Burt með stjórnendur Kaupþings ! Á skjön við nýtt Ísland!
2.8.2009 | 00:26
Svo virðist sem útrásarmafíuósar og talsmenn þeirra lifi
enn góðu lífi, og beri hlífðarskjöld yfir hverjum öðrum. Það
að stjórnendur Kaupþings skulu óska eftir lögbanni á frétta-
stofu RÚV vegna frétta af GJÖRSPILLTRI og GLÆPSAMLEGR-
RI bankastarfsemi gamla Kaupþingsbanka, og sem birtist um-
heimi ÖLLUM á vefsíðu WikiLeak, og heldur áfram þar að birt-
ast, er svo GJÖRSAMLEGA ÚT Í HÖTT, að fá orð fá lýst. Þá
er lögbannsúrskurður sýslumanns heldur betur á gráu svæði,
alla vega ALLS EKKI í þagu ALMANNAHAGSMUNA. Heldur ÞVERT
Á MÓTI!
Ekki eru margir dagar síðan stjórnendur Kaupþingsbanka
voru uppvísir af að ætla að afskrifa stórt lán sem kaupendur
gamla Landsbanka tóku og er fyrir löngu komið í bullandi van-
skil. - Enn hefur ekki verið upplýst um þessa miklu töf á inn-
heimtu skuldarinnar, né hvort hún sé enn í afskriftarferli.
Lögbannskrafa Kaupþingsmanna er því það sem fyllir mæl-
inn meðal þjóðarinnar. Á skjön við allt gagnsæi og NÝTT ÍSLAND!
Að bera fyrir sig bankaleynd þegar glæpurinn er nú opinberaður
og BLASIR VIÐ HEILLI ÞJÓÐ og ÖLLUM UMHEIMI er svo gjörsam-
lega GA GA , að bankastjórnin ÖLL ber að segja af sér! Og það
strax í dag!!! Geri hún það ekki, á ríkisstjórnin að grípa inn í. Því
hér er um RÍKISBANKA að ræða. En ef ríkisstjórnin aðhefst ekkert
í málinu, er það ein sönnun þess, að hún gengur erinda útrásar-
mafíuósa, sbr. allt icesave-hneykslið, sem ríkisstjórnin stendur
fyrir!
ÞJÓÐIN ER GJÖRSAMLEGA BÚIN AÐ FÁ NÓG JÓHANNA
SIGURÐARDÓTTIR!
Já enn eitt dæmið hversu brýnt er að fram komi RÓTTÆKUR
ÞJÓÐLEGUR FRELSISFLOKKUR TIL AÐ HREINSA ÆRLEGA TIL
Í ÍSLENZKU SAMFÉLAGI! OG BLÁSA Í ÞJÓÐINA VON OG KJARK!
www.zunann.blog.is
Lögbanni mögulega hnekkt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:42 | Facebook
Athugasemdir
Heill og sæll; Guðmundur Jónas !
Rúnar Guðjónsson; frændi minn, Sýslumaður í Reykjavík, ætti að sæta handtöku, af hálfu þjófrelsissinna, fyrir ómerkilegan gjörning sinn, gagnvart RÚV umfjöllunum Kristins Haukssonar fréttamanns, á hendur Kaupþingi-Búnaðarbanka, nú þegar.
Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 2.8.2009 kl. 00:58
Takk fyrir Óskar!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 2.8.2009 kl. 01:11
Sæll Guðmundur.
Það verður mjög fróðlegt að fá að vita er tímar líða undir hvaða rökum þessi ákvörðun sýslumannsins verður varin og komi það í ljós að þar sé að finna tengingu við sitjandi ríkisstjórn í landinu varðand mismunun fjármálastofnanna er starfa undir ríkinu verður málið allt enn furðulegra.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 2.8.2009 kl. 01:29
ég er sammála því að við erum búin að fá nóg af spillingunni og stjórninni. En ég hygg að við ættum að leggja áherslu á utanþingsstjórn með sérfræðingum og fólki sem getur og kann. Ég hræðist þjóðernisinnaðan freslsisflokk í því ástandi sem þjóðin er. Það er hætta á því að upp úr því kæmi eitthvað allt annað en lýðræði. Það er hætta á því að upp úr slíkum í því umhverfi sem við erum núna sprytti kommúnistaflokkur með hreinsunum og dauðadómum.
Förum því varlega og byrjum á utanþingsstjórn og síðan má vinna að því að koma jafnvægi á landsmenn, sem vissulega eru í sárum og til alls vísir.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.8.2009 kl. 10:06
Þarf að halda bankaleynd eða þarf að fela landráð?
Sigurður Þórðarson, 2.8.2009 kl. 11:09
hvað ætli skilanefndin hafi borgað þessum óhæfa sýslumanni mikið fyrir þessa gjörð?
magnús steinar (IP-tala skráð) 2.8.2009 kl. 12:17
Ásthildur. Þótt þú gegnumlýsir allt mitt blogg frá upphafi getur þú HVERGI
fundið skrif hjá mér um þjóðernis- og kynþáttahyggju, og vísa öllu slíku á
bug. Þvert á móti hef ég talað fyrir ÞJÓÐFRELSI ALLA ÞJÓÐA sem ÞJÓÐFRELLSIS- og FULLVELDISSINNI.
Hins vegar er það skoðun mín að það þurfi að stokka upp í íslenzkum
stjórnmálum, og hef þar talað fyrir ÞJÓÐLEGU FRELSISAFLI og er það allt
annar hlutur. Tel þörf á heiðarlegu, og ábyrgu ÞJÓÐHOLLU afli til að
leiða þjóðina fram veg á HENNAR FORSENDUM!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 2.8.2009 kl. 12:42
Þjóðernisstefna og
Auk þess sem þú hefur varað við að útlendingar geti komið hingað og fjárfest og fleira fer nú mjög nálægt þjóðernishyggju. Þ.e að Ísland eigi að vera fyrir Íslendinga.
Þjóðernishyggja sem slík er ekki alltaf slæm en gengur oftast út í öfgar.
Magnús Helgi Björgvinsson, 2.8.2009 kl. 13:29
Hér er skýring á þjóðernishyggju af wikipedia:
Þjóðernishyggja er sú skoðun að þjóðir séu grunneiningar í samfélagi manna, að þær séu eini lögmæti grundvöllurinn fyrir ríkjum og að hver þjóð eigi rétt á eigin ríki.
Oft fylgir þjóðernishyggju sú skoðun að blöndun þjóða sé af hinu illa og sér í lagi að sumar þjóðir séu öðrum þjóðum með einhverjum hætti „æðri“. Þessi skoðun eða stefna hefur verið grundvöllur ofsókna þjóða gegn öðrum um aldir og er mjög áberandi víða í heiminum enn í dag. Margar styrjaldir hafa verið háðar vegna þessarar stefnu og eru einhverjar í fullum gangi á okkar tímum. Skemmst er að minnast borgarastyrjaldarinnar í fyrrum Júgóslavíu og eilífra deilna Ísraels og Palestínu.
Magnús Helgi Björgvinsson, 2.8.2009 kl. 13:31
Magnús. Reyndu ekki hér að snúa út úr fyrir mér í AFAR viðkvmæu máli.
Það er ALLT ANNAR HLUTUR að vera MÁLSVARI þjóðar sinnar og hagsmunum hennar, eða lita niður á aðrar þjóðir eða kynþætti. Andstaða mín til ESB er aðallega af EFNAHAFGSLEGUM TOGA, auk þess sem ég er ÞJÓÐFRELSISSINNI FYRIR ALLAR ÞJÓÐIR HEIMS, og er því á móti ÖLLUM
lokuðum og í mörgum tilfellum kúguðum ríkjabandalögum. Tel ESB angi þessi. FRÁBYÐ mig svo að vera málsvari einhverrar þjóðernis-og kynþáttarhyggju hér. Hata allt slíkt. Vill að Ísland sé frjáls og fullvalda og
varðveiti sína þjóðmenningu, alveg eins og ég vill að ALLAR þjóðir séu
frjálsar og fullvalda, og rækti og varðveiti sínar þjóðmenningu.
Svo einfalt er það nú Magnús Helgi minn!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 2.8.2009 kl. 14:16
Svo máttu ekki gleyma Magnús að til eru rasistar gegn SINNI EIGIN ÞJÓÐ sem eru engu skárri en hinir allir rasistarnir!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 2.8.2009 kl. 14:25
Bendi svo á til gamans á að þótt við Óskar Helgi hér fyrir ofan séum miklir
talsmenn þjóðlegra viðhorfa og gilda, er Óskar mikill aðdáandi rússneskrar
menningar og ég þýzkrar. - Þannig á það líka að vera!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 2.8.2009 kl. 14:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.