Vert að óska Mogganum okkar til hamingju !


    Miðað við allt það moldvirði sem þyrlað var upp við
ritstjóraskiptin í haust á Mogganum, og þau móður-
sýkisköst, sem sumir tóku vegna þeirra, er vert  að
óska Mogganum OKKAR  til hamingju með fjölmiðla-
könnun Gallups. Þótt könnunin nái ekki til allra fjöl-
miðla, þá gefur hún þó góða vísbendingu um,  að
allar þær hrakspár sem sumir höfðu uppi um trúverð-
ugleika Moggans okkar  í kjölfar ritstjóraskiptanna,
höfðu alls ekki við nein rök að styðjast. 

   Þvert á móti hefur Mogginn færst nær sínum upp-
runa, og viðheldur trausti lesenda.  Er nú aftur orðinn
merkisberi þjóðlegra viðhorfa og þjóðfrelsis. Sem ekki
er vanþörf á í þeirri miklu aðför sem vinstriöflin gera nú
að fullveldi Íslands og lífskjörum þjóðarinnar, sbr. ESB-
umsóknin og icesave-þjóðsvikasamningurinn.

    ÁFRAM MOGGINN!

   ÁFRAM ÍSLAND! EKKI ESB! EKKERT ICESAVE NÉ AGS!

   www.zumann.blog.is
mbl.is Mbl.is fékk hæstu einkunn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sammála Guðmundur.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 29.10.2009 kl. 01:13

2 identicon

lastu ekki fréttina-það er ekki mogginn sem kom svona vel út í þriggja miðla könnun heldur MBL.IS

zappa (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 02:00

3 Smámynd: Þórólfur Ingvarsson

Mikið rétt Guðmundur!

Kær kveðja Þórólfur.

Þórólfur Ingvarsson, 29.10.2009 kl. 05:46

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Takk kærlega Guðrún og Þórólfur!

Er Mbl.is ekki Morgunblaðið zappa?

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 29.10.2009 kl. 15:44

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Nei Guðmundur mbl.is er ekki Mogginn enda var spurt um mbl.is sér og svo Morgunblaðið og Fréttablaðið. Og öll þessi 3 koma út með nær sömu einkun. Fréttablaðið og Morgunblaðið koma út á pari. "Morgunblaðið og Fréttablaðið fengu einkunnina 3,3."

Skil ekki af hverju visir.is var ekki með í þessu, eyjan, pressan og dv.is

Magnús Helgi Björgvinsson, 29.10.2009 kl. 16:01

6 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Helt að MBL.is væri netútgáfa af MBL.ekki.is. Hvort tveggna Moggginn.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 29.10.2009 kl. 17:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband