Icesavesinnar í meirihluta á Alþingi Íslendinga ?
18.8.2009 | 16:17
Það er hörmulegt fyrir land og þjóð ef icesave-hryllingurinn
verður samþykktur á Alþingi Íslendinga næstu daga. Eftir að
Sjálfstæðisflokkurinn og Borgarahreyfingin svikust undan
merkjum, og samþykktu icesave með málamyndafyrirvörum,
í fjárlaganefnd, er ljóst að útlit er fyrir að mikill meirihluti er
fyrir þjóðsvikasamningnum á Alþingi. Með tilheyrandi efna-
hagslegum þrengingum fyrir hina íslenzka þjóð næstu áratugi.
Alveg SÉRSTAKLEGA ber að gagnrýna Sjálfstæðisflokkinn í
þessu máli. Hann er ekki bara að svíka þjóðina, heldur að
bjarga ömurlegustu ríkisstjórn ALLRA TÍMA úr snörunni. Og
það vinstristjórn kommúnista og krata! Sem samþykktu
þennan þjóðsvikasamning, ígildi Versalasamnings í tíunda
veldi, og er auk þess búin að sækja um aðild Íslands að
Evrópusambandinu. Þar sem stórkostleg fullveldisskerðing
og afsal auðlinda á að bætis við icesave-fáttæktina, skv. ráða-
bruggi Samfylkingarinnar. Allt þetta virðist Sjálfstæðisflokk-
urinn horfa framhjá um leið og hann sker vinstristjórnina úr
icesave-snörunni. - Svo þýkist þessi flokkur á tyllidögum vera
málsvari þjóðlegra borgaralegra afl! Þvílíkt bull og öfugmæli!
Stórhluti íslenzkra kjósenda sem aðhyllast ÞJÓÐLEG og
BORGARALEG VIÐHORF hafa verið illilega svikin, í hverju
stórmálinu á fætur öðru. - Er nema að furða að sá stóri
kjósendahópur fari nú að hugsa sér nýjan málsvara í
íslenzkum stjórnmálum? Aulahátturinn á mið/hægri kanti
íslenzkra stjórnmála er algjör, enda afdönkuð vinstristjórn
komma og krata við völd nú í byrjun 21 aldar á Íslandi.
SKANDALL!!!!!
www.zumann.blog.is
Býst ekki við gagntilboði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:18 | Facebook
Athugasemdir
Heill og sæll; Guðmundur Jónas !
Jú; og þó eru þessir svika reikningar, langt í frá, það eina, sem dúkka skal upp, frá borðum ''gagnsæis'' og ''upplýstrar umræðu'' , Guðmundur Jónas.
Með beztu kveðjum; sem jafnan /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 16:32
Takk Óskar minn!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 19.8.2009 kl. 00:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.