Niðurlægja á Alþing Íslendinga !


    Nýlenduveldi ESB, Bretar og Hollendingar, tókst í sumar að
svínbeygja vinstristjórn krata og kommúnista í icesave-deilunni,
og  láta hana undirrita alversta Versalasamning allra tíma.  Al-
þingi brást við með fyrirvörum til að reyna að lágmarka  tjónið,
sem var afar umdeilt. Nú koma þessi sömu nýlenduveldi ESB,
og ætla að niðurlægja Alþingi Íslendinga, og krefjast veigamik-
illa breytinga á þeim fyrirvörunum, sem það gerði. Útþynna þá,
sem þó voru hvorki fugl né fiskur.

   Til að þjóðin haldi haus í þessari meiriháttar aðför nýlendu-
þjóða ESB  að efnahagstilveru Íslendinga, má Alþingi hvergi
kvika eða gefa eftir, eins og málum er nú háttað. Og ef hin
and-þjóðlega vinstristjórn ætlar ekki að standa í lappirnar
gagnvart íslenzkum þjóðarhagsmunum,  VERÐUR hún að
hundskast frá völdum TAFARLAUST!  Afglöp hennar í öllu
þessu icesave-máli eru slík stórkostleg ÞJÓÐASVÍK, að hún 
VERÐUR að víkja!

  Annars mun þjóðin og þjóðleg öfl hennar taka völdin í
sínar hendur!

  ÁFRAM ÍSLAND!!   E K K E RT  ESB!

    www.zumann.blog.is
 
    
mbl.is Ekki „afsláttur" af fyrirvörum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Rétt Guðmundur.

Ríkisstjórnarflokkarnir hafa gerst sekir um afglöp og eiga að sjá sóma sinn í því að fara frá.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 18.9.2009 kl. 01:35

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Endilega lítið á þessa vefslóð, og sleppið því ekki að lesa athugasemd mína þar undir:

http://blogg.visir.is/jvj/2009/09/17/stj-2/

Með samstöðukveðju,

Jón Valur Jensson, 18.9.2009 kl. 02:02

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Samkvæmt EU hugsanahætti er þetta allt eitt sjónarspil.

Upphafleg markmið Útþensla EU kjarnans.

Langvarandi trygging hráefna  [og stigsvinnslu þeirra: mengunarskattar] og orku.

Aðferðir hefðbundnar lánafyrirgreiðslur og safna skuldum bráðarinnar á eina hendi í samræmi við þvingunarmátt samninganna: loka lánalínum beina fjárfestingu frá vonda Meðlima-Ríkinu.

Auðvitað á ferlinu geta EU aðilarnir ekki samþykkt að Ísland eigi seinasta orðið. Það kemur svo illa út í augum hins stóra almennings og á spjöldum sögunnar.

Hinsvegar er búið að votta að viðum þurfum að bíða lengur en til 2024 innan EU eftir því að almenn kjör batni hér.  Hvað vilja Kína, Formósa, Japan, Kanada, Rússar, .... borga okkur fyrir bein viðskipti um að skipta á milli sín því sem nú er á hendi eins aðila EU?  Að sjálfsögu bjóðum við öll skúffu fyrirtæki velkomin undir okkar lögsögu, ef við skildum þjóðnýta þau síðar. Kaupa okkur úr stöðugleika áformum EU.

Júlíus Björnsson, 18.9.2009 kl. 02:49

4 Smámynd: Haraldur Baldursson

Bretar og hollendingar, vanir samningamenn, tóku ekki afstöðu til fyrirvara Alþingis, fyrr en þeir voru frágengnir þaðan. Gerum það sama, tökum ekki afstöðu til krafna breta og hollendinga, fyrr en hún liggur fyrir opinberlega. Það væru mikil mistök að fjalla um kröfur þeirra opinberlega fyrr en þær eru formlega komnar á okkar borð. Sýnum yfirvegun góðra samningamanna.

Reynum að klúðra ekki málum að nýju !

Áfram Ísland ekkert ESB !

Haraldur Baldursson, 18.9.2009 kl. 08:33

5 Smámynd: Ísleifur Gíslason

Alþingi á að mínu mati bara einn kost í stöðunni, það er að semja upp á nýtt um Icesave ella verði málinu vísað til þar til bærra dómstóla.

ÁFRAM ÍSLAND
NEI við ESB  -  NEI við Icesave

Styðjum Samtök Fullveldissinna
http://www.fullvalda.is

http://fullvalda.blog.is/blog/fullvalda/

Ísleifur Gíslason, 18.9.2009 kl. 13:28

6 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Þakka kærlega innlitin hér !

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 18.9.2009 kl. 15:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband