Þýzka hægristjórnin gefur ESB langt nef. Gott mál!
27.10.2009 | 00:36
Hin nýja hægristjórn Þýzkalands lofar góðu. Útnefnir lítt
þekktan en ESB-efasemdarmann og þjóðlega hugsandi
Þjóðverja, Gúnther Oettinger, fulltrúa Þýzkalands í fram-
kvæmdastjórn ESB. Útnefningin hefur valdið forundrun
innan ESB, og sagt er að sjálfur forseti framkvæmdastjórn-
ar ESB José Manuel Barroso hafi spurt ,, Hvað á þetta að
þýða?"
Hinn nýji stjórnarflokkur, Frjálsir demókratar, hafa látið
uppi miklar efasemdir um stækkun ESB, en þeir taka nú
við þýzkum utanríkismálum. Athyglisvert er að þýzkir frétta-
skýrendur sbr Súddeutsche Zeitung telja þetta undirstrika,
að þýzka hægristjórnin telji að framkvæmdastjórn ESB
skipti æ minna máli. - Hin nýja hægristjórn ætli sínu fram.
Ljóst er að þróunin í Þýzkalandi og stórsigur þjóðlega
hægriflokka til Evrópuþingsins í sumar er upphaf pólitiskra
átaka og sundrungar innan sambandsins. Aðildarumsókn
Íslands að ESB er því mikil tímaskekkja, ekki síst í ljósi
þess að yfirstjórn fiskveiða innan þess virðist í miklu upp-
námi um þessar mundir, sbr. Mbl í gær.
Öll pólitísk miðstýringarárátta endar ætíð með ósköpum.
Sovét-báknið er besta dæmi þess. Það sama mun verða
um Brussel-báknið. Það mun springa enn daginn. Sigrar
og sókn þjóðfrelsisafla innan þesss benda sterklega til
að svo verði. Okkur þjóðfrelsissinnum til mikillar gleði!
ÁFRAM ÍSLAND!! EKKI ESB! EKKERT ICESAVE NÉ AGS!
www.zumann.blog.is
Undrun vegna nýs ESB-fulltrúa Þýskalands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Heill og sæll; Guðmundur Jónas !
Það væri vel; tækist þeim þýzku, að hafa þann manndóm til að bera, að stuðla að upplausn ESB, endanlega.
Þá fyrst; gætu Þjóðverjar unnið hug og hjörtu þjóðfrelsissinna, um veröldu víða, að verðleikum - og slögtuðu þeir jafnframt; tengslunum við AGS og NATÓ báknin, einnig.
Með beztu kveðjum; sem öðrum fyrri, úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 27.10.2009 kl. 01:14
Ég hygg þig of bjartsýnan hér, minn kæri Jónas. Þýzkur stóriðnaður hefur ekki efni á því að missa af SINNI Evrópuhraðlest – Þjóðverjanna og Frakka (umfram alla aðra), sem notað geta bandalagið til að hafa einn markað og tögl og hagldir þar, en hyggjast líka skara fram úr öðrum í sókn eftir ónýttum auðlindum sem kynda þurfa undir öllu saman.
Vitaskuld er aðildarumsókn Össurar greysins tímaskekkja, en hann er samt jafn-óbilgjarn í því bindflugi sínu fyrir því.
En hvað áttu við með "að yfirstjórn fiskveiða innan þess virðist í miklu uppnámi um þessar mundir, sbr. Mbl í gær"? – Áttu við leiðarann ágæta?
Jón Valur Jensson, 27.10.2009 kl. 02:48
Mikil og vaxandi óánægja er vissulega í Þýðskalandi, með þróun Evrópusambandsins, eins og þú nefnir Guðmundur. Það er þó ekki bara stækkun ESB sem veldur óánægju, heldur sjálf tilvist sambandsins. Þær vonir sem Þjóðverjar bundu við ESB hafa ekki rætst.
Það sem einkum veldur Þjóðverjum hugarangri eru þær þungu efnahags-byrðar sem þeir þurfa að bera vegna ESB. Þeir héldu að Evrópusambandið myndi auðvelda þeim að þróa sinn efnahag og auka velmegun, en sú hefur ekki orðið raunin. Sameiningu Þýðsku ríkjanna hefur oft verið kennt um stöðnunina, en nú eru Þjóðvergjar að átta sig á, að hún stafar af veru þeirra í ESB.
Þeim draugasögum hefur stýft verið haldið að almenningi í Þýðskalandi og raunar víðar, að Evrópusambandið stuðli að friði á Evrópu-skaganum. Þetta er mikil blekking, þótt þessu megi hugsanlega halda fram um samskipti Þjóðverja og Franka. Hins vegar er útþensla ESB bæði hröð og harkaleg, eins og við erum sjálf að kynnast. Þessi útþensla á eftir að leiða til átaka, sem hæglega geta orðið að þeirri stórstyrjöld sem ESB er sagt eiga að hindra.
Loftur Altice Þorsteinsson, 27.10.2009 kl. 10:31
Jú Jón Valur átti við hina ágætu forystugrein sem m.a byggði á ískyggilegum
fréttum um þróunina innan ESB í sjávarútvegsmálum.
Veit vel að hið alþjóðlega kapital virðir engin landamæri, og gildir það um
þýzkan stóriðnað sem annað. Hins vegar eru sem betur fer ýmiss teikn
efasemdar á lofti innan sjálfs ESB varðandi hvert hin skefjalausa miðstýringaárátta Brussels-valdsins stefnir, og það var það sem ég var að vekja athygli á. Úrslit kosninganna til Evrópuþingsins í sumar voru m.a athyglisverðar, þar sem flokkar beinlínis andvígir ESB unnu sigra. Við þjóðfrelsissinnar eigum að fagna öllu slíku, því sem betur fer eigum við
fjölda pólitískra skoðanabræðra innan ESB, sem vilja báknið burt.
Ekki síst er þetta athyglisvert meðal Þjóðverja, sem vegna stærðar sinnar
ráða í raun öllu sem þeir vilja ráða innan ESB, og verður fróðlegt að fylgjast með ef þeir ætla að fara sínu enn meira fram þar, og hvernig viðbrögð
annara verða. Spái því að hér sé sterk vísbending um að ófriðlegra horfir
innan ESB en margan grunar. En takk kærlega fyrir Jón Valur þitt innlegg,
sem fyllilega á rétt á sér varðandi þessi mál.
Takk fyrir innlegg þitt Óskar.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 27.10.2009 kl. 10:34
Takk kærlega Loftur. Nákvæmlega. Þjóðverjar hafa í raun haldið uppi sukksjóðum ESB og eru löngu orðnir dauðþreyttir af því, þar sem margur
Þjóðverjinn telur alla þessa ótöldu fjármuni hafa verið betur borgið við
uppbyggingu Austur-Þýzkalands. Þeim mun athyglisveðra er því að þýzka hægristjórnin skuli skipa nú Oettingar í framkvæmdastjórn ESB,
mikil efasemdarmann um ESB-þróunina, og sem mest hefur séð eftir
fé þýzkra skattgreiðenda í sukksjóði ESB, og látið það óspart í ljósi.
Og ekki batnar ástandið eftir því sem illa stödd A-Evrópuríki fá aðild að
ESB, sem er Frjálsum demókrötum m.a þyrnir í augum. Bendi svo á
að kristilegir í Bæjaralandi lýstu alls ekki yfir ofsahrifningu við umsókn
Íslands að ESB í sumar, en þeir eru miklir efahyggjumenn um ESB.
Þannig að vaxandi spenna innan ESB er ljós. Sem er bara gott mál!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 27.10.2009 kl. 10:49
Þakka þér svörin, Guðm. Jónas. Veit ég vel, að þú þekkir betur til málefna Þýzkalands en ég – þýzki fáninn er nú ekki hér á síðunni út af engu. En mig langar að benda þér á eitt, sem þú ert líklegri en margir aðrir til að skilja: Eins og þú sjálfur hefur haft glöggt auga fyrir því, hve óþjóðlegir vinstri flokkarnir eru, hve bundnir alþjóðahyggju fremur en þjóðhyggju þeir hafa verið frá upphafi og hve veikir fyrir tízkustefnum á alþjóðavettvangi þeir hafa verið – jafnvel að því marki að reynast innst inni og í grunninn ótrúir íslenzku sjálfstæði – og að þetta er ekkert séreinkenni vinstriflokka hér frekar en annars staðar, –– þannig er einnig stórauðvaldið og auðhringarnir í sjálfum sér óþjóðlegir og yfirþjóðlegir. Og það eru þeir, sem ráða ferðinni í Evrópubandalaginu (EB) og gerðu það raunar strax í Kola- og stálsambandinu. Milliþjóðleg bönd þeirra eru það sem á bak við þetta bandalag er í raun. Stórauðvaldið er alþjóðlegt, en verður samt aldrei farsæll grunnur alþjóðahyggju almennings, enda er EB lokað bandalag sérhyggju, múrað af með tollmúrum og kemur þá miklu frekar fram af græðgi og yfirgangi við þjóðir sem lakar standa í efnahagslegu tilliti. Við getum EKKI gert ráð fyrir, að þýzkt stórauðvald afsali sér þessu tækifæri til að hafa úr meirihluta Evrópu að spila sem starfsvettvangi sínum og vígvelli til frekari auðsöfnunar og áhrifa. Hvað sem einn ig einn þýzkur pólitíkus kann að hafa sagt, verður þeim settur stóllinn fyrir dyrnar af þessum ráðandi máttarstólpum í atvinnulífi lands þeirra.
Jón Valur Jensson, 27.10.2009 kl. 15:03
Þótt mikið sé til í því sem þú segir Jón Valur um stórauðvaldið og uppruna ESB, þá er OKKAR vandamál bundið við stefnu Sossanna. Þeir hafa lengi séð möguleikana við stórt Evrópusamband og það eru þeir sem reka á eftir með miðstýringuna í ESB.
Mig grunar að stórauðvaldið hafi ekki áhuga á Evrópusambandi með sterka miðstýringu, þar sem Sossarnir eru hugsanlega við völd. Við erum að tala um nýj Ráðstjórnarríki og menn ættu ekki að láta blekkjast og trúa öðru.
Loftur Altice Þorsteinsson, 27.10.2009 kl. 15:59
Alveg rétt, sossarnir geta náð þar völdum á ný, en þeir hafa þau ekki í höndum sér núna.
Jón Valur Jensson, 27.10.2009 kl. 16:09
Þetta er alveg rétt hjá þér Jón Valur. Og merkilegt hvað hið alþjóðlega
auðvald á mikla samleið með vinstrinu varðandi hina öfgakenndu alþjóðahyggju. Þjóðleg gildi og viðhorf, þjóðhyggjan, kemur undantekningarlaust frá hægri. Þess begna er maður að binda vonir við
þessa hægrisveiflu sem nú er að eiga sér stað víða í Evrópu. Nema á Íslandi. Og athugaðu, að það vantaði bara HREINRÆKTAÐA VINSTRISTJÓRN krata og kommúnista til að sótt yrði um ESB-aðild og að skrifað yrði undir icesave- þjóðsvikin. Tilviljun? Aldeilis ekki. Þetta sýnir líka Jón Valur hversu mikilvægt það er að til sé sterkt þjóðlegt borgaralegt stjórnmálaafl.
Sammála þér Loftur að það eru Sossanir sem eru stórhættulegir í íslenzkum
stjórnmálum. Þess vegna gat ég aldrei fyrirgefið Sjálfstæðisflokknum, að
hafa myndað með þeim ríkisstjórn, og hleypt þeim þannig inn í stjórnmál
þjóðmálanna, með skelfilegum afleiðingum. Vonandi gerist það aldrei
aftur. - En til að tryggja það að slíkt gerist ekki aftur hef ég talið gott að til væri 100% tryggt þjóðlegt borgaralegt stjórnmálaafl við hlið Sjálfstæðisflokksins, til að halda honum á réttri braut. Kannski Jón Valur og fleiri ágætir menn munu koma fram með slíkan flokk í fyllingu tímans.
Vonandi!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 27.10.2009 kl. 17:02
Og Jón Valur vegna þýzkra áhrifa hér. Mjög einstaklingsbundið áhugi manna á öðrum þjóðum og menningu. Hef alltaf nánast frá því kom til vits og ára haft mikinn áhuga á þýzkri menningu og málefnum tengt Þýzkalandi. Enda sérstakur áhugi Þjóðvera á Íslandi þekktur og umtalaður.
Hef því oft hér verið talsmaður öflugra samskipta Íslands og Þýzkalands.
Ættir t.d að sjá diskasafnið mitt, sem er að meginstoð þýzkt. Þú hefur líka
væntanlega áhuga á menningu og málum einhverrar annarar þjóðar umfram hinna. Kannski fyrirbæri sem erfitt er að útskýra, þótt að ég hafi mína fyrir mig.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 27.10.2009 kl. 17:18
Bendi bara á Óskar Helga vin minn hér fyrir ofan. Áhugi hans fyrir Rússlandi
og rússneskri menningu er eftirtektarverð, og sem ég virði og skil í ljósi
minns áhuga fyrir því þýzka. En, að sjálfsögu er og verður Ísland og allt
því tengt ætið í fyrirrúmi.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 27.10.2009 kl. 17:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.