Forsetinn í icesave-hópinn - Vinstrimenn afhjúpaðir !


    Hinn vinstrisinnaði forseti hefur nú samþykkt icesave-samning
vinstristjórnar kommúnista og krata. Þannig hafa ÖLL vinstriöflin,
með forseta sinn í broddi fylkingar, lagt drápsskuldaklafa á þjóið-
ina til næstu áratuga, henni ALGJÖRLEGA AÐ ÓSEKJU. Loks þegar
vinstrimenn eru loks allsráðandi á Íslandi gerist þetta. Stórkost-
leg lífskjaraskerðin er lögð á almenning til áratuga vegna þjóð-
svika vinstrisinnaðra afla að hafa ekki gætt þjóðarhagsmuna Ís-
lendinga. Þetta er ein mesta pólitíska niðurlæging vinstrimanna
á Íslandi frá upphafi, og er þó af nógu að taka. Þeir hafa nú gjör-
samlega afhjúpað sig sem óvinir íslenzkra hagsmuna og almenn-
ings á Íslandi.

   www.zumann.blog.is
mbl.is Forsetinn staðfestir Icesave-lög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll; Guðmundur Jónas, æfinlega !

Þessi undirritun Ólafs; sannar enn sem oftar, hversu lítilsvirðing hans, við land og fólk og fénað, er; og hefir verið, allt frá óhappa kjöri hans, árið 1996.

Þægur taglhnýtingur valdastéttanna; fyrir hverjum, við höfum enga viðringu, til að bera.

Með beztu kveðjum; sem öðrum fyrri, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 2.9.2009 kl. 13:29

2 identicon

Hvílík niðurlæging fyrir alþýðu landsins.  Forsetinn og yfirvöld bara búin að skuldbinda okkur við ógeðlslega nauðung sem aldrei hefði einu sinni átt að fara inn í Alþingi okkar.   Hversu lágt getur fólk lagst?   

ElleE (IP-tala skráð) 2.9.2009 kl. 17:19

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

ElleE. Bara að minna ykkur á að Hvorki Sveinn, Ásgeir, Kristján né Vigdís vísuðu nokkru máli til þjóðarinnar! Þó hafa komið upp stór mál eins og úrfærslur landhelginar, EFTA, EES, NATÓ og fullt af málum sem deilt var um.

Magnús Helgi Björgvinsson, 2.9.2009 kl. 17:40

4 identicon

Aldrei fyrr hefur nokkur forseti stutt nauðung gegn þjóðinni vegna glæpabanka.   Og minni þig á það. 

ElleE (IP-tala skráð) 2.9.2009 kl. 19:44

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Merkilegt að þessi svokallaði forseti skyldi á sínum tíma neita að samþykkja fjölmiðlafrumvarp sem hafði í sér mikla möguleika á að koma í veg fyrir að hann sjálfur seinna meir þyrfti að ganga plankann út alla leið ofaní Heklugíga Íslandssögunnar sem ævarandi þjóðarræfill til þess eins að skella hand- og fótajárnum fjárglæfraskulda á þjóðina alla í fallinu. Þetta er nú meiri vesalingurinn þessi maður. Hann er hvorki forseti þjóðar né lands. Hann er bara vesalingur

Gunnar Rögnvaldsson, 2.9.2009 kl. 20:07

6 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Jú þetta er allt með ólíkindum Gunnar, Óskar og Elle. Að það skuli vera
vinstrielítían á Íslandi með forsetan í fararbroddi sem gerir slíka atlögu
að þjóðinni. Hef raunar aldrei getað litið á fyrrverandi leiðtoga sósíalista
sem forseta Íslands, enda kosið ætíð á móti honum!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 2.9.2009 kl. 21:33

7 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bíddu ElleE hvað fylgdi inngöngu okkar í Nató. Við urðum að samþykkja hersetu hér til frambúðar. Og þú mannst eftir átökunum 1948. Búsáhaldabyltingin var hátíð miðað við það sem fólk þurfti að þola á Austurvelli þá.

Útfærsla Landhelginar fylgdi stríð við Breta án þess að þjóðin hafi verið spurð. Það voru ekki einusinni skoðanakannanir þá. Þeim fylgdi líka viðskipabönn sem bitnuðu á öllum aðkaupum. En fólk var nægjusamara þá. Við urðum að flytja hingað inn Sovétska bíla því að það var eina þjóðin sem var til í að eiga viðskipti við okkur í nokkur ár. Reynar hefði þjóðin sjálfsagt verið til í þessar þrengingar en hún var aldrei spurð.

Magnús Helgi Björgvinsson, 2.9.2009 kl. 21:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband