Flokksforysta Sjálfstæðisflokksins í pólitísku rugli


   Er gjörsamlega hættur að skilja pólitík flokksforystu Sjálfstæðis
flokksins. Í tveim stærstu pólitisku hitamálum lýðveldisins, ESB-
umsókninni, og icesave, sat vara-formaður Sjálfstæðisflokksins
hjá. SKILAÐI AUÐU!!! - Og í isesave-málinu skilaði formaðurinn
líka AUÐU, en bætti um betur og  hvatti  forsetann til að hafna
sjálfsagðri kröfu kjósenda að fá að kjósa um þetta stórpólitíska
hitamál. Treystir hvorki sjálfum sér eða kjósendum til að taka af-
stöðu til þessa stórmáls, sem snertir hvert mannsbarn í landinu 
til næstu áratuga. Þá yfirlýsti formaðurinn í gær jákværi afstöðu
sinni til að taka virkan þátt í vinnu Alþingis varðandi umsóknina
að ESB. Umsóknina sem hann fyrr í sumar hafði sjálfur hafnað.

   Formaður Vinstri grænna hefur verið sakaður um stefnufestu
á borð við Ragnar Reykás. Flokksforysta Sjálfstæðisflokksins
má vel skipa slíka stefnufestupólitík, eða stefnuleysispólitík.
Því það að sitja hjá í jafn miklu stórmáli og icesaave hlýtur að
vekja stórar efasemdir um setu viðkomandi á Alþingi Íslendinga.

   Flokksforysta Sjálfstæðisflokksins er í algjöru pólitísku RUGLI,
eins og hún raunar hefur  verið síðustu ár. Enda sæti  þjóðin
ekki  uppi í dag með afdánkaða vinstristjórn kommúnista  og
krata hefði flokksforysta Sjálfstæðisflokksins verðið eðlileg,
normal. - Alvarlegast er þó  að engin teikn eru á lofti um að á
þessu verði breyting á næstunni. Stefnuleysið og aulahátturinn
virðist hafa tekið öll völd þar á bæ.

   Þetta ástand er stórhættulegt. Því á mið/hægri kannti íslenzkra
stjórnmála, þar sem þjóðleg borgaraleg viðhorf og gildi  eru til
staðar, ríkir nú algjört pólitískt tómarúm, vinstriöflunum  til mik-
illar gleði og ánægju. - Það tómarúm þarf því að fylla hið snarasta.
Þjóðarhagsmunir Íslands kalla á það!

    Því verða allir þjóðhollir Íslendingar að hugleiða nú stofnun
borgaralegs flokks er hafi þjóðleg viðhorf og gildi og sjálfstæði
þjóðarinnar að leiðarljósi.

     www.zumann.blog.is 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er svívirðilegt, að Sjálfstæðisflokkurinn vinni MEÐ svikasamningum og ríkisábyrgð á kannski 1000 milljörðum króna, sem okkur hefur aldrei borið að borga. Svo kallar þetta lánleysislið þetta "lánssamning", og þó hafa Bretar ekki lánað okkur eitt einasta penny! Að taka þátt í þessum skollaleik og Pótekmíntjöldum og stjórnarskrárbroti með hjásetu þessa flokks og með beinum þrýstingi Bjarna þessa á forseta Íslands, sem á ekki að taka fyrirskipunum frá þingmönnum né flokkseigendum, er yfirgengilegt. Já, svo sannarlega er illa komið fyrir hægri væng íslenzkra stjórnmála. En ég vil princíperaðan miðjuflokk, sem spannar jafnt yfir umhyggju með atvinnulífinu, verkafólki og starfsfólki af öllu tagi nema afætustéttunum sem eru orðnar allt of feitar og þurftarfrekar. Skerum þær niður! Byrjum í Efstaleiti; spörum okkur þrjá milljarða þar.

Jón Valur Jensson, 31.8.2009 kl. 02:12

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Dóra, það hefði breytt miklu fyrir Sjálfstæðisflokkinn, ef hann hefði hefði greitt atkvæði gegn samningnum og ef forysta hans hefði brugðizt drengilegar við í þessu máli. 1) Hann væri þá saklaus af þessum ólögum, gæti sagt eftir á, að hann hafi barizt gegn þeim. 2) Hann væri ekki að missa tiltrúnað margra félagsmanna sinna vegna ábyrgðarleysis eða meðvirkni með fordæðuskap vinstri flokkanna; ég er ekki sá eini, sem gengur úr flokknum vegna þessa (og hvar eru nú vökulu blaðamennirnir sem að fylgjast með úrsögnum úr flokknum?!). 3) Það gæti skipt sköpum fyrir þjóðina, hvernig flokkurinn beitir sér gagnvart hugsanlegri synjun forseta Íslands á lagasetningunni. En nú hefur Bjarni ungi sagt að forsetinn megi ekki synja – megi ekki trufla óráðsverk Steingríms J. og Jóhönnu, megi ekki fela þjóðinni æðsta vald í sínu lífshagsmunamáli!

Vissulega breytir það miklu, hvernig flokkurinn bregzt við í þessu máli. Vissulega getur það skipt sköpum, ekki aðeins fyrir hann, heldur þjóðina.

Jón Valur Jensson, 31.8.2009 kl. 12:21

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Takk Dóra. Jú Jón Valur. Held við séum að hugsa um sama flokkinn.
Flokk sem 100% sé hægt að treysta til að standa vörð um fullveldi og
sjálfstæði Íslands, þar sem innlimun í bandalög eins og ESB KOMI ALDREI
TIL GREINA. Flokk sem vill standa vörð um menningararfinn og þjóðtunguna, og þeirra þjóðlegu viðhorfa og gilda sem fylgt hafa þjóðinni
gegnum tímans rás.  Flokk sem ber hag íslenzks ALMENNINGS fyrst og fremst fyrir brjósti, og þar með stuðning við íslenzka velferðakerfið, og
ekki síst þeirra sem minna meiga sína. Flokk sem vill að þjóðin velji stakk
eftir vexti hverju sinni, en á því hefur orðið mikill misbrestur undanfarin
ár. Flokk manngildis, en ekki græðgi. Flokk heilbrigðar þjóðlegra íhaldsemi, en ekki frjálshyggju og öfgakenndrar alþjóðahyggju. Flokk landvarna,
og þjóðarstolts Íslendinga meðal annara frjálsra þjóða. Flokk þjóðfrelsis til handa öllum þjóðum heims, en ekki kúgunarbandalaga og miðstyrðra alþjóðaviðskipta sbr ESB. Flokk FRJÁLSRA HEIMSVIÐSKIPTA.

Já Þjóðlegan borgaralegann flokk á mið/hægrikannti íslenzkra stjórnmála,
þar sem barist verður gegn hinum hættulegu og andþjóðlegum vinstrisöflum. Bara sú skelfilega staðreynd, að Jóhanna og Steingrímur
SAMÞYKKTU hinn vítavrða og þjóðhættulega icesamning, ÁN NEINNA
FYRIRVARA, og ætluðu að keyra hann í gegnum Alþingi án þess að opinbera
hann, segir allt sem segja þarf um vinstrimennsluna á Íslandi.  Þetta
vinstralíð SVIFIST EINSKYNS í því að rústa íslenzku samfélagi, og ekki
síst velferðakerfi til áratuga, ef það þjónir þeirra flokkshagsmunum.
Hef aldrei orðið eins heifugur út í vinstrimennskuna á Íslandi eins og nú
þegar hún hefur flett ofan af sínu rétta eðli, sbr icesave og ESB-umsókn,
loksins þegar hún fekk landstjórnarvaldið.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 31.8.2009 kl. 13:42

5 identicon

Guðmundur og Jón lýsa þessu alveg rökrétt.  Sjálfstæðisflokksmennirnir sem sátu hjá gerðu ekki sitt til að lágmarka skaðann.  Það er órökrétt að þeir hafi gert það sem þeir gátu til að minnka skaðann þegar þeir sátu hjá.  Það hefði komið út sem 2-falt sterkari staða hefðu þeir ekki þagað eins og þeim væri sama.    Þar sýndu þeir svart á hvítu minnst eitt af þessu:

1. Þeir voru ekki voðalega andvígir Icesave
2. Þeir voru ekki heiðarlegir
3. Þeir þorðu ekki að segja NEI.

Og kannski enn verra að formaðurinn hefur opinberlega hvatt Forseta LÝÐVELDISINS til að skrifa undir nauðung gegn þjóðinni upp á kannski 1000 milljarða og meina alþýðu um þann lýðræðislega og sjálfsagða rétt að hafa síðasta orðið í þessu risa-vandamáli.   Hvort búum við í flokka-veldi eða lýðveldi?   Það er ljóst að Bjarni Ben heldur og vill að lýðveldið okkar verði gert að flokkaveldi.  Hann vill taka af okkur lýðræðið.  

ElleE (IP-tala skráð) 31.8.2009 kl. 13:58

6 identicon

Guðmundur:

ICESAVE: FJÁRKÚGUN: Gunnar Tómasson, hagfræðingur, hollenskur háskólakennari, Dirk Bezemer og bandarískur prófessor, Michael Hudson í hollenska fréttablaðinu de Volkskrant :



http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/08/31/segja_islendinga_beitta_fjarkugun/

http://extra.volkskrant.nl/opinie/artikel/show/id/4009/EU_moet_geen_deurwaarder_spelen

http://mbl.is/media/81/1681.pdf




ElleE (IP-tala skráð) 31.8.2009 kl. 15:29

7 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Takk fyrir ElleE

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 31.8.2009 kl. 21:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband