Er formaður Sjálfstæðisflokksins með eftirþanka og móral v.icesave?
18.8.2009 | 00:23
Ekki að furða að formaður Sjálfstæðisflokksins sé kominn með
bullandi eftirþanka og móral út af stuðningi hans við Versala-
samning vinstristjórnarinnar vegna icesave. Því hér er um að
ræða enn ein pólitísku afglöpin hjá flokksforystu Sjálfstæðis-
flokksins. Henni er ekki sjálfrátt!! Að ætla að halda því fram að
svokölluðu fyrirvarar séu ígildi nýs samnings er út í hött. Sam-
ningurinn er í raun sá sami, og FYRIRVARANIR RÚMAST INNAN
HANS að mati þeirrar ríkisstjórnar sem hann gerði. Sem er hárrétt!
Hitt er svo allt annað mál hvenig fyrrverandi nýlenduveldi Bretar
og Hollendingar bregðast við þessum svokölluðu fyrirvörunum,
sem halda ekki vatni ef á reynir. - Það breytir ekki pólitískum
afglöpum flokksforystu Sjálfstæðisflokksins. -Því AÐ SJÁLFSÖGÐU
var og er hreinast í málinu að FELLA þenna þjóðsvikasamning,
sem á sér engann líkan í VERALDARSÖGUNNI, enda trompar hinn
illræmda Versalasamning frá 1919 algjörlega! En það gerði hin
handónýta flokksforysta Sjálfstæðisflokkins ekki, heldur skar
VINSTRISTJÓRN krata og kommúnista úr icesave-snörunni. Og
bjargaði þannig pólitísku lífi hennar til stórskaða landi og þjóð.
Meiriháttar pólitískt innsæi, eða hitt þó heldur!
Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú enn og aftur SVIKIÐ þá tug-
þúsunda kjósenda sem aðhyllast ÞJÓÐLEG BORGARALEGAR
HUGSJÓNIR. - Svar við slíku hlýtur að vera það að flokkur
þjóðlegra borgarasinnaðra kjósenda komi fram á næstunni,
ÖFLUGUR og ÁKVEÐINN. Íslenzkt FULLVELDI og íslenzkir
ÞJÓÐARHAGSMUNIR KREFJAST ÞESS Í DAG!!!!!!!
www.zumann.blog.is
www.fullvalda.blog.is
Stórskaðar hagsmuni Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:51 | Facebook
Athugasemdir
"Svar við slíku hlýtur að vera það að flokkur
þjóðlegra borgarasinnaðra kjósenda komi fram á næstunni,
ÖFLUGUR og ÁKVEÐINN. Íslenzkt FULLVELDI og íslenzkir
ÞJÓÐARHAGSMUNIR KREFJAST ÞESS Í DAG!!!!!!!"
Þessari hreyfingu er að vaxa fiskur um hrygg og býður alla fullveldissinna velkomna í sínar raðir:
ÁFRAM ÍSLAND
NEI við ESB - NEI við Icesave
Styðjum Samtök Fullveldissinna
http://www.fullvalda.is
http://fullvalda.blog.is/blog/fullvalda/
Ísleifur Gíslason, 18.8.2009 kl. 01:04
Sæll Guðmundur.
Já mér datt nú svipað í hug þegar ég las þessa frétt sem þú bloggar um.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 18.8.2009 kl. 01:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.