrirtæki?

Júlíus Björnsson, 10.7.2009 kl. 23:13

24 Smámynd: Júlíus Björnsson

Hvað á Sjóva mikin hlut í Íslenskum skuldsettum útgerðarfyrirtækjum?

Gjaldþrot eiga oft rétt á sér. Eins dauði er annars brauð.

Júlíus Björnsson, 10.7.2009 kl. 23:16

25 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Guðmundur Þingvellir eru náttúrulega perla sem geymir sögu okkar en Valhöll var hótel í einkaeign mestan tíman af því sem það var þarna. Var það ekki Jón Ragnarsson sem átti þetta. Þetta hús var tekið út eins og ég sagði fyrir nokkrum árum og þótti ekki þess virði að gera upp. Það saman stóð af ósamstæðum byggingum sem var búið að byggja þarna við. Þó flestum hafi þótt bustirnar fallegar voru þær aðeins smá hluti af þessu.

1998 taldi húsafriðunarnefnd að hótel Valhöll, Þingvöllum, hefði ekki nógu mikið menningarsögulegt gildi til að nefndin leggði til við ráðherra að húsið yrði friðað. Í skýrslu á vegum forsætisráðuneytisins frá 2006, segir: Valhöll er í dag samsafn bygginga af ólíkum toga og frá ýmsum tímum. Lagt var til að Valhöll yrði þá rifin og reist ný bygging á grunni hennar

Magnús Helgi Björgvinsson, 10.7.2009 kl. 23:59

26 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Hér er ljóðið mitt vegna málsins:

Í dag átti þjóð mína að svivirða og svíkja,

því svarrar í gömlum Goðum 

í ESB samband of margra ríkja,

Og gerræði manna að voðum.

Hér grætur Ísland heitum tárum,

á helgasta íslenskum stað,

og landið stendur eftir í sárum,

en Goðin þau segja nei við það.

Hér logar mikið við Valhöll 

vargold þau segja verkin vera

Þau mættu því við á þingvöll

Því gamla ástkæra landið skildi verja

Ég er ánægður með allt nema síðustu línuna. Einhver til í að laga hana?

Guðni Karl Harðarson, 11.7.2009 kl. 00:22

27 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Drýp höfði  Guðni fyrir þessum meiriháttar orðum!!!!!!!!!!!!!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 11.7.2009 kl. 00:44

28 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Kærar þakkir Guðni !

Gunnar Rögnvaldsson, 11.7.2009 kl. 00:58

29 Smámynd: Dexter Morgan

Shit maður, ég sem var að vonast eftir að þetta væri VALHÖLL, sko Valhöll þeirra Sjálfstæðismanna. Þeir hafa verið að halda vel heppnað partý vegna velgengninnar við að koma timburmönnunum úr ICESLAVE partýinu yfir á þjóðina. Ég hélt, og vonaði, að þarna myndu haugur af útnáravíkingunum brenna inni, ásamt fyrrum forystu flokksins og einstaka starfsmenn flokksins, góðvinir flokksins, skríbentar flokksins, hæstaréttadómarar flokksins og fleiri og fleiri.

En hvað kemur svo í ljós; gamall húskofi á þingvöllum brennur, ekkert annað,,,,,, vonbrigði fyrir mig, vonbrigði fyrir alla þjóðina, - sko að fyrri hugdetta mín væri ekki staðreyndin.

Dexter Morgan, 11.7.2009 kl. 00:58

30 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Dexter Morgan. Hvað eru erlendir vinstrisinnaðir róttæklingar að tjá sig hér
með MJÖG ÓSMEKKLEGUM HÆTTI á þessu bloggi mínu, um helgasta stað ÍSLENDINGA? Mátt þakka fyrir að vera ekki hent hér út fyrir MJÖG and-þjóðleg viðhorf í garð íslenzkrar þjóar, svo  ekki sé meira sagt! 

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 11.7.2009 kl. 01:10

31 Smámynd: Dexter Morgan

Þér finnst sem sagt; að allir þeir sem bera ábyrgð á því að klína hruninu beint á hin óbreytta borgara þessa lands, bara í góðu lagi. Það voru mín skrif, ef þeir sem vilja skilja þau lesa þau. Annað ekki. Ég sé bara ekkert "ósmekklegt" við það að benda á þá staðreynd að þarna voru að verki örfáir menn í valdaskjóli sjálfstæðisflokksins og framsóknarflokksins og sjúga út úr peningageymslum þjóðarinnar hvern eyri og skyldur þessar sömu geymslur fullar af lánum í þokkabót. Allt verðum við, hin venjulegi Jón og Gunna þessa lands að greiða, með einum eða öðrum hætti. Ef það kallast "and-þjóðfélagslegt" að ræða um það, þá veður bara að hafa það. Ég geri það samt. Og hananú.

Dexter Morgan, 12.7.2009 kl. 00:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband