Með Davíð á heilanum
27.9.2009 | 15:12
Þetta er að verða ansi pirrandi. Ekki opnað fyrir einhvern
viðtalsþátt þá skuli Davíð Oddsson nýráðinn ritstjóri vera
helsta umræðuefnið. Og það á mjög neikvæðum nótum.
Einkum vinstrimanna, og þeirra sem virðast hafa Davíð svo
á heilanum, að það er orðið nánast sjúklegt.
Að sjálfsögðu er Davíð umdeildur, enda fyrrverandi stjórn-
málamaður. En hvaða stjórnmálamaður er það ekki? Hvað
með Jóhönnu Sig og Steingrím J ? Í hverju standa þau
skötuhjú í dag? Að skuldsetja íslenzka þjóð hátt í ÞÚSUND
MILLJARÐA, sem þjóðin BER ALLS EKKI AÐ GREIÐA ? EKKI
KRÓNU! Með hrikalegum efnahagslegum afleiðingum til
næstu áratuga. OG ÞAÐ FYRIR SKULDIR ÚTRÁSARMAFÍÓSA
að annars glæpahýskis, sem þjóðinni er ALGJÖRLEGA óvið-
komandi. Hefur Davíð Oddsson framið slíkan STÓRGLÆP
gagnvart þjóð sinni? Og í hvaða þjóðríki myndi slíkum
stjórnmálamönnum og Jóhönnu og Steingrími verða liðið
slík þjóðarsvik? Fyrir svo utan það að vilja troða Íslandi
inn í erlent ríkjabandalag með tilheyrandi fullveldisafsali
og afsali helstu auðlinda til yfirþjóðlegs valds. Einmitt til
þeirra sem nú ganga hvað harðast í því að kúga okkur í
icesave-þjóðsvikasamningum. Hvers vegna lokar vinstra
augað fyrir glæpum þessara stjórnmálamanna, og segir
ekki upp áskriftinni af icesace-stjórninni, en einblínir á
einhvern ritstjórnarstól upp í Hádegismóum?
Allt er þetta með hreinum eindæmum.!
www.zumann.blog.is
www.fullvalda.is
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Heill og sæll; Guðmundur Jónas, æfinlega !
Jah; maðurinn (Davíð Oddsson), er svona álíka trúverðugur, og plágur okkar hinar, Jóhanna og Steingrímur, þér að segja, gamli vinur.
Ég get ekki; með nokkru móti, skilið viðurkenningu þeirra Hádegis móa manna (Mbl. manna), á honum, og að lyfta honum, á þennan sess, sem mörgum öðrum hæfari, hefði átt að skipa, fremur.
Og; hér tala ég - hver; telst víst vera, lengst úti á hægri brún, sem kunnugt er.
En; dekri sumra Íslendinga, við núverandi stjórnmálamenn, sem aðra afdankaða, eru víst engin takmörk sett.
Því; er svo komið - sem komið er, Guðmundur minn.
Væri; bændum - sjómönnum - verkamönnum og iðnaðarmönnum, hossað jafn hátt, þá teldist nú siðmenningin einhvers virði hér, á Fróni.
En; svo er nú ekki, því miður.
Með beztu kveðjum; sem jafnan og ætíð, úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 27.9.2009 kl. 16:31
Óskar minn. Ekki að búast við að við getum verið sammála í öllu, þótt oftar
en ekki séum við það. Með bestu kveðjum!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 27.9.2009 kl. 21:05
Komdu sæll; að nýju, Guðmundur Jónas !
Viltu þá; að við stöndum í stað ?
Eru hvítflibbarnir; sem og blúndu kerlingarnar, ekki búin að sanna gagnsleysi sitt ?
Treystir þú ekki; vinnandi stéttum framleiðslu - sem verðmæta sköpunar til, að taka við valdataumunum hér ?
Mér þætti akkur í; að fá svör þín, við þessum spurningum, fullveldis sinni góður.
Með beztu kveðjum; sem áður og fyrri, jafnan /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 00:33
Jú Óskar minn. Er einn af almúga þessa lands vinnandi stétta, og hef lugann úr ævinni starfað sem bókari í framleiðslugeiranum anti-kvítflibbum.
Þurfum að fara hittast yfir kaffibolla fullveldis sinni góður. Mínar bestu kveður!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 28.9.2009 kl. 01:19
Heill og sæll; sem oftar, Guðmundur Jónas !
Þakka þér; einurð alla, sem drenglyndi svara þinna, sem oftar.
Jú; ég mun hafa samband við þig, við tækifæri, þá ég er að erinda - vestan Sýslumarkanna, á haustdögum komandi.
Með beztu kveðjum; sem áður og fyrri /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 01:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.