Enn eitt kjaftshöggið á ESB-sinna !


   Skv. nýrri könnun Capacent er yfirgnæfandi meirihluti
Íslendinga andvígur aðild Íslands að ESB. Um 50% eru
andvígiir en 33% með. Þetta er mesta kjaftshögg á ESB-
sinna sem þeir hafa fengið til þessa.

  Þetta gerist einmitt þegar Samfylkingin hefur nauðgað
aðildarumsókn að ESB gegnum Alþingi Íslendina. Algjör-
lega í óþökk stórs meirihluta þjóðarinnar.

  Réttast væri að ríkisstjórnin tæki umsóknina að ESB hið
snarasta til baka. Hún er í ALGJÖRRI andstöðu við ÞJÓÐ-
ARVILJANN!! - Ljóst er að hin íslenzka þjóð mun ALDREI
samþykkja stórkostlegt fullveldisafsal og afhendingu
sinna mikilvægu auðlinda  undir yfirþjóðlegt vald. Svik-
ráð  og undirferli Samfylkingarinnar gagnvart íslenzkri
þjóð og íslenzkri framtíð VERÐUR AÐ LJÚKA!!! Ef ekki
með sæmilegri sátt, þá með illu!  Því sjálfstæði og fram-
tíð ÍSLENZKRAR ÞJÓÐAR er í veði !

      www.zumann.blog.is

  
mbl.is Fleiri andvígir en hlynntir ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Ætli Jóhanna og Össur viti af þessu ?  Er hugsanlegt að Jóhanna, sem keppst hefur eftir vinsældum almennings með því að kappkosta að gera allt fyrir alla, viti ekki að þjóðin vill ekki ESB ? 

Ef Jóhanna ætlar að þröngva ESB niður í kok þjóðarinnar, hvaða dóm ætli Jóhanna fái hjá þjóðinni.  Ætli hún yrði sátt við þau eftirmæli sem hún fengi sem forsætisráðherra ?

Tómas Ibsen Halldórsson, 15.9.2009 kl. 14:17

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þeim fjölgar hérlendis dag frá degi sem mótfallnir eru ESB aðild. Það kemur því ekki á óvart að æ fleiri "frammámenn" hjá ESB vilji flýtimeðferð fyrir Ísland.

En Sossar munu auðvitað ekki taka tillit til þjóðaratkvæða greiðslu þegar þar að kemur - og ÞÁ verður allt vitlaust.

Kolbrún Hilmars, 15.9.2009 kl. 16:17

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Takk Tómas og Kolbrún. Kannski komin skýring á því hvers vegna
jóhanna er í felum gagnvart erl.fjölmiðlum og orðin mannafæla gagnvart
íslenzkri þjóð..  Fer allsstaðar ÞVERT á þjóðarviljann í langstærsu málunum, icesavae og nú ESB-umsókninni.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 15.9.2009 kl. 16:34

4 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Ég er farinn að halda að Íslendingar mundu ná sér fljótt upp eftir bankahrunið,ef ráðamenn vorir væru ekki með allan hugann við patentlausnir,eins og ESB.aðild.

Ragnar Gunnlaugsson, 15.9.2009 kl. 17:42

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta eru ekki einu sinni 50% á móti 33%, heldur 50,2% á móti 32,7%, þ.e.a.s. 61,16% gegn 38,84%, ef aðeins eru taldir þeir, sem afstöðu tóku. Áberandi er líka, hve ákveðnari meining er að baki afstöðu þeirra, sem eru andvígir inngöngu í Evrópubandalagið heldur en hjá hinum, sem eru fylgjandi henni. Þannig eru aðeins 16,1% "örugglega með aðild," en 22,4% (allmiklu fleiri) "sennilega með aðild," en þegar kemur að mótstöðufólkinu, snýst þetta við, auk þess sem tölurnar þar eru miklu hærri: 22,9% eru "sennilega á móti aðild", en heil 38,6% "örugglega á móti aðild".

Þetta er þjóðin, sem Össur, Seingrímur og Jóhanna óttuðust svo, að þau neituðu henni um að fá þjóðaratkvæðagreiðslu um þessa auðmjúku umsókn þeirra. Þjóðin kærir sig ekkert um Evrópubandalagið, en er ekki spurð af ráðamönnum sínum.

Bakland okkar er því öflugt, Guðmundur Jónas!

Jón Valur Jensson, 15.9.2009 kl. 21:05

6 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Já Jón minn Valur. Getum óskað okkur og þjóðinni til hamingju með þessa
niðurstöðu. En baráttan er rétt byrjuð og sjálft stríðið um frjáls og sjálfstætt
Ísland ekki unnið!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 15.9.2009 kl. 21:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband