Ráðamenn farnir að syngja Internasjónalinn ! Hvað næst?


   Fjölmargir upplífðu sig stadda á Kúbu eða Norður- Kóreru
þegar fjölmiðlar útvörpuðu  fjöldasöng  af BSRB-þinginu í
vikunni, þar sem sjálfur forseti lýðveldisins ásamt tveim
ráðherrum vinstristjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur, súngu
með mikilli innlífun Internasjónalinn. Uppáhaldslag helstu
fjöldamorðingja heims. Trúlega líka undir rauðum fánum.

   Er  að furða  þótt  margir  spyrji  sig  áleitinna  spurninga
þessa daga, eins og þeirri hvers konar afdankað sósíalískt
stjórnarfar  er að hellast  yfir  þjóðina?  Og það í byrjun 21
aldar.  Hvað næst?

   Alþjóðahyggja vinstrimanna hefur ætið verið öfgakennd, og
ætíð beinst gegn þjóðarhagsmunum, þjóðlegum gildum  og
viðhorfum. Icesave-þjóðsvikasamingurinn, ígildi Versalasam-
nings í 10 veldi, auk ESB-umsóknar, mestri atlögu að sjálf-
stæði Íslands á lýðveldistímanum, er glöggt vitni um það.

    BURT MEÐ VINSTRISTJÓRN KRATA OG KOMMA!

   ÁFRAM ÍSLAND! EKKI ESB! EKKERT ICESAVE NÉ AGS!

    www.zumann.blog.is

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Þetta gengur auðvitað ekki. Heilsum frekar nýjum tímum, samkvæmt Staksteinum Morgunblaðsins í morgun: "Ósjálfrátt rétta nokkrir virðulegir borgarar upp handlegginn og benda hátt og aðeins til hægri" Mogginn veit hvað hann syngur. Hann þekkir kveðjurnar sem hann vill senda lesendum sínum.

Björn Birgisson, 24.10.2009 kl. 00:53

2 identicon

Guðmundur.

 Ég held að þú hafir rangan skilning á "Nallanum".

Þetta hefur í langan tíma verið alþjóðasöngur verkalýðsins, þó að sovétmenn hafi tekið hann til handagagns í ákveðinn tíma.

Norskir og sænskir jafnaðarmenn nota nallann að jafnaði, t.d. við jarðarför Olof Palme

ng

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 24.10.2009 kl. 01:05

3 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Að syngja Internationalinn er til þess gert að auðmýkja þá sem telja sig Íslendinga. Sossarnir syngja aldreigi þjóðsöng Íslendinga, enda líta þeir ekki á sig sem þegna Íslands, heldur þess alþjóðlega samfélags sem lýtur krepptum hnefa og rauðum fána.

Ekki hvarflar að Icesave-stjórinni að hugleiða þann skaða sem hún veldur þjóðinni, með þráhyggju um Gosenland Sossanna. Að þeirra mati er það ekki einu sinni fórn að leggja Icesave-klafanna á þjóðina. Öllu er fórnandi fyrir hin nýju Ráðstjórnarríki.

Loftur Altice Þorsteinsson, 24.10.2009 kl. 08:03

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Já Loftur. Internasjónalinn er eitt af hjálpartækjum vinstrimanna við að
brjóta niður alla þjóðfrelsisþrá og mannlega þjóðlega reisn. Enda aðal
söngur heimskommúnistmanns þegar hann var að sölsa undir sig hverja
þjóðina af annari. Tímanna tákn að hann skuli nú sunginn af hérlendum
vinstrimönnum sem aldrei  fyrr í viðleitni þeirra að koma Íslandi undir erlent
vald á ný.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 24.10.2009 kl. 13:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband