Veruleikafirrtur Össur ! Aðalhlátursefni á meginlandi Evrópu.
28.7.2009 | 00:21
Haft er fyrir satt að á lokuðum fundi utanríkisráðherra ESB ríkja
í gær, varðandi umsókn Íslands að ESB, hafi margir ráðherrar gert
stólpa grín að umsókninni, og haft hana í flimtingum sín á milli.
Menn geta hreinlega ekki ímyndað sér hvernig um þrjúhundruð
þúsund manna hópur/þjóð, ætlar að fara að uppfylla allar þær
kvaðir, skyldur og kostnað við að gerast aðili að hinu risavaxna
Evrópusambandi. Vera auk þess nálægt gjaldþroti vegna skulda
og óstjórnar. Bent var á, að þetta væri eins og íbúar einnar
breiðgötu í Berlín, hyggðust sækja um aðild að ESB. En slíkt myndi
að sjálfsögðu valda mikum hlátrasköllum um a.m.k alla Evrópu.
En, þeir í Brussell, og þeir utanríkisráðherrar sem Össsur Skarp-
héðinsson hefur hitt að undanförnu, eru kurteisir, og taka honum
flestir vel, þótt margir þeirra hafi litið undan brosandi af forundran,
og sem Össur hefur enn ekki tekið eftir eða fattað. Því maðurinn er
meiriháttar veruleikafirrtur, og ríkisstjórn hans, í augum fjölmargra á
meginlandi Evrópu þessa daga.
Þótt Össur gerir sig að athlægi á alþjóðavettvangi, er þó alverst
að ímynd Íslands ber skaða af, sem ekki er ábætandi um þessar
mundir. - Auk þess sem að allir þessir pólitískir loftfimleikar um um-
sóknina að ESB munu kosta þjóðina gríðarlega fjármuni, einmitt á
þeim tíma sem þeirra er sárt saknað til allt annara og brýnni hluta
en þessa óraunsæja og hégómlega gæluverkefnis Össurar og félaga.
Er ekki kominn tími til að skrípaleik þessum ljúki, svo þjóðin geti
farið að byggja sig upp að nýju, og áskapa sér NÝJA ÍMYND gagnvart
umheiminum.?- Það gerir hún ekki með veruleikafiirtum skoffínum!
Þá þarf að fjarlægja hið fyrsta! Ekki satt? Og þó fyrr hefði verið!!!!
www.zumann.blog.is
Össur: Diplómatískur sigur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:42 | Facebook
Athugasemdir
Bara að benda þér á að Malta gekk í ESB nú fyrir nokkrum árum og þar búa um 400 þúsund manns. Enda er framlag þjóðana bundið við fólksfjölda.
Og gaman væri að þú vísaðir á hvar hægt sé að sjá þessar upplýsingar um utanríkisráðherrafundinn.
Og heldur þú að ESB ætli að leggja í mikinn kostnað við að undirbúa mat og viðræður fyrir okkur ef þeir telja að við eigum þangað ekkert erindi?
Magnús Helgi Björgvinsson, 28.7.2009 kl. 00:35
Haft er fyrir satt ? Er það þinn sannleikur Zumann ?
hilmar jónsson, 28.7.2009 kl. 00:42
Þessu (greinarskrifi þínu) get ég bezt trúað um Össur, sem og veruleikafirringu okkar andþjóðlega utanríkisráðherra.
En annarrar víddar sakna ég hér í þessum pistli, Guðmundur Jónas, og hún er sú, hve gríðarlegir hagsmunir það eru fyrir Evrópubandalagið að komast yfir land okkar. Þeir eru sízt minni en Norðmanna á 9. og 10. öld, sem numu hér land, og ekki minni en Bandaríkjamanna, sem vildu fá hér leyfi til að koma upp herstöðvum, raunar margfalt meiri, því að leyfi Bandaríkjanna var bara tímabundið, en Evrópubandalagið ætlar að komast yfir landsyfirráð hér fyrir fullt og allt, og þá líður ekki á löngu, áður en hér verður líka komið upp her- og birgðastöð, sennilega á Norður- eða NA-landi.
Ég fer alldjúpt í kjölinn á þessum ofurhagsmunum Evrópubandalagsins í nýbirtri grein minni: Hvers vegna voru Hollendingar og Bretar látnir kjósa með grænu ljósi á EB-umsókn til kommissararáðsins? – og hvers vegna ekki "hraðferð" í bandalagið? og ennfremur í greinum sem þar er til vísað.
PS. Magnús Helgi, vitaskuld telja Brussel-valdamenn, að land okkar eigi þangað erindi – þetta er þeim miklu mikilvægara en t.d. Tyrkland eða Makedónía.
Jón Valur Jensson, 28.7.2009 kl. 02:06
60.000 á mánuði fyrir fjögura manna fjölskyldu, Breta fá magn afslátt. Möltu var fengið hlutverkfall [Heilsugæsla yfirstéttarinnar í EU: 200.000 N-Afríkubúar fluttir inn] og spilaði hluti í valdajafnvægi milli Þjóðverja og Frakka og Breta. Þjóðverjar [ríkið] voru hæstir í heildarkaupmætti í fyrra. EU er innra-efnahagsamkeppni Bandalag Meðallimastórborganna. Íslendingar hafa ekki lært erlend yfirstéttarmál í yfir þrjátíu ár og skilja ekki regluverkið. Hafa enga þekkingu á sögulegum menningararfleið forfeðra minna á megin landi Evrópu.
Við áttum að vera undantekningin út í ballarhafi á fjármálasviði vegna þess að fjarlægð skiptir ekki máli eins með fullframleiðsluflutninga yfir til EU þegar gengið er orðið aftur eins og það var.
Lög um eflt samstarf við nágranna ríki gera ráð fyrir sérstaklega góðu samstarfi. EU bankarnir seldu okkur evrur til að auðvelda samfestinguna átti að vera 2011 og þrengingar fjórum árum áður. Koma upp öflugu fjármálkerfi og einkvæða koma upp kauphöll til að selja skuldabréf nýju einkafyrirtækjanna og sveitarfélaga á mörkuðum EU[bönkunum] gera ríkið skuldlaust í plati skattarnir sem áttu að sparast voru geymdir í utanríkisþjónustu til að borga meðlima gjaldið síðar. Svo fengu EU verkefni hér og við í austurblokkinni. En Sumir teljast hafa stolið hluta af aðlögunarlánum í sína eiginþágu. Öllu var þessu handstýrt frá umboðsnefndinni í Brussel. Síðan var sagt ég gerði þetta hann er snillingur, en hugmyndir komu frá alvöru heilum í Brussel.
Auðvitað er þetta allt einn brandari. Evrópu stórElítan Þjóðverjar-Frakkar-Austurríkismenn-Bretar, flokka þá Íslensku m.t.t. grunnþekkingar og almennar greindar með þjóðum eins og Möltu, Lúxemburg,Albaníu og Rúmeníu.
Með því að gera einkabankamálið að Milliríkja deilu Íslands gagnvart Meðlimaríki EU. Tókst Bretum að beita innri lögum EU til að skylda önnur Meðlimaríki til hjálpa eða gera ekkert annað sem gæti skaðað hagsmuni Breta eða EU. Einnig kallar þetta á Evrópuráðið og Umboðsnefndina til að skipuleggja [þvingunar] aðgerðir, til er nóg af stofnum eins og Fjárfestingarbanka EU, Seðlabankakerfi EU [óháð einstökum ríkisstjórnum] Seðlabanki EU þar efstur.
Það er búið að ákveða af alþjóðasamfélaginu 10% verðbólgu árið 2010. Það er kaupmáttar rýrnun.
Krónan er komin í sömu stöðu og 1994. Eftir nokkur ár kemur Hrói höttur og skilar almenningi [eignlausum og skuldugum á skíta launum] pínu litlu til baka, ávinningnum fyrir hafa láta hirða af sér frumburðaréttinn.
Lög EU má nálgast á netinu á mörgum tungumálum. Þau eru öll í anda þýskrar reglu og Franskrar nákvæmi. Meninningararfleiðinn í lagasafnsstýrikerfisformi nýs ár þúsundar.
EU heildin getur alveg leyft Íslandi að týnast á sérsamningi með hinum eyjunum á Atlandshafi sem hafa mengunarkvóta og hráefni. EU er engin aumingja hjálp. Tæknilega þá á hún allt hér í dag. Bankarnir eiga útgerðirnar. Þess vegna máttu þeir ekki fara á hausinn vegna óbeina eignarhaldsins.
Júlíus Björnsson, 28.7.2009 kl. 06:46
ALmenningur í Þýskalandi, Austurríki og Danmörku vara íslendinga við að ganga inn í sambandið. Þeir segja að Evrópa sé á fallandi fæti og fyrirtæki þar hvert af öðru að hætta eða fara á hausinn. Enda eru bankarnir hættir að lána fyrirtækjum og lána bara hvor öðrum og sameinast. Fólkið segir mér að það sé búið að taka alla sína peninga út úr viðskiptabankanum nema þessar 20.000 evrur sem þýskir bankar ábyrgjast. Það sé betra að hafa þá undir koddanum eða eyða þeim í að stórbæta húsin sín til framtíðar. Setja upp sólarsellur og þétta húsin til að spara orku. Þetta eru skilaboð til íslendinga frá þessum þjóðum sem vita hvað þeir eru að segja. Þau segja líka og ég er að tala um mismunandi fjölskyldur í þremur löndum sem ekkert þekkjast innbyrðis en segja nákvæmlega það sama; Þið hafið allt sem þið þurfið, allar þær náttúruauðlindir sem nýtast ykkur, reynið frekar að standa saman og vinna að því að vera sjálfstæð, skilið láninu frá AGS. Þið eruð eina þjóðin sem getur gert þetta. Og við það eru forvígismenn Evrópu skíthræddir, því fólkið þeirra er hundóánægt með ástandið. Því er lygin þeirra vopn og samtakamátturinn um að halda völdum. Þeir kaupa því alla háu gjaldi sem þeir þurfa til að fá sínu framgengt.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.7.2009 kl. 09:02
Jæja Ásthildur held að bankar í þessum löndum væru nú sennilega farnir á hausinn ef þetta væri almennt að fólk hefði tæmt bankareikninga sína. Og Evrópa er nú ekki á "fallanda fæti" Og getur þú nefnt einhver lönd þar sem ekki er kreppa hjá löndum utan ESB? Þetta er svona svipuð fullyrðing og þegar Guðmundur lýsir í smáatriðum hvernig utanríkisráðherrar ESB hlóu að okkur eftir fundinn!
Minni á að hér er fullt af fólki með alla peniga sína heima! Það skiptir hundruðum milljarða.
Magnús Helgi Björgvinsson, 28.7.2009 kl. 12:07
Jæja Ásthildur held að bankar í þessum löndum væru nú sennilega farnir á hausinn ef þetta væri almennt að fólk hefði tæmt bankareikninga sína.
.
Þú veist ofurvel að flestir bankar í ESB anda nú i gegnum öndunarvél ríkissjóða viðkomandi landa. Ekkert hjálpaði ESB eða evra þessum löndum. Ef fjármálaeftirlitið um allann heim hefði verði eins veruleikafirrt og það var í höndum Samfylkingarinnar þá væru allir banakar allsstaðar lokaðir núna.
.
Grikkir geyma ennþá 20-30% af öllum gömlu Drachma seðlum sínum undir koddanum 8 árum á eftir að evran kom til þeirra í þýskri járnbrautarlest. Wonder why, Magnús. Gríska Drachma fór fyrst í umferð 1100 árum fyrir Krists fæðingu. Hvorri myntinni heldur þú að Grikkir treysti betur Magnús?; Euro eða Drachma - þegar á reynir. Þegar virkilega á reynir
.
Hver heldur þú að treysti bönkum í ESB bara af því að þeir séu í ESB Magnús. Enginn. Ekki nokkur lifandi sál. Enda sýndi það sig að það var ekki hægt að treysta þeim. Þeir væru allir lokaðir núna ef ekki hefði komið til ríkisábyrgða, - nema náttúrlega í Sviss. Þar treysta menn ennþá 400 bönkum Svisslendinga, enda eru þeir ekki í ESB
Gunnar Rögnvaldsson, 28.7.2009 kl. 20:19
Veit Jón Valur um ásælni ESB í íslenzkar auðlindir og til áhrifa á norðurslóðir
þar sem Ísland gegni lykilhlutverki. Þú hefur skrifað margar góðar og MJÖG
athyglisverðar greinar um þau mál, sem ber að ÞAKKA FYRIR! Hins vegar
mátti ég til með hér að benda á hvað utanríkisráðherrann er skelfilega
veruleikafyrrtur, raunar barnalegur, þegar hann hagar sér fyrir Íslands
hönd eins og tugmilljónmanna þjóð sé að ræða. Fyrir það er m.a gert
grín af honum á alþjóðavettvangi, ekki síst meðal manna innan ESB sem
hann trúir á að séu vinir sínir og Íslands. Þeir gera stólpa grín af honum
fyrir einfeldni hans.......
Rétt Ásthildur. Vinir mínir og ættingar í Svíþjóð, Danmörku og Þýzkalandi
tala um þetta sama. Mikil reyði og VANTRAUST er út í ESB-þar. Bestu
vitnisburðirnir eru nú öll hin stórmerki skrif Gunnars Röggvaldssonar
hér á Mogga-blogginu, sem búsettur hefur verið í Danmörku í 20 ár.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 28.7.2009 kl. 20:26
Afsakaðu brentvilluna á nafni þínu minn ágæti Gunnar Rögnvaldsson og
takk fyrir innlegg þitt hér!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 28.7.2009 kl. 20:29
Upphrópanir líkar Þessu frá Magnúsi Helga koma ekkert á óvart. Enda þegar rök þrjóta þá taka upphrópanir við. Ég sagði aldrei að allir hefðu tekið út af bankareikningum sínum. Ég ræddi um fólkið sem ég þekki og talaði við. Því miður er til fullt af fólki sem aldrei spáir i eitt eða neitt, eins og flest okkar gerðum hér fyrir hrunið Það hlustar ekki og spáir ekkert í ástandið. Það er ekki eins og aðvaranir hefðu ekki legið fyrir frá mörgum sérfræðingum, þau voru bara afgreidd af stjórnvöldum sem öfund eða vitleysa, m. a. af ráðherrum sem voru á kafi í spillingunni gegnum maka sína eins og Þorgerður Katrín.
Kreppan er mjög víða, en mér sýnist að þeir sem eru að fara verst út úr henni séu löndin sem hafa tekið upp evruna, og geta því ekki gert neitt til að laga til gengið hjá sér.
Ég var að koma frá Eistlandi, Póllandi og Serbíu, þýskalandi og Danmörku og ég sé ekki neina kreppu hjá þeim fyrrnefndu meira en verið hefur, þar er meira að segja uppbygging. Aftur á móti í Þýskalandi og Danmörku kvörtuðu menn mikið yfir ástandinu. Við eigum að hlusta á fólkið sem vill okkur vel og vill aðvara okkur, en ekki stjórnvöld sem vilja greinilega viðhalda lyginni og gera allt til að halda völdum sínum og virðingu. Þar liggur munurinn. Og að lokum munuð þið sjá ljósið. Ég vona bara að það verði ekki of seint. Því tíminn tikkar og það á eftir að reyna allt til að ljúga okkur full um dásemdir ESB og þegja um vankantana. Þá munum við eingöngu finna hjá fólkinu sem er að upplifa þá í sínu heimalandi og vilja vara okkur við.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.7.2009 kl. 21:06
Mig hryllir við að fara þarna inn og óttast úrslitin. Get ekki bætt neinu við það sem kom fram að ofan frá Ásthildi, Guðmundi, Gunnari, Jóni og Júlíusi. Og drepfyndinn flötur frá Guðmundi, ha, ha, ha, hi, hi.
Elle_, 29.7.2009 kl. 00:08
EU samkeppni fíklarnir hvursu sammá eru þeir CIA?
The Strategic Environment
We operate in an unstable and dangerous world where international terrorism, the rise of new powers, and the accelerating pace of economic and technological change will place enormous strains on the ability of states to govern and will sharply increase the potential for strategic surprises.
Júlíus Björnsson, 29.7.2009 kl. 04:25
EU gegn USA og Kína, Þjóðverjar gegn Bretum og Frökkum í þeirra einangraða heimi. Hvenær hætti spurningin um valdajafnvægi að vera aðal atriði hjá ráðamönnum þjóðanna? Hollusta og ráðamannaþankagangur það sem SamFó stendur fyrir?
Júlíus Björnsson, 29.7.2009 kl. 04:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.