Ha? Óeirðir í Mekku ESB ?


   Miklar  óeirðir urðu í einum af FÁTÆKAHVERFUM Brussel í
gær sbr Mbl.is. Athygli vekur að þessar óeirðir skulu eiga
sér stað í sérstöku FÁTÆKAHVERFI í Brussel, en sem kunn-
ugt er þá eru HÖFUÐSTÖÐVAR ESB þar staðsettar. Athyglis-
vert að óeirðirnar tengjast gjörólíkum menningarheimum.
En ESB-báknið í Brussel hefur einmitt gefið sig út fyrir að
vera alveg einstök og  sérstök brú milli  ólíkra  þjóða og
menningarheima, og útrýmingar fátæktar (fátæktarhverfa) 
í heiminum. 

   Hvernig má þetta vera ?

   Ómarktæk frétt ?


  ÁFRAM ÍSLAND! - EKKERT ESB!

  www.zumann.blog.is
  www.fullvalda.is
mbl.is Óeirðir í Brussel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Frábær fyrirsögn hjá þér, félagi. Ég hlæ enn.

Þarf ekki að senda Eirík Bergmann, Össur, Jóhönnu, Jón Baldvin, Árna Þór Sigurðsson, Þorgerði Katrínu, Árna Pál, Jón Valdimarsson, Vilhjálm Egilsson, Úlfar Hauksson, Hallgrím Thorsteinsson, Hjálmar Sveinsson, Halldóru Friðjónsdóttur, Baldur Þórhallsson, Andrés Pétursson, Gylfa Arnbjörnsson og allt það lið í pílagrímsferð í þessi fátækrahverfi Brussusels, svo að þau komi til baka með nokkrar kúlur á hausnum og betur áttuð um eðli tilverunnar?

Jón Valur Jensson, 19.9.2009 kl. 17:40

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Þú ert bjartsýnn Jón minn Valur að fráhvarfseinkenni þessa fólks hverfi
bara við að senda það til Brussel. Þegar fólk hefur sýskt af alvarlegum
kvilla á það oft mjög  erfitt með að jafna sig á honum, nema það fari þá í sérstakar endurhæfingarbúðir í kjölfarið. Kannski!   

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 19.9.2009 kl. 17:58

3 identicon

Nei, ólíklegt að það bæti hug þeirra og innsýn í himnaríki.  Sýking getur verið ólæknandi.   Það má samt prófa að troða þeim þangað með valdi.   Sama valdi og þau ÆTLA að troða okkur þangað.

ElleE (IP-tala skráð) 19.9.2009 kl. 19:45

4 identicon

Heill og sæll; Guðmundur Jónas - sem og, þið önnur, hér á síðu !

Ætli Belgar (Flæmskir og Frakkneskir); fari nú ekki að glöggva sig á, hvers lags herlegheit þeir hafa undirgegngist, með því að hýsa aðal bækistöðvar gömlu Evrópsku nýlenduveldanna, í túnjaðri Brussel, gott fólk ?

Með beztu kveðjum; sem oftar og fyrri /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.9.2009 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband