Fréttastofa RÚV styður aðild Íslands að ESB !
4.8.2009 | 21:01
Þá liggur það fyrir. Fréttastofa RÚV, sjónvarp og útvarp,
styður aðild Íslands að Evrópusambandinu. Ekki bara er um
að ræða mjög einhliða áróður í fréttaflutningi RÚV af Evrópu-
málum undanfarna mánuði og misseri, og stækan ESB-áróður
í svokölluðum kynningaþáttum hjá RÚV. - Því nú er farið að loka
fyrir fréttaflutning af skoðanakönnunum hjá RÚV ef þær eru óhag-
stæðar málstað ESB-sinna.
kL. 10.18 í morgun greindi Mbl.is frá skoðanakönnun Gallups
þar sem fram kom að skýr meirihluti þjóðarinnar er andvígur
aðild Íslands að ESB. Ekki enn hefur RÚV í ÖLLUM sínum frétta-
tímum í dag, hvorki í útvarpi, né sjónvarpi, séð ástæðu til að geta
um þessa könnun. Alla vega er hér lýst eftir henni. Það hefur þá
algjörlega farið fram hjá mér. - Hins vegar er í dag vakin mikla
athygli hjá RÚV á mótmælum örfárra NATÓ-andstæðinga á Akur-
eyri gegn loftrýmiseftirliti þess yfir Íslandi þessa daga.
Þetta er ÓÞOLANDI fréttaflutningur hjá RÚV, sem á að heita
útvarp allra landsmanna. Þegar það tekur svona AFGERANDI
afstöðu í einu heitasta pólitíska deilumáli lýðveldisins.
Ljóst er að HREINSA þarf ærlega til á fréttastofu RÚV, sem
virðist lúta stjórn ESB-sinna og hérlendra kommúnista í einu
og öllu!!!!!!!!!
www.zumann.blog.is
Fleiri andvígir aðild að ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:37 | Facebook
Athugasemdir
Gott mál hinir geta haldið til fjalla með Jóni Bjarna
Finnur Bárðarson, 4.8.2009 kl. 21:40
Þetta sagði ég nú um þessa könnun í dag á mínu bloggi:
Af hverju hafa þeir ekki svarmöguleikana?.
Þessir svarmöguleikar og úrlestur úr þeim er háður huglegu mati. T.d. hvað á fólk við með "Frekar andvígur"? Er það þá á því að þó það sé slæmur kostur að ganga í ESB þá sé það nauðsyn? Eða "Frekar hlynntur" Hvað þýðir það? Úr þessari könnun má alveg eins lesa að það séu aðeins um 29% sem eru mjög á móti því að ganga í ESB aðrir séu nú svona frekar á því.
Magnús Helgi Björgvinsson, 4.8.2009 kl. 21:42
Guðmundur, undarlega, þeir voru hissa í RUV fyrir 2 dögum þegar ég skrifaði þeim í frettir@ruv.is og sagði meðal annar þetta, orðrétt:
Elle_, 4.8.2009 kl. 21:49
Magnús minn. Reyndu ekki ennþá að snúa út úr. Gallupp fylgir staðlaðri
viðurkenndri aðferðafræði, og nýtur mikils traust og virðingar varðandi
skoðanakannanir gegnum áraraðir.
ÞJÓÐARVILJINN LIGGUR FYRIR! NEI VIÐ ESB. - Og á eftir að stóraukast
á næstunni! EINÚNGIS 17% eru mjög hlynnt aðild að ESB!!! Mikið áfall
fyrir ykkur ESB-sinna.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 4.8.2009 kl. 21:53
Takk fyrir EE. Jú þetta er ALLT á eina bókina lært hjá RÚV. Því miður!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 4.8.2009 kl. 21:54
Spurningin er hvað getum við gert til að afstýra því að landráðamennirnir nái sínu fram. Áður en það er orðið of seint.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.8.2009 kl. 21:57
Magnús, þú þarft ekki að vera ofurkjánalegur, þótt þér líði illa.
Skoðanakönnunin sýnir t.d. 67,6% fylgi við þá þjóðaratkvæðagreiðslu um umsóknina, sem þið evrókratarnir svikuð þjóðina um (þ.e. atkvæðagreiðsluna, ekki bölvaða umsóknina). Ennfremur eru þau, sem eru eindregið gegn ("mjög andvíg") inngöngu Íslands í Evrópubandalagið, langtum fleiri (29,2%) heldur en hin, sem eru af þínu sauðarhúsi, þ.e. þau sem eru "mjög hlynnt" slíkri inngöngu (17,1%).
Sættu þig við það, að einungis rétt um sjöttungur landsmanna er sömu skoðunar og þú í því máli.
Þökk fyrir þín skrif, Guðmundur Jónas.
ÁFRAM ÍSLAND – EKKERT ESB-rugl !
Jón Valur Jensson, 5.8.2009 kl. 00:54
Í grunni stjórnlaga samninga EU stendur Evrópska Meginlands Sameiningin fyrir samstarf um að byggja upp og viðhalda innri Samkeppnigrunni Meðlima ríkjanna. Sameiginlegri Tollastefnu út á við. Draga úr vægi fjarlægða milli heimamarkaðanna Stórborga Stóriðjuveranna. Þau Meðlimaríki sem ekki standa sig hagstjórnarlega eftir að hafa fengið lán fyrir hagræðingu eru sögð brotleg við stjórnlaga samninga og geta átt von á löglegum efnahagsþvingunum af hálfu heildarinnar.
Efnahagstjórnunin á að vera eins hjá öllum Meðlimaríkjunum og sama hlutfallslega skipting sameiginginlegra þjóðartekna. Frakkar og Þjóðverjar og Bretar eru einu löndin sem geta dregið upp eða niður almennan kaupmátt í svona stýrikerfi sem stefnir að því að hann sé hlutafallslega jafn með tilliti til raunvirði sérhverjar almennar kaupmáttarkörfu samkeppni Meðlima ríkjanna.
Gervi-einkavæðing heldur uppi hlutfallslega stórum elítum. Hlutfallslega sami kostnaður verður í velferðakerfi allra Meðlimaríkjanna.
Þetta gerir það að verkum að lífskjör almennings, atvinnuleysi og velferðakerfi verður að meðaltali það sama á öllu meginlandinu. Það ríki sem sem fer að eyða hlutfallslega of miklu í almenning fyllist upp af öllum aumingjum EU.
Þessi efnahagstjórnarvél Hágreindra og hernaðarlegra EU ráðamanna sér um sig sjálf. Hún byggir á því sumar elítur eru með lægri greind en aðrar. Þær munu þræla sér út í vonlausri samkeppni að halda sínu hlutfallslega sæti um aldur og æfi.
30% hluti regluverksins er góð lesning og sparar speculations og tilvitnanir í aðra sem byggja á meðalgreind.
Ef almenningi hefði verið kynnt þessi milliríkja samningalög með stjórnlaga vægi um 1990 þá værum við langríkasti skuldlausi almenningur í heimi.
Skuldugur aðili í samkeppni sem lætur samkeppni aðila skammta sér frelsi. Þegar við eru komin inn þá förum við í samkeppni betli röðina og rödd okkar þagnar hjá 92% heimsins. Þótt illa innrætta meðalgreindar Elítan á Íslandi beri ekki virðinu fyrir lögum sem hún skilur ekki og hefur ekki ekki fengið þjálfum í að geyma í langtímaminninu almennar grunnforsendur þá gildir það ekki hjá sterku elítunum á meginlandinu. Þær útskrifast allar úr Háskólum með sígildum ágætis einkunnum í öllum grunnvísindum sem skipta máli við stjórnun heimsveldis. Það hefur ekki breyst frá því dögum Rómverja. Rökfræði og algebra og annað hernaðarlegt. EU sérfræðingar vita allt um hegðun meðalgreindar eftir væntanlegu Seðlabanka svæðum.
Hrunið hefur sannað fyrir umheiminum það sem sumir hafa alltaf vitað að fræðingar Ísland á svið efnahags og fjármála standa ekki undir nafni. Við erum í samkeppni efnahagstríði af því við erum ekki formlega inni í vonlausri einangrunar samkeppni sem lögleiðir efnahagsþvinganir gagnvart vanþroskuðum ríkjum.
Júlíus Björnsson, 6.8.2009 kl. 00:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.