Í rétta átt ! Fjarar undan vinstriöflunum. Þjóðleg öfl taki við!


   Fylgið til vinstri  virðist  fara  minnkandi  skv. skoðanakönnun
Gallups  og  klárlega  skv. úrslitum síðustu  kosninga. Því ber
að fagna, og er þróunin í rétta átt. Það breytir því ekki að enn
sitjum við uppi  með  afdánkaða vinstristjórn  krata og kommú-
nista nú í byrjun  21 aldar. Sem  er  fáránlegt! Stórpólitískt slýs
og mistök sem hljóta að skrifast á forystuna á mið/hægri-kannti
íslenzkra stjórnmála, og sem hlýtur nú að læra af. Og talandi um 
mið/hægri-kanntinn er áhyggjuefni að enn hefur ekki fram komið
trúverðugt róttækt þjóðlegt  borgaralegt stjórnmálaafl, eins og
gerst hefur víða í ríkjum Evrópu. Eins og  í  Danmörku,  Noregi,
Frakklandi, Hollandi, Bretlandi og víðar. En í Austurríki er t.d öll
stjórnarandstaðan skipuð tveim slíkum flokkum til hægri, en þar
í landi situr nú samsteypustjórn sósíaldemókrata og íhaldsmanna
úr Þjóðarflokknum.   

  Leiða má sterkar líkur að því að ef á Íslandi hefði ráðið ríkjum
sterkt þjóðlegt borgaralegt afl hefði aldrei komið til þess efna-
hagslega hruns sem þjóðin stendur frammi fyrir í dag. Því út-
rásin hefði einfaldlega ekki geta gerst án EES-samningsins og
stórgallaðra regluverka hans, en þjóðleg öfl hefðu aldrei gert
slíkan samning við ESB, heldur eðlilegan tvíhliða viðskiptasam-
ning á íslenzkum forsendum. - Þá má líka leiða sterkar líkur að
því, að ef hefði tekið við sterkt þjóðlegt borgaralegt afl  strax
eftir hrunið s.l haust, væri ástandið mun skárra en það er í dag.
Sætum alla vega ekki uppi með icesave-þjóðsvikasamning, ESB-
umsóknaraðför að fullveldi Íslands, né AGS-kúgunarsjóð.  Þjóð-
legt borgaralegt stjórnmálaafl hefði einfaldlega tekið málin mun
sterkari tökum en gert var, og það alfarið á íslenzkum forsendum.


   ÁFRAM ÍSLAND! EKKI ESB NÉ SCHENGEN! EKKERT ICESAVE NÉ AGS!

   www.zumann.blog.is
mbl.is Fylgi Sjálfstæðisflokks eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert það gamall að vita hvers vegna þjóð þín er á þessum stað, er það ekki ?

Allir framsóknarmenn og allir sjálfstæðismenn er handónýtir !

Ef þú hefur einhvern tíman unnið með höndunum þá veistu hvað þetta þýðir ?

Handónýtir  !!!

JR (IP-tala skráð) 1.11.2009 kl. 00:48

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

JR. Ert margsinnis búinn að brjóta bloggmúr minn, undir leyndu nafni og
fölsku  HANDÓNÝTU flaggi vinstrimanna.  Get hent þér hér út í hundraðasta
sinn, en nenni því ekki. Og því síður að svara málefnalega þínu vinstrisinnaða rugl-bulli! 

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 1.11.2009 kl. 01:03

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

"ÁFRAM ÍSLAND! EKKI ESB NÉ SCHENGEN! EKKERT ICESAVE NÉ AGS!"

Og svo sama gamla kerfið hér með einkavinavæðingu og hruni aftur eftir 10 ár í boði Sjálfstæðismanna og Framsóknar. Minni þig á Guðmundur að það eru 14% sem treysta formanni Framsóknar og 11% sem treysta formanni Sjálfstæðismanna til að leiða landið út úr kreppunni. Enda báðir fast tengdir við gömlu aðvaldsstéttirnar hér. Meira að segja þá tengjast þeir í gegnum að pabbi Sigmundar og ættmenni Bjarna Ben sita saman í stjórn N1 minnir mig og Bjarni sjálfur sat þar í stjorn til skamms tíma. En þetta eru auðsjáanlega þeir sem þú villt koma hér til valda og það er þá bara þín skoðun.

Magnús Helgi Björgvinsson, 1.11.2009 kl. 01:18

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Magnús minn. Í mínum huga er ALLT  ALLT miklu betra en sú þjóðhættulega
vinstristjórn sem nú situr. A L L T! Innan Framsóknar og Sjálfstæðisflokks
hafa orðið jákvæðar breytingar. En það sem þessum flokkum vantar komist
þeir í stjórn ar aðhald frá Þjóðlega sinnuðum flokki sem ég vona að komi
fram í fyllingu tímans. - Já Magnús minn. Þessi ÖMURLEGA vinstristjórn
icesave og ASB-umsóknar hafa fært mig verulega í hægri, skal ég fúslega
játa. Er orðinn svo reiður út í þessa and-þjóðlegu vinstristjórn.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 1.11.2009 kl. 21:14

5 identicon

Það er ótrúlegt að lesa bullið í þér Guðmundur.  Það var meirihluti þjóðarinnar sem kaus þessa flokka til að endurreisa eftir að hægra liðið, sem skildi þannig við að hér var allt ein rjúkandi rúst.  Þessir mikilhæfu leiðtogar, sem unnu á daginn og grilluðu á kvöldin.  Það hefur tekið tíma að vinna þjóðina út úr ruglinu og því verki er vissulega lokið.  Ég þori að fullyrða að bæði Jóhanna og Steingrímur, eru ekki síðri íslendingar en þú Guðmundur og ég trúi þeim betur til góðra verka en einhverju afturhaldssinnuðu hægra liði.  Í dag er um 80% þjóðarinnar á miðjunni í pólitíkinni. Auðvitað er ykkur á jöðrunum sjálfsagt að hafa ykkar skoðanir, en það er hægt að gera samt þá kröfu, að andstæðingunum sér sýnd virðing gagnvart andstæðum sjónarmiðum.  Bentu mér á einn stað á jörðinni, þar sem öfga hægri, hefur leitt til betra lífs fyrir þjóðina. Hafðu það svo gott Guðmundur minn.

ET (IP-tala skráð) 1.11.2009 kl. 21:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband