Er ekki loks nú grundvöllur fyrir róttækan flokk þjóðfrelsissinna ?


   Hin dapurlega niðurstaða á Alþingi Íslendinga í gær um
að sækja um aðild að Evrópusambandinu kallar á tvennt.
Sterka ÞJÓÐLEGA andstöðu gegn aðild  Íslands að ESB.
Og tilkomu róttæks flokks þjóðfrelsissinna, til að fylgja
þeirri andstöðu eftir AF FULLKOMINNI HÖRKU, auk þess
að krefjast þess  að umsóknin að ESB verði þegar í stað
tekin til baka, og að aðild að ESB komi ALDREI til greina!

   Það var ÖMURLEGT að horfa upp á hvernig stjórnmála-
flokkarnir klofnuðu í ESB-málinu á Alþingi í gær,  utan
Samfylkingarinnar, sem varla getur talist íslenzkur stjórn-
málaflokkur lengur. ÖMURLEGASTA var hins vegar að horfa
upp á varaformann Sjálfstæðisflokksins og formanns þing-
flokks Vinstri grænna SITJA HJÁ, í HEITASTA PÓLITÍSKA MÁLI
lýðveldisins. Að það skuli virkilega sitja á Alþingi Íslendinga
slíkar pólitískar RAGGEITUR er með HREINUM ÓLÍKINDUM!

   Eftir atkvæðagreiðsluna um ESB á Alþingi Íslendinga hefur
orðið þáttarskil í íslenzkum stjórnmálum. SJÁLFSTÆÐISBAR-
ÁTTAN ER HAFIN Á NÝ!!! Baráttan fyrir fullveldi Íslands og
sjálfstæði og yfirráð þjóðarinnar yfir helstu auðlindum  er
kominn  á  dagskrá  MEР FULLUM ÞUNGA!  Sú  staðreynd
hlýtur að  riðla  mjög  íslenzku  flokkakerfi  í  dag. Augljós
og borðleggjandi breyting þar á er tilkoma RÓTTÆKS flokks
þjóðfrelsis- sjálfstæðis- og fullveldissinna. Því nú liggur
fyrir að ENGINN af fjórflokkunum er treystandi lengur í
sjálfstæðismálum þjóðarinnar.

   Hér með ER SKORAÐ Á ALLA ÞJÓÐLEGA SINNAÐA ÍSLEND-
INGA að íhuga stofnun slíks þjóðfrelsisflokks á næstu miss-
erum. Samtök fullveldissinna eru í mótun, og gætu  því
komið að slíkri BREIÐFYLKINGU ÞJÓÐLEGRA AFLA. Því hér
verður að vera  FJÖLDAHREYFING allra ÞJÓÐHOLLRA AFLA
að ræða, svo MÁTTUR og PÓLITÍSK ÁHRIF  hennar verði
sem mest og sterkust.

   Stríðshanskanum hefur verið kastað!  Stríðið um FRJÁLST
Ísland er hafið. -  FYLKJUM LIÐI!! STOFNUM RÓTTÆKAN
FRELISFLOKK!!!  ÍSLANDI A L L T !!!!!!!!!

  
mbl.is Umsókn metin á staðlaðan hátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll. Já til er ég.

Rauða Ljónið, 17.7.2009 kl. 01:04

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Gott, enda þurfum við á MÖRGUM rauð/brúnum ljónum á að halda í dag!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 17.7.2009 kl. 01:10

3 identicon

Þá er bara spurningin, hvernig stofnar maður flokk og hverjir eru til í að standa í því með manni ?

Þór (IP-tala skráð) 17.7.2009 kl. 01:10

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Einmitt Þór!  En nú er VIRKILEGT LAG að láta á það reyna í ljósi stöðunnar
í dag!  HÚN ER EINSTÖK!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 17.7.2009 kl. 01:15

5 Smámynd: hilmar  jónsson

Fram þjáðir menn í þúsund löndum......

hilmar jónsson, 17.7.2009 kl. 01:27

6 identicon

Róttækur flokkur þjóðfrelsissinna.... Þú meinar nasistaflokkinn?

Halldór Gylfason (IP-tala skráð) 17.7.2009 kl. 01:44

7 identicon

Nei, mér skilst að nasistaflokkurinn sé ennþá heima hjá sér í þýskalandi að stjórna ESB bákninu.

Þór (IP-tala skráð) 17.7.2009 kl. 01:46

8 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ef grunnurinn er stétt með stétt. Jöfn tækifæra allra til að græða á sömu grunn forsendum. Sjálfbært Ísland sem getur gefið öðrum frelsi [af skuldlausum arði] til að lifa á sömu forsemdum. Hæfustu einstaklingar alltaf hafðir að leiðaljósi. Þá er ég til. Almenn hátekju laun. Fullvinnsla og hátæki í fyrir rúm. Þjónustufyrirtæki fyrir sem framleiða ekki bros að öllum jafnaði verði almennings með ströngum fyrirbyggingar reglugerðaramma. 1. Banki í Ríkiseigu 1. Tryggingarfélag í Ríkiseigu. 1. Heilbrigðiskerfi í Ríkiseigu. Til að veita bjartsýnu einkaframtaki harðdræga samkeppi hvað varðar kröfu um eigið fé. Annars til að stemma stigu við atvinnuleysi má fjölga aftur einkafyrkjum í verslun og annarri þjónustu. Þar sem samkeppni gengur út á veita hátekjueinstaklingum bestu þjónustu og vörugæði.  Ekkert er leiðinlegra en skoðanir byggðar yfirborðsþekkingarfræði sem er ekki mannnauður í sjálfum sér því fáum er gefið langtíma minni nú til dags.

Sjálfbærni hefur aldrei verið eins góð og í dag í ljósi tækniframfara. Við eigum að laga þjóðafélagi því sem náttúruauðlindirnar bjóða upp á. Gera út á hábrennslu genin: hvað varðar afköst á 6 klukkutímum. Bjóða alla velkomna til að læra Íslensku sem eru samkeppni hæfir. Útrýma fátækt en ekki gera út á hana.

Júlíus Björnsson, 17.7.2009 kl. 02:12

9 Smámynd: Júlíus Björnsson

fjölga aftur einkafyrirtækjum.

Rétt kennd Íslenska, hvað varðar að greina atkvæði orða og innræting eins atkvæða orðaforða skilar blómum með aldrinum. Ef íslenska er 64 MB mál. Þá er þýska og franska 32 MB en Arabíska 8MB og frumstæðust mál 2 MB. Eftir minni eigin greindargreiningu á tungumálum. Ljósmynda minni heilans má ekki éta upp vinnsluminnið. Vinnsluminni getur byggt upp myndir ef réttu ræturnar eru í innra minninu. Sjómanna orðaforði og bænda tryggði rétta grunninn. Það vissu prestarnir forfeður alla Íslendinga. Hvað kemur úr pressunni þegar þú hefur prest. P gefur rest.

Júlíus Björnsson, 17.7.2009 kl. 02:27

10 Smámynd: Eiríkur Sjóberg

Svona, svona.  Hvaða læti eru þetta.  Við erum ekki komin inn í ESB enn þá.  Lokaorðið mun þjóðin hafa eftir um 2 ár!  Athugið það!  Er það ekki sanngjarnt?

Mér líkar ekki þessi allt að því innihaldslausa og óyfirvegaða skotgrafarhernaðarmennska í pólitískum málum.  Almenningur er engu nær um það í hvorn fótinn hann á að stíga.

Erfitt er að meta hlutina í smáatriðum.  Íslandi hefur þó ekki gengið allt of vel undanfarið. Eða hvað?

Mér finnst vanta umtalsvert bætta siðmenningu hér á Íslandi.  Mér finnst vanta meiri aðgreiningu valds og útrýmingu spillingar.  Mér finnst vanta ölfugri eftirlitsstofnanir.  Til framtíðar litið finnst mér okkur vanta sterkari gjaldmiðil og stöðugri efnahag.  Í þessu ljósi finnst mér ESB vera sem tromp á hendi!

En þó er ég ekki tilbúinn að samþykkja að yfirráð yfir auðlindum okkar fari undir Brussel!  Aldrei!  Því þarf ég að skoða vel það sem kemur út úr aðildarviðræðunum.  Ég mun aldrei verða nokkru nær með því að vega og meta einstaka þætti, t.d. hvort verð á kjúklingi komi til með að hækka eða lækka.  Meta þarf málið heildstætt.  Því finnst mér mikilvægt að fá úr því skorið hvað aðildarviðræður leiða í ljós.

Verum jákvæð gagnvart þessari lýðræðislegu niðurstöðu.  Sjáum hvað setur.  Verum málefnaleg!

Ég get þó verið sammála pistlahöfundi að því leyti að mér finnst þeir hafa orðið sér til minnkunar þeir þingmenn sem ekki greiddu atkvæði í þinginu í dag!

Að öðru leyti tel ég menn á mjög alvarlegum villigötum að halda því fram að þjóðernisrembingur sé samfélaginu til heilla!

Eiríkur Sjóberg, 17.7.2009 kl. 02:55

11 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Þetta er kannski það, sem koma skal.Verði það svo,mun ég styðja slíkan flokk með ráðum og dáð! Þetta kostar allt peninga og .rotlausa vinnu!

Þrotlaus vinna er mín veika hlið. Fáir Íslendinga vita aura sinna tal ! Eftir gjörninginn í gær vita menn, að þeir eiga bara skuldir og aftur skuldir.Megi Samfylkingin rotna sem fyrst bæði innan og utan frá dj....s t....t.......!

Ég vil styðja svoma flokk. Kv., KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 17.7.2009 kl. 05:14

12 Smámynd: Júlíus Björnsson

Mér finnst vanta umtalsvert bætta siðmenningu hér á Íslandi.  Mér finnst vanta meiri aðgreiningu valds og útrýmingu spillingar.  Mér finnst vanta ölfugri eftirlitsstofnanir.  Til framtíðar litið finnst mér okkur vanta sterkari gjaldmiðil og stöðugri efnahag.  Í þessu ljósi finnst mér ESB vera sem tromp á hendi!

Ég er búinn að lesa EU samninga fram og aftur og þetta vandamál er algjörlega einkamál sérhvers meðlimaríkis.

Aðalatriðin hjá EU eru að auðmagnsborgirnar [Capital City] búi við heiðarlega samkeppni grunn. Hvað varðar orku, hráefni til fullframleiðslu og hátækni. Til þess hafa þeir komið upp öflugum netkerfum til lækkunar dreifikostnað á meginlandinu. Íslendingar hafa ekki hundsvit á menningararfi EU: Stórborgar samfélög í þúsundir ára. Reykjavík kallast þorp. þorpari og villain.

Einn ráðamaður EU sagði Litháar hefðu hlaupið fram sér hvað varðaði væntingar [bruðl]. En það bitnar á greiðslum til Miðstýringarinnar. Þá kemur óháð Sameiginlegt Seðlabankakerfi að góðum notum fyrir Seðlabanka EU.

Ítalía hefur nú aldrei verið rómuð fyrir siðprýði eða Rúmenía. Millistéttarhluti hvers meðlimaríkis heldur í sína þjóðtungu og makaval. Menningar arfurinn. EU er greinilegt fjölþjóðasamfélag sem er verndað í samningum. Stórborgir og stéttaskipting er sameinlegi menningararfurinn. 

EU Miðstýringin skeinir ekki annarra manna börn. Nefndin hinsvegar forgangsraðar sameinginlegum hagsmunum. 

Á mælikvarða EU stórborganna er þingmannafjöldi hér of mikill. Brussel sér um flesta lagasmíð og getur valið úr stofnunum sér til aðstoðar.

Í augum alþjóðafjárfesta er Álverið með hæfilegan fjölda dýrari starfsmanna miðað við veltu. 

EU smáborgarnir láta ekkert fara fram hjá sér ef það getur sparað þeim eitthvað.    

Sæmundur Fróði á selnum [seal] slapp úr Svartaskóla.   Mér finnst 66% sýnishornið af regluverki EU síðan 1994  andskoti slæmt.  

Þjóðarrembingur Meðlimaríkja EU er regla sem hefur styrkst eftir að skipt var um lágstéttir. Ríki EU hafa alltaf reiknað út fæðiskostað hjá mannauðnum: 50% af útborguðum launum er gott. Alþjóðasamfélagið var farið að tal um það að Asíubúar [lábrennslu gen] kostuðu 1 kg af hrísgrjónum og 3 lauka á viku fyrir 30 árum. Þá var ég á farskipum. Það er enginn fólksfækkun að ráði í EU ef bara er horft til Elítunnar. Þið eruð ekki þjóðin sagði ein af þeim sem fylltist ágirnd og sem hafa greinlega ekki losnað við hana.  Upparnir þarna á megin landinu  finna lykt af snobburum langar leiðir og fá miklu betri menntun almennt en upparnir hér. 

Heildsalarnir sögðu það þarf að fóðra kúnna til hún mjólki.

Fjárfestirinn byrjar að skuldsetja væntanleg þræl með væntingum það kallast fórnar kostnaður: hluti tamningar. Síðan daginn er uxinn kominn með okið og þá verður ekki aftur snúið þá byrjar eigandinn að græða og þarf ekki að lána meira. Syndir feðranna koma niður á börnum hinna óæðri. 

Eru allir rekstraaðilar á Íslandi orðnir skuldaþrælar sem láta banka segja sér hvað þeir eiga gera til að standa skilum og halda góðum launum?

Illt er að eiga þræla að einkavin. Þetta form af einkaframtæki er algjörlega gelt.  

Þjóðarrétturinn getur nýst til að halda virðsaukanum eftir í landinu. Sem borgar ferðalög til EU framtíðarinnar.

Það eru 6 milljar af neytendum í heiminum ef enginn væri remban hver yrðu þá jafnaðarmanna launin?

Júlíus Björnsson, 17.7.2009 kl. 06:11

13 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Axel Þór Kolbeinsson, 17.7.2009 kl. 08:34

14 Smámynd: hilmar  jónsson

Eftir að hafa skoðað myndir úr albúmi bloggara þessarar síðu, líst mér ekki nema meðal vel á fyrirhugaðann stjórnmálaflokk.

hilmar jónsson, 17.7.2009 kl. 12:14

15 Smámynd: Umrenningur

Sæll Guðmundur. Ég vil minna á að þegar er búið að stofna flokk sannra þjóðernis (í eldri merkingu þess orðs) og fullveldissinna. Flokkur þessi er kallaður Samtök fullveldissinna og eru allir sem vilja berjast fyrir sjálfstæðu og fullvalda Íslandi velkomnir þar inn. Til að taka af allann vafa og þá sérstaklega vegna grunnhygginna krata þá eru þetta EKKI samtök rasista.

Kær kveðja og hafðu þakkir fyrir elju þína í baráttu fyrir fullveldi þjóðarinnar.

Umrenningur, 17.7.2009 kl. 12:41

16 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Eftir að hafa litið á bloggsíðu Hilmars Jónssonar þá skilur maður afstöðu hans.

Axel Þór Kolbeinsson, 17.7.2009 kl. 13:25

17 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Hilmar. Er fullveldissinni, en jafnframt heimssýnarsinni. Vill hafa ALLAN
heiminn undir, en ekki lokast inní þröngsýnu og miðstyrðu afturhaldsklúbbi
eins og ESB.  Jú er líka mikill Íslandssinni og vill standa VÖRÐ um íslenzka
tungu og menningu. En er LÍKA mikill ÞJÓÐFRELSISSINNI fyrir ALLAR ÞjÓÐIR
HEIMS, og ber virðingu fyrir ÖLLUM KYNÞÁTTUM og ÞJÓÐKYNUM, þ.á meðal
þyzkri þjóð og hennar stórmerku menningu. (Á t.d stórt og mikið þýzkt
diskasafn). Hvað ertu að gefa í skyn?  Já, kannski einn af þeim sem berð
fordóma gegn öðrum þjóðum, t.d þeirri þýzku?  Eða hvern fjandann ertu
að gefa í skyn?

Axel. Kratar skilja rasisma ekki, enda MESTU rasistarnir í dag gagnvart
sinni eigin þjóð!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 17.7.2009 kl. 13:57

18 identicon

Sú stefna sem er prédikuð er á þessari síðu, hefur hvergi verið til farsældar. Þvert á móti hefur hún í sinni ömurlegustu mynd, valdið mestu hörmungum sem yfir heiminn hafa dunið.  Í lýðræðisþjóðfélagi eiga menn að bera virðingu fyrir skoðunum annarra og sætta sig við löglega kosningu, hvort sem er á Alþingi, alþingis- eða sveitarstjórnarkosningum. Auðvitað er ykkur heimilt að sameinast í pólitískum sértrúarsöfnuði og berjast fyrir ykkar hugsjónum, en það er lágmark að þið sýnið öðrum þá virðingu að hafa aðrar skoðanir.

ET (IP-tala skráð) 17.7.2009 kl. 20:02

19 Smámynd: Júlíus Björnsson

Rasismi er mjög illa skilgreint hugtak. Mismunun sem byggir á fjölskyldu, kyni, útliti, litarhætti og móðurmáli er það sem þetta gengur út til að styrkja misskiptingu auðmagnsins eða frelsisins til að velja. Andstæðan við jöfn tækifæri allra einstaklinga til hafa sjálfsálit. 

Júlíus Björnsson, 17.7.2009 kl. 20:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband