Enn eitt kjaftshöggið á ESB-sinna !
29.9.2009 | 00:20
Krónan bjargar Íslandi. Evran hefnir sín á Írum. Þetta er
niðurstaða ekki ómerkari aðila en Greiningardeildar Deuts-
che Bank. - Enn eitt kjaftshöggið á ESB-sinna og málstað
þeirra um að taka upp evru. - Íslendingar verða fljótari en
Írar að komast út úr kreppunni, vegna sjálfstæðrar myntar.
Sveigjanleiki Íslands og samkeppnisstaða er mun meiri en
Íra vegna fljótandi gengi krónunar að mati Deutsche Bank.
Hrun krónunar var vegna hruns fjármálakerfisins sökum
stórgallla EES-regluverksins og meiriháttar óstjórnar í efna-
hagsmálum til fjölda ára. Af þeim sökum var krónunni nánast
nauðgað. - En nú, eftir ósköpin, rís hún upp aftur þessi
hetja, og tekur að afrugla efnahagskerfið. Tekur hreinlega
völdinn af stjórnleysinu. Tekur stöðu með því SEM SKIPTIR
ÖLLU MÁLI, útflutningsatvinnuvegunum. Bjargar þar með
Íslandi. Einblínir á framleiðsluþáttinn, verðmætasköpunina.
Þökk sé krónu vorri. - Já þökk sé hinni íslensku krónu !!!
Íslendingar þurfa nú að læra af mistökunum. Sníða stakk
eftir vexti. Eyða ALDREI um efni fram. Hafa ætíð sína fámennu
hausatölu á hreinu. Afturkalla því ESB-umsóknina. Segja upp
Schengen ruglinu og EES, og gera tvíhlíða viðskiptasamning
við ESB á ÍSLENZKUM FORSENDUM, sbr. Svisslendingar. Neita
að borga icesave, og ógilda icesaveþjóðsvikasamninginn.Taka
upp AGAÐA STJÓRNHÆTTI. - Þá mun íslenzkri þjóð vel farnast.
ÁFRAM ÍSLAND! EKKERT ESB! - EKKERT ICESAVE!
www.zumann.blog.is
www.fullvalda
Ísland betur statt en Írland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það hefnir sín ekki einungis að VERA MEÐ evruna, það nægir eitt sér að TENGJA SIG evrunni, til þess að það hefni sín grimmilega! Það sannar dæmi Letta. Þeir eru eins og við meðal þeirra þriggja þjóða Evrópu, sem verst hafa orðið úti í fjármálahruninu, og ástæðan hjá þeim er að sögn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (skýrslu þar, sem Wall Street Journal og Bloomberg vitnuðu til í gær) tenging gjaldmiðils Lettlands við evruna!!! – Samanber HÉR!.
Með kærri kveðju og þökk fyrir þarfan pistilinn,
Jón Valur Jensson, 29.9.2009 kl. 00:42
Kær kveðja til þín samherji Jón Valur!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 29.9.2009 kl. 00:47
Kærar þakkir, Guðmundur Jónas.
Eitt enn: Átta menn sig á því, að TVEIR aðalforingjar VG eru með ESB-sinna sem sína helztu aðstoðarmenn?! – og á áhrifum þess á Icesave-samningagerðina? Ef ekki, lesið þá greinina Þeir hefðu betur sagt þetta um Icesave-samninginn líka; og um óvæntan ESB-halla Vinstri grænna.
Kristin stjórnmálasamtök, 29.9.2009 kl. 01:08
Þessa athugasemd kl. 1.08 ritaði ég, en greinin, sem vísað er til, er einmitt á vefsíðu Kristinna stjórnmálasamtaka.
Jón Valur Jensson, 29.9.2009 kl. 01:11
Í fyrsta lagi grunvaldast stöðuleiki í Stórborgum á stöðuleika neytenda.
Spilar þá húsnæðismál 50% af útgjöldum í 1000 ár. Lán hans 80-90% vegna húsnæðiskaupa sem er að greiðast upp á einni vinnuævi.
Bankar sem lána 30 ár síðust 1000 ár verðtryggja sig með vöxtum: Í fasteignalánum fylgjast þeir með verði fasteigna og í ljósi 300 ár reynslu hafa þeir margar vísbendingar í formi talna. Þetta kallast vísitölur hér.
Hinsvegar tala menn oftar um vísir [index] nú á tímum í skammtímalánum. Það er hallstrikið upp á við milli tveggja talna til að gera skammtíma verðtrygging vaxtaspár.
Ferilinn ræður úrslitum þegar verðtryggingarvextir er ákvarðar fyrir t.d. 30 ára lán. Eitt svona lán. 40.000.000- eru hundrað 400.000 kr lán. Lítil umfjöllun.
Reynslan hefur sannað að samhengi er milli 30 ára ferla sem taka mið af meðaltals launverðþróun, neysluverðsþróun, og fasteignaverðsþróun.
Það er verðþróun er samleit. Hinsvegar tekur fasteignaferillinn minnstu sveiflun það er vex stöðugt og jafnt. Fall kannski einu sinn á 30 árum vegna hryðjuverkaástands þá mest í 5 ár eða 1/6 af lánstímanum. Þá er gert ráð fyrir því að eftirspurn drægist saman eftir húsnæði og tekið veð í vaxtaverðtryggingarformúlunni.
7% fastir vextir tryggja 5% raunávöxtun á 30 ára láni ef fasteigna verð stígur að jafnaði um 2,5% sem eru evru skilyrði .
Þessi ferill kallast Mortgage. Mort vegna plágu eða dauða margra. Gage er veð. Kaupmálinn gengur út á þetta atriði í þúsund ár.
Venjulega voru greiðslur einu sinni á ári og vísir með tilliti vísitalna tveggja mánaða eða daga þarfur.
Allir Bankar hafa þessar innri vaxtaverðtryggingar engin banki felst á að afnema þær. Burt með verðtryggingu er ekki hægt.
Það er hinsvegar hægt að lækka raunávöxtunar kröfur og afföll vegna einstakra gjaldþrota með að lána ekki upp fyrir segjum 70% af láni. T.d. núna hefur fasteigna verð fallið 25% vegna efnahaghryðjuverkastríðs.
Fasteignavísitöluferillin er stöðugleiki sem London t.d. byggir á. Meðalaneysla er hinsvegar háð veður fari og uppskeru skortur getur valdi hækkuð vöruverði. Þess vegna er meir upp gjaldþrot í þeim geira. Infladio eða maga bólga þegar skortur er á korni mun skýringin því nafni minn hafa stöðugar tekjur af kornsölu minni korn uppskera dýrara korn.
Í allri græðginni að komast í Risa stóriðju fullframleiðslu samkeppni í EU gleymist stöðugleika ferill fasteignavísitölurnar.
Gallinn við launvístölu er að hún apar eftir sveiflum neyslu vístölunnar og m.a. skýringin á því Tyrkir eru fyrir utan.
Til að leiðrétta neysluvísitölu svikin eða síðustu þjóðarsáttarsvik um EES m.a.
Er eðlilegt að færa alla höfuðstóla fasteignaskulda almennings niður miðað við fasteignavísitölu að viðbættum ofgreiddum vöxtum og sviknum verðbótum [Stöðugleikin var svikin sem réttlætti vitlausa einokun neyslu vísitölu.]
Þetta gerir um 30% lægri höfuðstól. Síðan á að miða við fasteigna verð þegar veðjað er á lífsgrundvöll mannlegrar reisnar við búum jú í húsnæði.
Greiðslubyrði allra batnar nauðsynlegt vegna nýrra skatta.
Kaupmáttur vex eftirspurn eftir húsnæði vex og eftir 5 ár eru Bankarnir búnir að ávaxta sinn höfðu stól aftur ef Kaupmáttur vex.
Vísitöluferlar
Júlíus Björnsson, 29.9.2009 kl. 03:14
Krónan hefur aldrei verið vandamálið heldur það sem er á bak við hana, innviði hagkerfis okkar, beinin sjálf og ég ætla ekki að taka þátt í því happdrætti að halda að beinin batni við evruklæði.
Að handstýra lánunum er ekki málið heldur þarf kerfið bara að vera réttlátt, þá á ég við að eignaréttur minn sé til jafns á við um eignarrétt lánveitanda þannig er það ekki í dag. Ég hef notað 30%-50% nettó launa minna síðan 1995 til húsnæðiskaupa, þessi peningur er brunnin upp en eftir stendur höfuðstóll sem sprengir veðrými fasteignar minnar og ég spyr mig: Hvaða rétt hefur bankinn minn til þess að krefjast greiðslu þegar ég hef enga eign myndað með vinnu minni?
Hvað kom bankinn með til borðsins sem gerir hann ómissandi? Svarið er: Ekki nokkurn skapaðan hlut, þetta var miðlari en ekki framleiðandi, miðlari sem klúðraði verkefninu og er að reyna að rukka aðra fyrir. Bankinn var með leifi þjóðarinnar til þess að búa til fjármagn með útgáfu skuldabréfa en klúðraði því næstum fullkomlega, bankinn hafði leifi þjóðarinnar til að lána hluta innlána á ábyrgan hátt en klúðraði því næstum fullkomlega. Ef það var öðrum hvorum okkar að kenna að lánin sprengdu veðrými fasteignar "minnar" er svarið augljóst, því það er nefnilega þannig að ég stóð í skilum og geri enn en bankinn ... hann ætlar að rukka okkur öll.
Löggjafinn og framkvæmdarvaldið þurfa að ganga hratt og hreint til verks að bönkum landsins og gefa þeim stuttan tíma til að ákveða hvort þeir ætla að afhenda beltið eða axlaböndin, því að almenningur þurfi annað hvort í dag, fyrir utan að þeir virðast hafa gengið um berrassaðir megnið af tímanum hvort eð er.
Sveinn Ríkarður Jóelsson, 29.9.2009 kl. 08:47
Þú segir Guðmundur:
Betur ef þetta væri rétt, en það er auðvitað tálsýn. Er björgunin fólgin í gengisfallinu og meðfylgjandi verðbólgu ? Er þér ljóst að ríkistjórnin hefur ákveðið að gengi Evrunnar skuli vera 180 Krónur, til frambúðar ? Ég bendi mönnum á, að skoða Mynd 2 sem ég birti hér:
Icesave-stjórnin er búin að nota gamalreynda aðferð til að lækka laun almennings um 50%. Er það björgun ? Skuldir fyrirtækja og heimila hafa verið hækkaðar um 100%. Er það björgun ?
Hvort sem Seðlabankinn segist fylgja "handstýrðu fastgengi" eða "handstýrðu flotgengi" er niðurstaðan ávalt sú sama. Þjóðinni er sendur reikningurinn af svall-veitslunni. Sami þjófnaður hefur verið í gangi allt frá 1971, þegar Bretton Woods samkomulaginu var slitið.
Ætli greiningardeild Deutsche Bank sé réttur aðili til að dæma í eigin sök. Var þessi banki ekki á fullri ferð við að þenja hagkerfi Íslands þegar blaðran sprakk ? Menn verða að horfa út fyrir kassann, til að skilja hvað er í gangi. Hnattvæðingin er alþjóðlegur þjófnaður, en ekki björgunarleiðandur til Íslands.
Loftur Altice Þorsteinsson, 29.9.2009 kl. 13:15
Takk Jón Valur, Július og Sveinn.
Loftur. Hagstjórn hefur verið í molum á Íslandi. Það er vandamálið, en
ekki krónan. Bara það að hafa vit á því að sníða okkur stakk eftir vexti.
eyða ekki um efni fram, beita íhaldssamri peningamálastjórnun í ríkis-
rekstrinum, þá er kostur að hafa sjálfstæða mynt, ef við lendum í utanað-
komandi áföllum. Það vantar AGA í okkar efnahagsstjórnun, en því miður
virðist allskyns agaleysi vera okkar helsta mein, sem þjóðar. Og þar á
stjórnmálastettin höfuð sök á.
Því vil ég ákveðna þjóðlega íhaldsstefnu á sem flestum sviðum
Loftur minn. Þjóðlegan ÍHALDSFLOKK!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 29.9.2009 kl. 14:15
Það er hinsvegar hægt að lækka raunávöxtunar kröfur og afföll vegna einstakra gjaldþrota með að lána ekki upp fyrir segjum 70% af verðmæti veðsins í upphafi. T.d. núna hefur fasteigna verð fallið 25% vegna efnahaghryðjuverkastríðs.
Júlíus Björnsson, 29.9.2009 kl. 15:08
Heill og sæll; Guðmundur Jónas - sem og, þið aðrir hér á síðu !
Tek undir; með þér Guðmundur, hvað hagstjórnar þætti snertir, auk þess, sem ég vil vara menn við því, að komist Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkar aftur hér, til einhverra áhrifa, halda þeir áfram að smjaðra fyrir Fjórða ríki ESB; og vita má Loftur verkfræðingur - sem aðrir þeir, sem hallir eru undir Valhallar miðstýringuna - að ekki vildum við landsmenn sjá þann ístöðulausa og kjarklausa dreng, Bjarna yngri Benediktsson, koma að stjórnarathöfnum hér - þó; við losnuðum, GÓÐU HEILLI, við þau Jóhönnu og Steingrím - sem allra fyrst, samt.
Með beztu kveðjum; sem jafnan, úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 18:18
Í stjórnkerfum þar sem almenn eignamyndum er mest hafa almenn lískjör verið mest og vöruverð hæst í gengunum söguna. Gæði kosta sitt og geta verði hagkvæm til langframa.
Í stjórnkerfum þar sem þetta er öfugt farið ríkir almenn fátækt í samræmi.
Þeir sem skilja ekki samhengið geta ekki leitt almenning frá leið til almennar fátæktar.
Þeir sem ekki skilja samhengið eru varla verðir daglauna sinna í þágu almennings.
Staðreyndir eru til að taka mark á þeim.
Grunnurinn er Litla Gula hænan.
Júlíus Björnsson, 29.9.2009 kl. 18:34
Óskar, ég hef raunar talað fyrir því að xD veiti stuðning minnihlutastjórn, án Sossanna. Sjálfstæðisflokkurinn á að taka sér frí frá stjórnarsetu út þetta kjörtímabil, en koma svo sterkur inn á þing með nýjan mannskap.
Kveðja.
Loftur Altice Þorsteinsson, 29.9.2009 kl. 20:25
Krónan getur verið að hjálpa okkur að selja vörur erlendis en fólk skildi ekki gleyma að krónan hefur líka hækkað erlendar skuldir okkar. T.d. væri Icesave skuldinn um 200 milljörðum lægri ef að krónan væri í dag á raungegni sem er talið um 25 til 30% hærra en hún er í dag. Eins væru allar innfluttar vörur um 30 til 50% lægri en þær eru í dag. Í dag er krónan því í raun tæki til að lækka öll laun í landinu um a.m.k 30% því raungengi hennar ætti að vera eins og áður sagi um 30% hærra miðað við aðstæður.
Og ef fólki finnst það bara allt í lagi að borga með útflutningi 30% af laununum sínum til framtíðar, þá er um að gera að hafa krónuna! En það vill ég ekki sjá til lengri tíma!
Magnús Helgi Björgvinsson, 30.9.2009 kl. 09:18
Hvaða Icesave-skuld ertu að tala um, Magnús Helgi? Við skuldum Bretum og Hollendingum ekki neitt og höfum ekki tekið neitt að láni frá þeim. Nú er svikamylla Samfylkingar og Vinstri grænna að falla um koll. Stjórnarkreppa og jafnvel nýjar kosningar geta orðið næsta verkefnið – og afnám hinna andstjórnarskrárlegu ríkisábyrgðarlaga.
Jón Valur Jensson, 30.9.2009 kl. 10:14
Jón Valur, ég tek undir þessi síðustu orð þín. Magnús Helgi er þekktur að því að bulla, enda í sama kór og Jóhanna Sigurðardóttir.
Auk þess að tala um Icesave-skuld, sem ekki er fyrir hendi, segir hann að Krónan hafi almennt hækkað erlendar skuldir okkar. Þetta er rangt, því að erlendar skuldir breytast EKKI við gengisbreytingar á Krónunni. Okkar erlendu skuldir eru í erlendum gjaldeyri og breytast EKKI þótt breytingar verði á Krónunni.
Það er af þessari ástæðu sem Sossarnir í Bretlandi og Hollandi beita handrukkun til að innheimta innistæðu-tryggingar í Evrum og Pundum. Þeir ætla ekki að tapa neinu á gengisbreytingum Krónunnar.
Hins vegar fer Magnús með rétt mál, þegar hann segir að Krónan sé tæki til að lækka laun í landinu. Það gildir jafnt hvort sem Seðlabankinn beitir “handstýrðu flotgengi” eða “handstýrðu fastgengi”. Viðmiðið er hinn erlendi gjaldmiðill, sem er fasti dæmisins. Krónan getur hækkað eða lækkað miðað við þennan fasta, en fastinn breytist óverulega sé litið til skemmri tíma.
Því miður er ekki hægt að búast við öðru en Sossa-kórinn haldi áfram sínum ESB-söng, flestum landsmönnum til mikillar armæðu. Gleðilegar fréttir eru þó, að Ögmundur Jónasson hefur lýst vantrausti á verkstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Það gat hann ekki gert með ákveðnari hætti, en að afþakka ráðherrastól í ráðuneyti kerlunnar. Fleirra mun fylgja eftir.Loftur Altice Þorsteinsson, 30.9.2009 kl. 13:20
Þegar EU hættir að kaupa krónubréf hefur það ekki áhrif á gengið Loftur?
Júlíus Björnsson, 30.9.2009 kl. 20:20
Júlíus, áhrif Krónubréfanna geta verið flókin og þau geta líka verið einfalt mál. Krónubréf er hægt að gefa út erlendis, en líka innanlands og áhrifin geta verið mismunandi.
Ef við erum að tala um að innlend útgáfa minnki, þá má gera ráð fyrir útstreymi fjármagns vegna endurgreiðslu bréfa. Þá þarf að kaupa gjaldeyri og afleiðingin væntanlega gengislækkun Krónunnar.
Hvað gerir Seðlabankinn þá ? Væntanlega kaupir Krónur, ef hann vill halda gengi Krónunnar stöðugu. Niðurstaðan er þá hugsanlega að gjaldeyrisvarasjóður Seðlabankanns minnkar, en gengi Krónunnar helds stöðugt.Loftur Altice Þorsteinsson, 30.9.2009 kl. 21:10
Þegar þú segir kaupir krónur fyrir gjaldeyri er það á af innlendum banka?
Bankanum sem keypti krónur af Seðlanbankum daginn áður? T.d.
Júlíus Björnsson, 1.10.2009 kl. 02:08
Júlíus, eftirfarandi lýsing á gjaldeyrismarkaði, ef tekin af heimasíðu Seðlabankans.
<><><><><><><><><><><><><><>
Gjaldeyrismarkaður
Gengi íslensku krónunnar er ákvarðað á gjaldeyrismarkaði. Markaðurinn er opinn milli kl. 9:15 og 16 hvern viðskiptadag. Rétt til þátttöku á gjaldeyrismarkaði hafa 3 fjármálafyrirtæki, svokallaðir viðskiptavakar, og Seðlabanki Íslands. Viðskiptavakarnir eru Nýi Kaupþing hf., Íslandsbanki hf. og NBI hf. Um þátttöku á gjaldeyrismarkaði gilda reglur sem Seðlabanki Íslands setur. Seðlabanki Íslands er eftirlitsaðili á markaðnum og getur átt þar viðskipti hvenær sem er.
Gjaldeyrismarkaður myndar verð á íslensku krónunni gagnvart evru. Viðskiptavakar skuldbinda sig til að setja fram kaup- og sölutilboð í 250 þúsund evra. Tilboðin eru birt í upplýsingakerfi Reuters og eingöngu markaðsaðilar hafa aðgang að þeim.
Hvern viðskiptadag kl. 10:45 skráir Seðlabankinn gengi íslensku krónunnar gagnvart erlendum myntum. Skráningin er augnabliksmynd af markaðnum á þeim tíma sem skráð er.
Nánar má lesa um gjaldeyrismarkaðinn í grein í 3. tbl. Peningamála frá 2001. (Gjaldeyrismarkaður á Íslandi).
Loftur Altice Þorsteinsson, 1.10.2009 kl. 09:02
Viðskiptavakarnir eru Nýi Kaupþing hf., Íslandsbanki hf. og NBI hf.
NBI. New National Bank of Iceland. Mjög misvísandi.
3 er fákeppni. Evru grunnur. Bólguvísitala á 100-80% lánum almennings.
Neyðarúrræði til að bæta eiginfjárstöðu er að taka afstöðu gegn krónunni.
EU og USA myndi aldrei detta í að bein tengja 50% af kaupmætti almennings við gengi sem útlendingar geta haft áhrif á hér með óbeinum hætti í 3 aðila.
Breytingar breytinganna vegna, án tillit til kostnaðar heildarinnar eru ábyrgðaleysi þeir sem hugsa skammt fyrir langt. Þar toppar enginn Íslenska stjórnmálamenn.
Leggja niður einn til tvo banka myndi lækka kostnað hinna. Launakostnaður í þessum geira að meðaltali er ekki minni en í greinum í Íslenskrar Framleiðslu eða lífsnauðsynlegra geira svo sem heilsugeirans og fæðugeirans.
3 er lámarkið hjá sumum stærðahlutfallslega á útlendan mælikvarða, 100 er lámarkið í prósentu útreikning og á í heilbrigðri markaðssamkeppni.
Ég tel skýringuna á því hvað Íslendingar fór fljótir fyrir ESS að vinna sig upp úr Kreppum hafa verið heimilis efnahagslegar og legið í grunni heimamarkaðar þar sem hlutfall þeirra sem bjuggu í eigin húsnæði og störfuðu í eigin rekstri eða fjölskyldunnar vera með því mesta sem gerist á EU mælikvarða. Eigin: litlar skuldir eða skuldfesti.
Sé grunnur minn réttur þá fjarfest menn ekki í krónum í framtíðinni. Íslendingar verða hinsvegar jafn bjartsýnir og meðaltalið í EU. Óháð formlegri aðild.
Júlíus Björnsson, 1.10.2009 kl. 15:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.