Því miður mun forsetinn samþykkja icesave - enda vinstrisinni !


   Því miður mun forseti Íslands samþykkja þjóðsvikasamning
vinstriaflanna um icesave. Þótt yfirgnæfandi meirihluti þjóðar-
innar sé andvígur icesave-samkomulaginu  skv. skoðanakönn-
unum. Vinstrisinnaður forseti eins og Ólafur Ragnar færi aldrei
að fara gegn ríkisstjórnarvilja fyrstu hreinræktuðu vinstristjórn-
ar lýðveldisins, í jafn stórmáli og þessu. Frekar fer hann fram
gegn þjóðarvilja, enda stutt útrásarmafíósanna gegnum tíð-
ina.  Þess utan hefur svo sjálfur formaður Sjálfstæðisflokksins
komið honum til aðstoðar og bjargar, og hvatt hann til að undir-
rita þjóðsvikasamninganna, eins furðulegt og  gjörsamlega
óskiljanlegt sem það nú er. - Enda í samræmi við allt ruglið,
aulaháttinn og aumingjaskapinn  þar á bæ.

   Það er tímanna tákn að það skuli vera HREINRÆKTUÐ vinstri-
stjórn og vinstrisinnaður forseti sem leggur þessar skulda-
drápsklyfjar á þjóðina til næstu áratuga. Drápsklyfjar sem þó
hefðu að öllu líkindum orðið enn meiri ef foringjar vinstriflokk-
anna, Jóhanna og Steingrímur, hefðu ein mátt ráða för. Almenn-
ingur á Íslandi, alþýðan, ég og þú, eru látin borga fyrir stórkost-
leg afglöp örfárra útrásarmafíósa í einkarekstri í útlöndum, án
NEINNA LAGAÁKVÆÐA ÞAR UM. Hvorki íslenskra né erlendra.
Hafi nokkurri þjóð verið nauðgað þá er það hin íslenska þjóð
með þessum sviksamlega samningi, sem er ígildi hins djöfullega
Versalasamningi í tíunda veldi. Allt í þágu hinnar ömurlegu og
óþjóðhollu vinstrimennsku Jóhönnu Sigurðardóttir og Steingríms
J Sigfússonar. 

   Vonandi verður þetta til þess að þorri þjóðarinnar átti sig á
hversu skaðræðisleg  stjórnmálastefna  vinstrimennskan  er.
Bæði fyrir þjóð og þjóðarhagsmuni, og ekki síst gagvart almenn-
ingi, og kjörum hans. Því þarna eru vinstrimenn sannarlega að
setja á þjóðina drápsklyfjar, með tilheyrand fáttækt, eymd  og
volaði til næstu áratuga, á íslenzka þjóð. BÚA TIL FÁTTÆKTRAR-
ÞJÓÐFÉLAG algjörlega að ástæðulausu. - Sem einmitt er fylgi-
fiskur vinstrimennskunar. Fóðurfæða hennar, sbr öll  örbirgðin
í fyrrum alþýðulýðveldum kommúnista, vinstrimanna. - Hef
aldrei verið eins mikill anti-vinstrisinni og eftir þessa stutta
reynslu af stjórnarfari núverandi ríkisstjórnar komma og krata.

   Vinstristjórn Jóhönnu og Steingríms hefur svikið íslenzka þjóð,
með því að standa ekki á rétti hennar, ásamt því að svíkja al-
þýðu Íslands, með því að setja hana í skuldadrápsklyfjar til
næstu áratuga algerlega að ósekju. - Slík stjórn þjóðsvika á
að hundsakat frá völdum þegar í stað!!!!!!!!

   Upp þarf svo að rísa sterkt og öflugt þjóðlegt borgaralegt
stjórnmálaafl, til að leiða þjóðina upp og fram á veg hagsældar
og íslenzkrar framtíðarsýnar, sbr skrif mín hér á undan.

     www.zumann.blog.is
mbl.is Hvattur til að synja Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Ég vona að þessu sinni hafir þú ekki rétt fyrir þér Guðmundur, sem væri þá í fyrsta skipti.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 1.9.2009 kl. 00:56

2 Smámynd: Björn Emilsson

Þjóðin hefur kosið þessa stjórn yfir sig. Loksins er tækifærið langþráða komið. Hrein vinstri stjórn. Studd af stjórnandstöðu. Ríkið er að eignast og/eða yfirtaka alla atvinnu og peninga starfsemi í landinu. Semsagt vinstri stjórn, það erum við. Líður ekki á löngu þangað til Íbúðamálsjóði ríkisins verð breytt í úthlutunarnefnd húsaleiguíbúða. Dettur mönnum í hug að þessir valdamenn láti af völdum, Þvi skildu þeir? Nú er bara spurningin? Hverjir verða ofaná, ESB sinnar er Rússasinnar. Þar stendur hnífurinn í kúnni hjá stjórnarflokkunum. Skildi þó aldrei vera að amríkumenn poti sér þarna inná milli, með kaupum á orkuveitum og láti til sín taka. Byggi orkuver til að drífa framtíðarmaskínur, lesist gagnaver, sín á Íslandi, sem lið í heimsvaldastefnu sinni. Allavega virðist Steingrímur samþykkur. Við lifum á krystalsöld. Talvan og öll sú tækni sem ´geimverur / aliens´ ráða yfir í Ameríku

hefur þegar lagt undir sig heiminn. Island er þar engin undantekning.

Björn Emilsson, 1.9.2009 kl. 00:58

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Skal veða mínum dálætis Tírólahatti Guðrún! Óli mun samþykkja icesave!

Björn minn. Þú ert gjörsamlega á pólitiskum villigötum!!!!!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 1.9.2009 kl. 01:08

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Skal ,,VEÐJA" átti þetta að vera.......

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 1.9.2009 kl. 01:18

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Verum ekki með hrakspár, Guðmundur Jónas. Biðjum fyrir forsetanum og hans óhemju-mikilvægu ákvörðun. Biðjum fyrir sjálfstæði hans og hyggindum, einurð og föðurlandsást, og heitum því að standa með honum í storminum, ef okkur verður að von okkar. Tölum vel um forseta landsins, og heitum honum trúnaði, meðan hann heldur trúnaði við okkur.

Jón Valur Jensson, 1.9.2009 kl. 10:04

6 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Er ekki með neina hrakspár Jón Valur minn. Enda mun það senn koma í ljós.
Innra eðli fyrrverandi leiðtogi hérlendra kommúnista og sósíalista breytist aldrei,  eins og sagan sýnir, enda hefur hann aldrei verið forseti í mínum augum..........

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 1.9.2009 kl. 21:23

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sæll aftur, vinur. Ég hygg, að bakgrunnur Ólafs sé ekki kommúnismi eða harður sósíalismi, miklu fremur þjóðleg Framsóknarstefna, með ávæningi af tækifærismennsku, a.m.k. á köflum. Nú er hann hins vegar búinn að ávinna sér það að geta verið óháður og tekið afstöðu sem slíkur. Mér hefur jafnvel heyrzt hann tala þannig um EB-málefni í áramótaræðu, með vökulu auga á lífshagsmunum þjóðar okkar. Hann hefur áður komið á óvart. Biðjum fyrir honum og þjóðinni; það er rangt að gefa frá sér vonina.

Jón Valur Jensson, 1.9.2009 kl. 23:12

8 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Vona minn vinur Jón Valur að þú verður bænheyrður í þessu. En því miður
minn kæri telst ég til mikilla efasemdarmanna hér, og kenni minni kristinni
trú þar ekkert um!  En, spyrjum að leikslokum...........

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 2.9.2009 kl. 00:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband