Ætlar vinstristjórnin að uppræta lögregluna ?


     Forsætisráðherra upplýsti á flokksfundi Samfó í gær að til
skoðunar  væri  að leggja  embætti Ríkislögreglustjóra niður í
hagræðingarskyni, og til að gera lögregluna sjáanlegri.

   Í framhaldi af þessu má spyrja hvort vinstristjórn Jóhönnu-
Sigurðardótir hyggst uppræta löggæsluna í landinu?  Því svo
mikill hefur niðurskurður til löggæslunnar verið að undanförnu,
að hættuástand ríkir. - Og ef á að fara að leggja sjálft Ríkislög-
reglustjóraembættið niður, sem gegnir mjög mikilvægu hlutverki
að hafa heildaryfirsýn yfir  innri  sem  ytri  öryggismál  íslenzka
ríkisins, þá er málið orðið grafalvarlegt.

   Enn eitt dæmið um VÍTAVERT ábyrgðarleysi vinstrimanna í
öryggismálum þjóðarinnar.  Vinstrimenn á Íslandi hafa ætið
sett heimsmet í ábyrgðarleysi og skilningsleysi í öryggis- og
varnarmálum þjóðar sinnar. Síðasta og fráleita útspil forsætis-
ráðherra sannar það. - Til að spara milljarð í þessum mikilvæga
löggæslugeira hefði forsætisráðherra frekar átt að koma með
tillöguna um að hætta við Schengen-rugl samstarfið við ESB,
ásamt að draga rugl-umsóknina að ESB  til  baka.  Bara  þar
væru kominir á þriðja milljarð í sparnað.  En það má ekki nefna,
enda hefði það svo rosalega mikil  trúflandi  áhrif  á  villtustu
blautu drauma Samfylkingarinnar um ESB-alsæluna. - Að ekki
sé talað um ICESAVE-ÞJÓÐSVIKASAMNINGINN!!!

    Burt með hina and-þjóðlegu vinstristjórn kommúnista og
krata.  BURT með icesaveflokkanna!!!

    www.zumann.blog.is
    www.fullvalda.is


  

  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Aldrei ertu ánægður..

hilmar jónsson, 27.9.2009 kl. 00:54

2 Smámynd: Björn Birgisson

Þú trúir eigin orðum, er það ekki? Alltaf gaman að kíkja á bullið þitt! Las í dag allt sem ég fann á fullvalda.is. Þú veist jafnvel og ég að þessi samtök koma aldrei manni að á Alþingi. Þú veist að þau eru andvana fædd, eða er það ekki? Samt gaman að reyna auðvitað. Gangi ykkur sem best!

Björn Birgisson, 27.9.2009 kl. 00:54

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Takk Hilmar og Björn. Okkar tími kemur þegar tími annara fer!  Og  ÞAÐ
SNÖGGLEGA!!!!!!!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 27.9.2009 kl. 01:15

4 identicon

Heill og sæll; sem jafnan, Guðmundur Jónas-líka sem, aðrir, hér á síðu !

Mér sýnist nú; sem vaktarar (lögregla), verði duglegastir í, að uppræta sjálfa sig, fari þeir ekki að taka sig saman um, að standa með fólkinu í landinu, í þeim byltingar aðgerðum, sem fyrir durum standa, á næstu vikum, að óbreyttu.

Það; mun ekki ganga átakalaust, að koma illgresi Sjálfstæðis- og Framsóknar flokka - sem og Samfylkingar, á það bál, sem því ber, Guðmundur - auk; þeirrar sótthreinsunar, sem fara þarf fram, eftir grams VG hreyfingarinnar, einnig.

Þá; nytu löggæzlumenn, já; og Tollheimtumenn sem Landhelgisgæzlu, virðingar Alþýðunnar, skipuðu þeir sér, í hennar raðir - þá; velta skal sorp stjórnarfarinu hér, á Fróni !!!

Með beztu kveðjum; sem áður og fyrri /

Óskar Helgi Helgason

 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 27.9.2009 kl. 02:02

5 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Sælir allir.

Það hefur verið fljót yfirferð hjá þér Björn að lesa það litla sem er á fullvalda.is, en það mun rætast úr því bráðlega.  Ég myndi ekki afskrifa samtökin strax ef ég væri þú.

Axel Þór Kolbeinsson, 27.9.2009 kl. 11:00

6 identicon

Líka alveg óþarfi að  koma hingað inn kalla það "bull" sem Guðmundur er að skrifa.  Og ef það er svona mikið "bull", því lesa það?

ElleE (IP-tala skráð) 27.9.2009 kl. 11:48

7 Smámynd: Björn Birgisson

Point taken!

Björn Birgisson, 27.9.2009 kl. 12:11

8 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Óskar minn. Íslenzka lögreglan hefur, er og VERÐUR ÆTÍÐ í þjónustu
íslenzks almenings, og hefur mjög miklu hlutverki að gæta  sbr.
Ríkislögreglustjóraembættið meðan við höfum enn ekki komið okkur
upp sérstakt Þjóðvarðlið, sem mér finnst sjálfsagt og nauðsýnlegt sem
Fullvaldasinni.

Takki fyrir Axel Þór og ElleE. 

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 27.9.2009 kl. 13:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband