Athyglisverð sveifla á krónunni - ESB-sinnum í óhag!
1.8.2009 | 00:17
Ekki hefur farið fram hjá neinum að gengi íslenzku
krónunar hefur sígið verulega að undanförnu. Alveg
sérstaklega eftir að hinn norski flokksbróðir Jóhönnu
Sigurðardóttir, forsætisráðherra, tók að stjórna Seðla-
bankanum. En hvergi í fullvalda og frjálsu ríki er seðla-
bankastjóri þess erlendur ríkisborgari, og því síður
erlendur ríkisboragri í systurflokki forsætisráðherra í
heimalandinu. - En mánuðina þar á undan hafði gengið
verulega styrkst eftir bankahrunið og meðan hinn
,,vanhæfi" Davíð stjórnaði. -
Væntingar vinstrisinna um að gengið færi að styrkjast
eftir að hinn norski krati tæki við urðu því að engu. Þá var
boðað það fagnaðarerindi, að strax og Ísland hefði sótt
um aðild að ESB myndi það hafa strax sálræn jákvæð áhrif
á gengið. - En strax dagnna eftir að umsókn að ESB var
samþykkt hríðfell gengið. Röksemdfærsla ESB-sinna
þar fell strax um sjálfa sig, og gott betur.
Þá var eina haldreipið eftir. Icesave. Fullyrðingi ESB-sinna
um að þegar óvissu um icesave yrði eytt og það samþykkt,
mynndi það hafa jákvæð áhrif á gengið. - En nú bendir allt
til hins gagnstæða. Því einmitt nú þegar icesave er í algjöru
uppnámi í dag, og allt bendir til að það verði fellt, fer krónan
að styrkjast. - Styrktist í gær um tæpt 1% eftir mikla veikingu
að undanförnu. - Öll rök ESB-sinna um gengið og krónuna
hafa því gjörsamlega verið út í hött!
Öll skynsamleg rök hins vegar hníga að því að þegar íceave-
skuldaklafanum verði vísað frá, mun krónan styrkjast veru-
lega í kjölfarið. - Það hlýtur að vera í hlutarins eðli. Því skuldir
þjóðarbúsins hafa bein áhrif á styrk gjaldmiðilisins. Þá mun
krónan einnig styrkjast verulega ef vissan fyrir því að allar
hinar dýrmætu auðlindir Íslands, eins og fikimiðin, haldist
áfram í íslenzkri eigu. Að virðisauki þeirra skili sér 100% inn í
íslenzka hagkerfið.
Það mælir því ALLT með því að icesave-samningurinn hrylli-
legi verði vísað frá í núverandi mynd, og að aðild Íslands að
ESB verði dregin til baka.
Þá fyrst getur uppbyggingastarfið á Íslandi hafist! Því sjálf-
stæður gjaldmiðill og styrkur hans er lykilatriðið til að stórefla
úrflutning og hagvöxt á ný. - Sjálfstæð sterk króna á hins
vegar erfitt uppdráttar meðan unnið er markvíst gegn henni
af hinum and-þjóðlega Icesaveflokki hérlendra sósíaldemó-
krata. Þesss vegna ber þeim líka að hafna og úthýsa!
www.zumann.blog.is
Gengi krónunnar styrktist | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:21 | Facebook
Athugasemdir
Sæll Guðmundur.
Það var vitað mál að það atriði að blanda sama aðildarumsókn að Esb og afgreiðslu icesave, var heimskuleg blanda.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 1.8.2009 kl. 00:46
Heill og sæll; Guðmundur Jónas - sem og, þið önnur, hér á síðu !
Einungis; enn eitt blekkinga mynstrið, af hálfu þeirra krata, Guðmundur Jónas - og hefði einu gilt; þó svo þeir hefðu haft haft Svein Harald Eygarð; innanborðs, eður ei.
VANHÆFNI Davíðs Oddssonar; og annarra nóta hans, er eftir sem áður, ótvíræð, gott fólk.
Með beztu kveðjum; sem öðrum fyrri /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 00:51
Tek undir þetta með þér, Guðmundur Jónas, að gengi krónunnar mun styrkjast, þegar við höfum vísað frá okkur Icesave-skuldum Landsbankans. Ennfremur er mjög athyglisvert, að viðskiptajöfnuður okkar verður æ jákvæðari, eftir því sem líður á þetta ár, hann var hagstæður um 33 milljarða á fyrstu sex mánuðum þessa árs, en fyrri hluta árs 2008 var hann óhagstæður um 37,8 milljarða! – Sjá nánar um það o.fl. á þessari vefsíðu.
Með kærri kveðju,
Jón Valur Jensson, 1.8.2009 kl. 03:14
Já, akkúrat, fagnaðarerindið mikla um hækkun gengisins eftir umsókn er bara ´joke´. Ha, ha, ha, hi, hi. Össur var varla kominn upp í flugvélina þegar gengið kol-féll.
Elle_, 1.8.2009 kl. 12:50
Guðmundur, núna getum við farið að skrifa þeim E-sinnum um hið kol-fallna fagnaðarerindi og gengi þeirra.
Elle_, 1.8.2009 kl. 12:51
Það mun styrkja okkur sem ábyrga þjóð að hafna IceSave samningi.Það mun styrkja okkar gjaldmiðil.
Við höfnum þessum samningi, við höfnum Ríkisábyrgð.
Við sendum Bretum og Hollendingum nýtt uppkast af samningi. Samningi sem er ekki með Ríkisábyrgð, ekki með okurvexti (álag ofan á Líbor. Endurgreiðslusamningi með þaki, þ.e. greiðslur innan við 1% af landsframleiðslu, ákvæðum um réttarstöðuágreining vegna EES löggjafar um rétt okkar til endurgreiðslu þeirra vaxta, sem lánið ber og ekki innheimtist af þrotabúi Landsbankans.
Á sama tíma og við höfnum IceSavesamningi sendum við fréttatilkynningar til allra fréttamiðla í Evrópu, sem skýrir okkar afstöðu og réttindi.Það virðist vera þannig að ráðamenn og þegnar Evrópu þekkja ekkert til málsins.
Eggert Guðmundsson (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 12:57
Eggert ef lífið væri svona einfallt! Minni menn að það er ekki raunhæft að reikna með að krónan hækki þegar icesave málið er í uppnámi. Þ.e. hver vill eiga krónur hér á meðan við værum í bullandi deilum við allt og alla í álfunni.
Magnús Helgi Björgvinsson, 1.8.2009 kl. 13:08
Lesefni fyrir E-sinna og Icesave-sinna:
Joly fer hörðum orðum um viðsemjendur Íslendinga í Icesave-deilunni og aðkomu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að málinu, sem varði hagsmuni langt utan íslensku strandlengjunnar.
„Ef Evrópa og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn snúa ekki við blaðinu kann að vera að þau vinni sannkallað afrek: dragi land þar sem þjóðartekjur á hvern íbúa hafa verið með þeim hæstu í heimi niður á stig þeirra allra fátækustu.“
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/08/01/stondum_ekki_undir_skuldabyrdi/
Elle_, 1.8.2009 kl. 13:55
Aumingja vesalings E+Icesave-sinninn Magnús Helgi, hann er rétt nýkominn fram úr og ekki búinn að átta sig á því, að hans veröld er hrunin. Eva Joly er búin að gera út af við það, að við tökum í mál að borga Icesave. Það verður uppreisn í landinu, ef quislingar á Alþingi reyna það. En hún hefur jafnframt skotið afar sterkum stoðum undir þá réttarvörn og viðreisn okkar í augum heimsins og erlendra ríkisstjórna, sem Eggert Guðmundsson í sínu ágæta innleggi hér á undan var réttilega að hvetja til, að við hefjumst nú þegar handa við á erlendum vettvangi. – En er linkindar-ríkisstjórn Steingríms og Jóhönnu tilvalinn aðili til að standa að slíkri réttarvörn? Þar í liggur stóri efinn, því að þá þyrfti hún að snúa baki við sinni fyrri stefnu á hendur þjóðinni.
Jón Valur Jensson, 1.8.2009 kl. 14:06
Jón Valur Eva Joly er lögfræðingur sem er sérhæfði í að leysa upp spillingar mál og rekja peninga í þannig málum. Þó hún skrifi nú grein til að vekja athygli á stöðu okkar. Hún málar málið eðililega svart en hún hefur ekki forsendur til að meta greiðslugetu okkar eða framtíðarspár. Það er allt í lagi að hún láti umheimin vita um slæma stöðu okkar en það eru aðrir aðilar eins og AGS, Seðlabankinn og sérfræðingar ráðuneytana sem hafa reiknað út greiðslu getu okkar. Bendi þér á að lesa pistil Jóns Sigurðssonar fyrrverandi formanns framsóknar í Fréttablaðinu í dag og á www.pressan.is . Þar bendi ég sérstaklega á þetta:
Og þetta
Magnús Helgi Björgvinsson, 1.8.2009 kl. 17:37
Ég var einmitt að líta á þennan ömurlega pistil míns fyrrverandi kennara rétt áðan, Magnús Helgi, áður en ég sá þetta svar þitt, og það er hægt að vorkenna manninum, hann hefði ekki getað valið verri tímapunkt til að birta þessi ofurmæli sin. Það er ALLT SATT sem sagt er um, að Icesave-sinnar, sér í lagi þeir sem hafa pólitísk völd, eru að SVÍKJA ÞJÓÐINA og eru réttnefndir quislingar að ætla að stuðla að því að leggja um 4,8 til 8,8 milljóna króna óverðskuldaðar fjárhagsbyrðar að meðaltali á hverja saklausa fjögurra manna fjölskyldu í landinu (ef upphæðinni er allri skipt niður á mannfólkið). Og þú mælir þessu bót! Lestu nú aftur grein Evu Joly, og hættu að gera lítið úr henni, þú hefur ekki efni á því!!!
Jón Valur Jensson, 1.8.2009 kl. 18:34
Takk fyrir innlitin hér og sérstaklega Jón Valur að halda hér uppi góðri málsvörn.
Magnús. Í Guðs bænum ekki nefna þennan Jón Sigurðsson á nafn sem
nefnir sig framsóknarmenn komandi úr hinni kommúnisku Fylkingu í denn.
Manninn sem sagði að ef Íslendingar sæktu um aðild að ESB yrðu þéir
að gera það í styrkleika en ekki VEIKLEIKA. Og hafi Ísland nokkru sinni
verið í MIKLUM VEIKLEIKA þá er það EINMITT NÚ. Ætti að binda þá saman
Jón og Steingrím J sem tvíburabræður Ragnars Reykás.
Eva Joly hefur nú GJÖRSAMLEGA flétt ofan af þjóðsvikamyllu ykkar krata
og ESB-sinna, að ætla að KÚGA hina íslenzku þjóð í fleiri áratuga skulda-
fangelsi svo þið getið innlimað frjálst Ísland inni í Stórríki Evrópu.
Ættuð að SKAMMAST ykkar Magnús. Og bara hvers vegna í ósköpunum
flytið þið ekki til ESB-ríka? Ætti að flytja þessa AND-ÍSLENZKU og
óþjóðhollu Samfylkingu þangað! Umbreyta þessari umsókn Íslands að
ESB í UMSÓKN SAMFYLKINGARINNAR UM AÐILD AÐ ESB. - Látið svo okkur
hér sem viljum vera FRJÁLSIR ÍSLENDINGAR áfram Í FRIÐI! Skal glaður borga undir ykkur flugmiðann! Já bara FARIÐ SEM FYRST með icesave-
drottningunni Jóhönnu Sig........
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 1.8.2009 kl. 19:58
ICESLAVE-pískaranum Jóhönnu ...
Sammála þér í þínum málflutningi, Guðmundur Jónas!
Jón Valur Jensson, 1.8.2009 kl. 20:27
Guðmundur þú ert góður í dag og ekki þó síður hann bloggvinur minn Jón Valur Jensson
Ísleifur Gíslason, 1.8.2009 kl. 21:57
JÁ BARA LÁTIÐ OKKUR HIN Í FRIÐI, E-SINNAR.
Elle_, 1.8.2009 kl. 23:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.