Grófleg íhlutun Svía í íslenzk innanríkismál í boði Jóhönnu!
28.10.2009 | 00:42
Hvern fjandann á aðild Íslands að ESB heima í setningaræðu
að Norðurlandaráðsþingi? En forsætisráðherra Svía, Fredrik
Reinfeldts, þótti sérsataklega ástæða til að fagna umsókn
Íslands að ESB þegar hann setti Norðurlandaráðsþing í
Stokkhólmi í gær. Hvers konar ruddaframkoma er þetta
gagnvart okkur Íslendingum, með svona æpandi íhlutun í
íslenzk innanríkismál? Hvenær gerðist það að Norðurlanda-
ráð var sérdeild innan ESB? Hvern fjandann kemur umsóknin
að ESB Norðurlandaráðsþingi nokkurn skapaðan hlut við?
Mótmælti enginn íslenzkur fulltrúi á Norðurlandaráðsþinginu
þessari gróflegu íhlutun Reinfeldts ? Bara þögðu þunnu
hljóði?
Svíar hafa sýnt okkur Íslendingum einstaka óvild að undan-
förnu. Sem forystuþjóð í ESB þessi misseri hafa þeir unnið
leynt og ljóst með Bretum og Hollendingum að kúga icesave-
skuldaklafann upp á íslenzka þjóð, án neinna lagastoða.
Sklyrtu svo lán Norðurlanda við icesave gegnum AGS. Því
eiga Íslendingar að hafna með ÖLLU láni frá Svíum. Með
tilheyrandi útskýringum!!!
Þá bætti ræða Jóhönnu Sigurðardóttir ,,forsætisráðherra"
ekki úr skák þegar hún gerði aðild Íslands að ESB að sér-
stöku umtalsefni í ræðu sinni á Norðurlandaráðsþinginu. Þar
talaði stjórnmálamaður sem greinilega veit ekki hvar hann
(hún) á heima. Talaði eins og Ísland væri þegar gengið í
ESB! Talaði eins og sendifulltrúi frá Brussel! Eins og álfur
út úr hól!
ÞVÍLÍKUR SKANDALL!!!!! Í boði Jóhönnu Sig!!
Áfram Ísland! EKKI ESB! EKKERT ICESAVE NÉ AGS!
www.zumann.blog.is
Fagnaði ESB-umsókn Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:10 | Facebook
Athugasemdir
Áfram Ísland! - Engar öfgar!
Björn Birgisson, 28.10.2009 kl. 01:00
Hún talaði aðallega eins og álfur út úr hól - og vissi ekkert um hvað hún var að tala.
Mótmælin gegn Iceaseve-samningunum eru hafin !
iceSave - Stopp - Strax !
Benedikta E, 28.10.2009 kl. 01:19
Heyrðpu Guðmundur má bara engin tala um okkur? Það er nú þannig að samstarf Norðulanda hlýtur að koma inn á ESB þar sem 3 þjóðirnar eru nú þar inni og við búin að sækja um. Finnst nú að Sviþjóð megi minnast á okkur og umsókn okkar að ESB án þess að það sé innanríkismál. Við höfum jú tekð þátt í að skipta okkur að innanríkismálum t.d. eins og þegar við viðurkendum sjálfstæði Eistrasaltsríkjana, lýstum yfir stríði við Írak og Sendum fólk til Afríku og Afganistan. Sri Lanka og fleiri ríkja. Höfum í ræðum og ritum deilt á stefnu annarra ríkja og ríkisstjórna og fangða stefnu annarra.
Magnús Helgi Björgvinsson, 28.10.2009 kl. 01:44
Heill og sæll; Guðmundur Jónas, æfinlega, sem aðrir hér á síðu !
Svíar hafa ekki; verið með hýrri há, síðan hin forna Vasa ætt, hvarf af sjónarsviðinu, enda,..... blendingar konungsætta; héðan og þaðan úr Evrópu, verið viðloða síðan - og almennt stjórnarfar, eftir því.
Með beztu kveðjum; sem jafnan /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 23:06
Takk kærlega Benedikta og Óskar. Þið félagar Björn og Magnús alltaf við
sama ömurlega heygarðshornið!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 29.10.2009 kl. 00:29
Niður með sænska kónginn.Til andskotans með það afdankaða og úrkynjaða svíaveldi sem alltaf er að reyna að leika stórveldi, átta sig ekki á því að það eru að verða 200 ár síðan Karl 12 var rassskeltur af Rússum.Síðan hafa þeir ekki getað migið standandi, en dreymir nú um að þeirra timi sé að renna upp í skjóli afkomenda gömlu nasistanna, sem nú reyna að fá gömlu nýlenduveldin til lags við sig.Níður með þá gömlu Evrópu sem ekkert bíður annað en úrkynjun með gamalmenni sem undirstöðu.
Sigurgeir Jónsson, 29.10.2009 kl. 01:59
Það á ekki bara að draga okkur þarna inn með valdi, heldur á methraða. Utanríkisráðherra Finna lýsir methraðanum og það er eins og Jóhanna og Össur hafi farið þangað til að ræða Evrópubandalagsinngöngu:
http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/10/28/a_methrada_inn_i_esb/
ElleE (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 12:59
Takk Sigurgeir og ElleE. 100% sammála!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 29.10.2009 kl. 15:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.