Heimsókn forseta sem aldrei var farin ? Skýringa þörf !
28.9.2009 | 00:15
Ánægjulegur kosningarsigur Angela Merkel í Þýzkalandi rifjar
upp heimsókn forseta Íslands til Þýzkalands fyrir tæpu ári, sem
aldrei var farin, og sem aldrei hefur fengist skýring á. En um
mánaðarmót okt/nóv í fyrra var forseta Íslands boðið af forseta
Þýzkalands í opinbera heimsókn. Henni var aflýst á síðustu
stundu af forsetaembættinu íslenzka. En EINMITT þá hefði verið
kjörið tækitæri fyrir forseta Íslands að hitta leiðtoga öflugsta og
stærsta ríkis Evrópusambandsins, til að útskýra málstað Íslands,
fyrir einni bestu vinarþjóð Íslendinga. Hefja þannig sókn fyrir
málstað Íslands, sem aldeilis var ekki vanþörf á þeim tíma, þegar
hryðjuverkalög Breta höfðu tekið gildi. EKKERT varð úr heimsókn-
inni.
Full ástæða er til að vekja athygli á þessu. Því furðu hljótt hefur
verið um heimsókn þessa sem aldrei var farin. Forsetaembættið
skuldar skýringar, því varla trúir maður að þarna hafi átt í hlut
fordómar í garð Þjóðverja á Bessastöðum. En engu að síður, er
þetta meiriháttar móðgun gagnvart mikilli vinarþjóð!!!
Vert er svo að óska Angelu Merkel kanslara til hamingju með
sigurinn, og að vera nú loksins lausa við sósíaldemókratanna úr
ríkisstjórninni. - Vonandi verður henn senn boðið í heimsókn til Ís-
lands, til að styrkja enn frekar hin góðu vináttubönd Íslendinga
og Þjóðverja.
www.zumann.blog.is
www.fullvalda.is
Angela Merkel lýsir yfir sigri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.