Aðstoðarmaður forsætisráðherra á að segja af sér og forsætisráðherra líka!


   Hrannar B Arnarson, aðstoðarmaður forsætisráðherra, gagn-
rýnir Evu Joly  á Facebook-síðu sinni í gær, vegna skrifa hennar
um Ísland í erlendum fjöðmiðlum og Mbl.  En þar tekur hún upp
málstað Íslands í icesavemálinu, og telur réttilega illa vegið að
Íslandi af hálfu Breta, Hollendinga, ESB, Aðþjóðagjaldeyrissjóðs-
ins og Norðurlöndum. - Telur hún Ísland hvorki geta né eiga
að bera þann skuldaklafa, sem í þeim samningi felst.

  Aðstoðarmaður forsætisráðherra ætti hins vegar að SKAMMAST
sín fyrir þessi ummæli. Og segja af sér!  LOKSINS þegar kemur
fram manneskja á alþjóðlegum vettvangi til að verja málstað
Íslands, þá skuli aðstoðarmaður forsætisráðherra umturnast.
Sem sannar að allt frá upphafi icesave-málsins  hefur verið
BANNORР hjá Samfylkingunni að VERJA MÁLSTAÐ ÍSLANDS. 
Samfylkingin á  HÖFUÐSÖK  á  icesavklúðrinu  frá u pphafi til
dagsins í dag,  og  hvernig  komið  er í því máli. Hefur framið
stórkostleg ÞJÓÐARSVIK  í öllu icesave-ferlinu, og ætlar svo
að kúga íslenzka þjóð og alþýðu hennar til að borga brúsann,
til að geta troðið Íslandi inn í  ríki nýlenduherranna í Brussel.

   Já, Hrannar B Árnason á að SKAMMAST SÍN og segja af sér!
Það sama á icesave-drottningin að gera líka, Jóhanna Sigurðar-
dóttir. Hún hefur GJÖRSAMLEGA BRUGÐIST í því að standa vörð
um þjóðarhagsmuni Íslendinga og málstað þeirra, og á því að
fara frá völdum ÞEGAR Í STAÐ!  Ef ekki með góðu, þá MEÐ ILLU!
Þjóðsvikafólk á ekki heima í ríkisstjórn Íslands!  Því icesavemálið
er ekkert annað en ÞJÓÐARSVIK gagnvart íslenzkri þjóð, og þeir
sem skópu það og studdu og styðja enn standa að svikum gagn-
vart Íslandi og Íslendingum!  Einfaldara og augljósara getur það
ekki verið!!!!!!!

     www.zumann.blog.is
mbl.is Hrannar sendir Joly tóninn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ísleifur Gíslason

Á þetta þjóðníðinga og sossa-lið sem skipar ríkisstjórn ekki allt að víkja.

ÁFRAM ÍSLAND
Nei við Icesave  -  Nei við ESB

Ísleifur Gíslason, 3.8.2009 kl. 01:16

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Jú að sjálfsögðu Ísleifur, og það fyrr hefði verið!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 3.8.2009 kl. 01:19

3 identicon

Heill og sæll; Guðmundur Jónas !

Mér sýnist; sem senn þurfi að fara að taka á, þessu fólki. Og; ...  það ekki, með neinum vettlingatökum. Sviksemin er víðar liggjandi; en í embættis manna kerfinu - sem Bankanna.

Þorri Íslendinga; mun flæmast úr sínum heima högum, og til annarra landa, í enn ríkara mæli, en orðið er, nú þegar; verði ekki að gert, á komandi misserum og árum. 

Með beztu kveðjum; sem jafnan, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 3.8.2009 kl. 01:21

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Þakka þér Óskar fyrir athyglisvert og réttmætt innlegg!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 3.8.2009 kl. 01:27

5 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Guðmundur.

Tíska Samfylkingar hefur verið og er að leika mörgum skjöldum á stjórnálasviðinu með og á móti sitt á hvað til skiptis, var að enda við að commenta hjá Ólínu Þorvarðardóttur sem gagnrýnir Hrannar að öllum líkindum til þess að ástunda eiginskinnskattaþvott eins og svo venjulegt er.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 3.8.2009 kl. 01:27

6 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Einmitt Guðrún og takk fyrir!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 3.8.2009 kl. 01:30

7 Smámynd: Júlíus Björnsson

Svart á Hvítu. Rétt hjá endurskoðenda einkaframtaksins.

Júlíus Björnsson, 3.8.2009 kl. 06:21

8 Smámynd: Sigurður Þórðarson

En hver eru viðbrögð Jóhönnu sjálfrar?  Veður því trúað að aðstoðarmaður forsætisráðherra sé að viðra allt aðrar skoðanir og sjónarmið í hápólitískum málum en þóknast forsætisráðherra.  Ég trúi því varlega.

Maðurinn er ráðinn til að koma pólitískum sjónarmiðum forsætisráðuneytisins á framfæri.  Meðan Jóhanna afneitar ekki þessum skrifum verða þau eignuð henni.

Sigurður Þórðarson, 3.8.2009 kl. 08:21

9 Smámynd: Júlíus Björnsson

Í EU á meginlandinu er við kölluð EU og evru snobbarar, þökk utanríkisráðneytinu andlit og rödd Íslands. Ríki Meginlandins af öll gengið að fullu inn hvert á sínum eigum forsendum að undanskildu: NR 1. þau til heyra samkeppnigrunnum m.t.t. fjarlægaðar og Kapital-Borga. Nr. 2 grunurinn miðast við þau 100%.

Júlíus Björnsson, 3.8.2009 kl. 09:44

10 Smámynd: Júlíus Björnsson

EU hefur lagamarkimið að fella niður tollahindranir ganvart ríkum handan hafs.

Júlíus Björnsson, 3.8.2009 kl. 09:45

11 Smámynd: Júlíus Björnsson

gagnvart

Júlíus Björnsson, 3.8.2009 kl. 09:46

12 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Takk fyrir innlegginn hér. Tek fram að álit mitt á Joly fór minnkandi eftir hún hún lýsti áhuga sínum að Ísland gengi í ESB, en sérhver á að eiga sem viðkomandi á. Joly blöskrar bersýnilega sofandaháttinn í ríkisstjórninni varðandi að halda uppi málsvörn fyrir Ísland. Jóhnna Sig er aðveg STEINDAUÐ í því, og virðist andskotanas sama um alla  þjóðarhagsmuni, bara ef hún getur afhent ESB Ísland nánast á silfurfati.  Rétt hjá þér Sigurður, auðvitað talar falskonan Jóhanna í gegnum Hrannar. Jóhanna
er bæði fölsk og þjóðhættuleg manneskja!!!!!!!!!!!!!!!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 3.8.2009 kl. 10:43

13 Smámynd: Árni Rúnar Þorvaldsson

Ísland var holdgervingur samfélags óhefts markaðsfrelsis - að mati frúarinnar - og því fór sem fór. Hverjir skyldu bera mesta ábyrgð á því að hafa byggt upp þess konar samfélag? Sennilega Samfylkingin eða hvað?

Árni Rúnar Þorvaldsson , 3.8.2009 kl. 14:31

14 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Árni. Sósíaldemókratisminn ber MESTA ábyrgð á hruninu. Barðist fyrir
stórgölluðum EES-samningi sem engann veginn hentaði hinu örsmá
íslenzka hagkerfi,  svaf á vaktinni er kerfið hrundi sbr hafandi viðskipta-
og bankamálaráðherra auk fjármálaeftirlitið í sínum höndum, og
brást svo ALGJÖRLEGA að halda uppi málstað og vörnum Íslands í kjölfarið
hafandi utanríkis-og nú forsætisráðuneytið á sinni könnu.
Já Árni. Samfylkingin er ÞJÓÐSVIKAFLOKKURINN í þessu ÖLLU HRIKALEGA
MÁLI!  Og ætti að úthýsast úr íslenzkum stjórnmálum FYRIR FULLT OG ALLT,
enda gengur erinda ERLENDRA AFLA að öllu leyti!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 3.8.2009 kl. 15:29

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er komin tími til að þjóðin vakni og hlusti á aðvörunarbjöllurnar sem klingja hátt og sjallt allstaðar í kring um okkur. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.8.2009 kl. 15:37

16 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Jú Benedikt hef m.a kynnt mér karmalögmálið ágætlega þar sem m.a er
ýtarlega fjallað um orsök og afleiðingu, og ættu fleiri að kynna sér það.
Þá væri heimurinn mun betri en hann nú er, sérstaklega hefði icesave-ruglið aldrei komið til ef menn hefðu haft það í huga. Og ALLRA SÍST að
keyra því í gegn eins og sósíaldemókratar vilja gera. Ættu að kynna sér
hinar SKELFILEGU afleiðingar fyrir land og þjóð komist sá þjóðsvikasami
Versalasamningur í gegn!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 3.8.2009 kl. 16:08

17 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Held að þú sért ekki að skilja Benedikt hann er að benda á að Jóhanna hefur aðeins verið forsætisráðherra hér í 5 mánuði og aðeins í 3 mánuði sem forsætisráðherra í meirihluta. Þau eru að fást við aleiðingu á sukki hér síðustu ára og hruni.

Ein af meginstoðum uppbyggingar hér er að bæði Ríki og fyrirtæki hafi aðgang að fjármagni til að fjárfesta, kaupa inn vörur og hráefni. Og til þess þurfa þau aðgang að gjaldeyri og lánum. En með IceSave sem öll ríki krefjast að við öxlum ábyrgða á að hluta og við höfum ekki gengið frá þá er allt hér varðandi þetta mál stopp. Það er enginn flokkur á þingi sem vill ekki greiða þetta lán. Það er aðeins spurning um hvort að menn hafi trú á því að hægt sé að fá betri samning.

Sem sagt að þessi samningur er afleiðing af því hér var ekki almennilegt eftirlit og reglur varðandi bankana sem er orsökin. Og það er sannanlega ekki hægt að kenna Jóhönnu eða Steingrími um það. Jóhanna hafði nú talað um bankana ítrekað sem þingmaður en síðan var hún félagsmálaráðherra og hennar hlutverk varð annað.

Magnús Helgi Björgvinsson, 3.8.2009 kl. 16:30

18 Smámynd: Skeggi Skaftason

Síðuhöfundur, Guðmundur Jónas, segir:

Tek fram að álit mitt á Joly fór minnkandi eftir hún hún lýsti áhuga sínum að Ísland gengi í ESB

Guðmundur gagnrýna Evu Joly, en ekki Hrannar Björn?  Eða ætti kannski Guðmundur líka að segja af sér, sem Moggabloggari?

Skeggi Skaftason, 3.8.2009 kl. 20:09

19 Smámynd: Júlíus Björnsson

Hver lánar Íslendingum til að fjárfesta utan Íslands? Við fáum lán á móti tekjulækkun almennra launþega til að borgar umsamda hámarks ávaxtakröfu næstu öldin. EU ríkin er öll í innri samkeppni.   Þau vilja öll fjárfesta heim hjá sér. Sharks eru eins og eiturlyfja salar það hefur ekkert breyst í 2000 ár. Fjárfestingarkostnaður alvöru fjárfesta gengur út á eingast skuldunautinn með húð og hári til að hámarka gróðann.Litlubankarnir á Ísslandi mjólka fyrirtækin og Stóru bankarnir í EU mjólka þá Íslensku. Það sem gerðist á Íslandi var að sum fyrirtæki eignuðust bankana. Svindlið á stóru bönkunum í EU.   Íslendingar fá ekki hlutfallslega meiri lán í EU en önnur Meðlima ríki. Heldur einhver að það nægi hér.   Forréttinda aðildarsamningurinn frá er búinn hvað lán varðar. Nú kemur borgunar öldin. SAmFo heldur að Risarnir í EU fari að greiða niður samkeppni hér. 

Júlíus Björnsson, 3.8.2009 kl. 20:45

20 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Skeggi. Það er nú nokkur munur á möppudýrinu mér og háttvirtum Hrannari, aðstoðarmanni forsætisráðherra. Þar sem hann segir hlýtur að
að vera með samþykki Jóhönnu.

Svo nenni ég ekki að marg endurtaka mig Magnús. Sósíaldemókratisminn
hefur RÚSTAÐ íslenzku samfélagi, og ætlar svo ENDANLEGA AÐ GANGA
FRÁ ÞVÍ með því að innlima það inn í stórríki Evrópu, ESB. - Þetta er ekkert
flóknara en það!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 4.8.2009 kl. 10:12

21 Smámynd: Skeggi Skaftason

Stórefast um að Hrannar hringi í Jóhönnu fyrir hverju FACEBOOK færslu. Hrannar hefur raunar skýrt sín orð betur og sagst sjá eftir fyrra kommentinu. Útskýringar Hrannars má lesa hér, á síðu nafna hans.

Það sem hann vildi gagnrýna í greinu Evu var það að hún fullyrðir án nokkurra fyrirvara eða nánari útskýringa, að Íslendingar muni hvorki geta greitt AGS lán tilbaka né IceSave.

Ég get alveg að vissu leyti tekið undir með Hrannari, þessar fullyrðingar geta varla aukið traust á Íslandi...  (óháð því hvort fullyrðing Evu sé rétt eða ekki, sé hún rétt erum við tæplega traustsins verðir).

Skeggi Skaftason, 4.8.2009 kl. 10:25

22 Smámynd: Júlíus Björnsson

Að loknu samsamstarfi um sameiginlega samkeppnigrunns Meðlima-Ríka EU hvers heimamarkaður m.t.t. stærðar og fjarlægðar er hæfur til að standa undir Miðstýrðum grunninum þá tekur full innri samkeppni við samanber Samninganna. Holland og Bretland kunna leikreglur EU að því að þeir eru læsir og eyða ekki tímanum í væntingar og speculationir eins og er nýtíðska hér á landi. Eve Joly er líka læs.     Banana Elíta.

Júlíus Björnsson, 4.8.2009 kl. 10:42

23 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Að sjálfsögðu talar Hrannar gegnum og með FULLU samþykki Jóhönnu. Maður næst henni gerir það Skeggi. Allt annað er rugl! En ´Jóhanna er
afar föls manneskja og notar búktalara þegar hún vill koma fram skilaboðum sem henni er persónulega óþægar.

Skeggi. Joly veit miklu meira um öll þessi mál, og hefur heildarsýnina. Horfir
á þetta blákallt með utankomandi auga. Þar að auki ber ÍSLENZK ALÞÝÐA
sem ég tilheyri ENGA ENGA ábyrgð á þessu útrásarhýski og ALLRA SIST á
þeirri skuldaslóð sem það skilur eftir. Enda enginn stafkrókur til um það að
ég og mín íslenzka alþýða berum hér ábyrgð á eða berum að borga.

Þess vegna er það AFAR AFAR athyglisvert, að það skuli þurfa VINSTRISTJÓRN kommúnísta og krata til að kúga okkur alþýðuna til
að borga brúsa útrásarrmafíuósanna. - Bara til þess að Jóhanna og
hennar landssölulið geti fengið gott veður inn í ESB. Þótt það kosti
þjóðina meiriháttar skuldaklafa og fátækt næstu áratugi.  Dýr aðgöngumiði
það Skeggi!

Þarna er Vinstrimennskunni lífandi lýst Skeggi minn! Kúga alþýðuna og
drepa þjóðina!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 4.8.2009 kl. 10:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband