Uppstokkun í utanríkisþjónustunni kattarþvottur !
12.9.2009 | 00:36
Fyrirhuguð uppstokkun í utanríkisþjónustunni er ekkert
annað en kattarþvottur. Tilfærslur í þeim tilgangi að auka
enn á útgjöldin, enda draumur utanríkisráðherra að ganga
í ESB, sem myndi hafa tröllvaxinn útgjöld í för með sér.
Utanríkisráðuneytið hefur þanist út á umliðnum árum eins
og um fleiri milljón manna þjóð sé að ræða. Fyrir utan allt
bruðlið og sukkið, sbr. ævintýramennskan kringum umsókn
Íslands að Öryggisráði SÞ, og allur flottræfilshátturinn kring-
um sendiráðin. Svo örfá dæmi séu nefnd. Þetta gengur ekki
lengur. Og ekki síst í ljósi efnhagshrunsins í dag.
Enn og aftur þarf hér nýtt þjóðlegt ábyrgt stjórnmálaafl að
koma til, og HREINSA ÆRLEGA til í þessu, sem og í öllu öðru
er lítur að stjórnkerfinu. AÐLAGA ÞAÐ að HAUSATÖLU þjóðar-
innar! Íslenska stjórnmálaelitían, nú með Össur Skarphéð-
insson utanríkisráðherra og ESB-sinna í fararbroddi hefur
nefnilega ætið verið um megn að hafa fámenni þjóðarinnar
í huga við stjórn landsins, og því hefur stakkurinn aldrei
verið sniðinn út frá því. Enda upplausnin á Íslandi í sam-
ræmi við það í dag!
Já, þú þjóðlegi íhaldsflokkur, þú hlýtur vera á leiðinni!!!
www.zumann.blog.is
Uppstokkun í utanríkisþjónustunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Heill og sæll; Guðmundur Jónas, sem jafnan !
Ég var nú ekki; búinn að halda lengi úti, minni spjallsíðu, svo sem, þegar ég ámálgaði, við dræmar undirtektir flestra, að skera þyrfti niður sendiráða- og utanríkis væðinguna, allt að 90% - hið minnsta, Guðmundur.
Með beztu kveðjum; sem öðrum fyrri /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 02:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.