Þagað yfir merkustu yfirlýsingu AGS


   Skýrsla AGS hefur loks verið birt. Athyglisvert er hversu
hljótt hefur farið fyrir merkustu yfiirlýsingunni í skýrslu AGS.
Bæði meðal fjölmiðla og ráðamanna. En í henni er tekin skýr
afstaða gegn  upptöku evru á Íslandi. Hún  sé  alls  engin 
lausn á efnahagsvandanum. Enda tæki mörg ár að taka
hana upp.

   Merkilegt að eitt af því fáa af viti sem komið hefur fram
hjá AGS skuli vera þaggað svona niður. Skiljanlegt kannski
í því ljósi að hún gengur þvert á ESB-trúboðið, sem segir
aðild  að  ESB frumforsendu upptöku evru, sem sé aftur
frumforsenda efnahagsbata og blóma í haga. Allt þetta
er rugl að mati AGS, sem bókstafsrúarmenn AGS á Íslandi
hljóta nú að skoða og meðtaka. Eða hvað?

   Skyldi þessi yfirlýsing AGS hafa verið eitt af þeim atriðum,
sem Seðlabankinn vildi burt úr skýrslunni?

   Ljóst er að krónan hefur gengt lykilhlutverki við að endur-
reisa íslenzkt efnahagslíf og afrugla sjúkt ástand. Allur út-
flutningur td blómstrar í dag, m.a vegna krónunnar. Það
virðist meir að segja AGS skilja og meta. - Þvert á ESB-
trúboðið í sínum fílabeinsturni.

   ÁFRAM ÍSLAND! EKKI ESB! EKKERT ICESAVE NÉ AGS!

    www.zumann.blog.is
mbl.is Engin gleðitíðindi í skýrslu AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hefur ekki skýrslan verið birt?

Geta ekki allir kynnt sér hana?

Er alger samstaða um að að allir leyni fyrir öllum umfjöllun skýrslunnar um Evruna?

Alger þöggun?

Þú ætlar sem sagt að rjúfa órofa samstöðu þjóðarinnar og kjafta frá?

Skamm Guðmundur, skamm!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.11.2009 kl. 03:43

2 identicon

Sæll Guðmundur.

Ég og fleiri Bloggarar fyrir mörgum mánuðum BENTUM Á ÞETTA MEÐ EVRUNA, hér á blogginu í andstöðu okkar gagnvart Evrunni !

Hver hlustar á vælu  bloggara ?

Ég bar vildi að það kæmi HÉR fram.

Takk fyrir

Kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 4.11.2009 kl. 04:44

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Mikið ROSALEGA er þetta viðkvæmt Axel fyrir ykkur krötum. Farið bara nánast á taugum, og bendir þá  til að  þessi litli pistill minn átti fyllilega
rétt á sér. En kannski skiljanlegt, því ESB-trúboðið fær nú hvert kjaftshöggið á fætur öðru framan  í sig.

Takk Þórarinn. 

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 4.11.2009 kl. 10:29

4 Smámynd: Teitur Haraldsson

Bankarnir hefðu aldrei getað farið svona með okkur ef hér hefði verið evra, erlend lántak hefði ekki verið að sliga okkur og það myndi færa bönkunum hérlendis beina samkeppni, sem er mikil þörf á.

Það er vissulega rétt að í þessari stöðu gerir evran ekkert fyrir okkur, nema kannski búa til traust. En eins og er réttilega bent á þá tekur þetta ferli  óhemju tíma.

Reynum að hugsa ekki bara næstu 5 árin, heldur 50 ár fram í tíman.

Teitur Haraldsson, 4.11.2009 kl. 11:15

5 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Teitur. Hefðum við ALDREI gert þennan fjandans EES-samning heldur
tvíhliða eðlilegan viðskiptasamning við ESB sbr. Sviss, hefðum við ALDREI
lent í þessu bankahruni með tilheyrandi gengisfellingu. Krónan er ekki
vandamálið, heldur vanhæfir stjórnmálamenn. Hefðum við ekki eytt botnlaust um efni fram heldur sniðið stakk eftir vexti væri hér heilbrigt og
gott efnahagsástand.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 4.11.2009 kl. 11:31

6 Smámynd: Teitur Haraldsson

Guðmundur J:

Ég er ekki viss um að ESB sé ekki lausnin, en einangrun virkar ekki til langs tíma. Rauð hætta er að rísa í austri, það þarf sameinaða Evrópu og Ameríku til að standast það áhlaup, sem gæti annars orðið til þess að senda vesturlöndin aftur í efnahagslega steinöld. 

Það er ekki séns að ör-myntin okkar gangi hérna, miðlungs fyrirtæki út í heimi geta keypt upp allar krónurnar okkar, leikið sér með þær og síðan brennt ef það hentar þeim.

Teitur Haraldsson, 4.11.2009 kl. 14:33

7 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Teitur. ESB-ríkin eru 28. Fullvalda ríkin UTAN ESB rúm 150 - Þannig að tala um einangrun að vera ekki  í þessi MIÐSTYRÐA OFUR-sambandsríki er bara RUGL. Mun splundrast einn daginn eins og Sovétið forðum. Og að troða Íslandi þarna inn ÁN NEINNA ÁHRIFA likt og einhver breiðgata í Berlín er líka
algjört RUGL.  Krónan er ekkert vandamál Teitur, heldur efnahagsstjórnin
á hverjum tíma. Sem BETUR fer höfum við þennan blessaða gjaldmiðil nú
til að AFRUGLA sukkið á liðnum árum og koma okkur á lappir miklu fyrr en
annars. Sjáðu bara aumingja Íra í dag með evru, og geta sig hvergi hreyft
til að komast úr  sinni kreppu vegna gjaldmiðils sem tekur EKKERT mið
af efnahagsástandinu þar í dag.

Og hvað með auðlindir okkar? Hin t.d dýrmætu fiskimið? Veistu að strax við
ESB-aðild fer kvótinn á íslenzkum fiskimiðum á uppboðsmarkað ESB?
Þá fá allar útgerðir ESB-ríkja leyfi til að kaupa sig inn í íslenzkar útgerðir,og þar með kvóta þeirra, og þar með komnir bakdyramegin inn á okkar
dýmætu fiskimið. Geri þú þer grein fyrir hvað BARA þetta gæti stórskaðað
okkar efnahag?  

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 4.11.2009 kl. 14:53

8 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Veit svo ekki hvaða Rauða hættu þú talar um. Í Rússlandi er t.d borgaraleg hægristjórn.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 4.11.2009 kl. 14:56

9 Smámynd: Teitur Haraldsson

austar auðvita

Teitur Haraldsson, 4.11.2009 kl. 16:44

10 Smámynd: Teitur Haraldsson

Guðmundur J: En þessi 28 ríki eru gríðarlega rík og öflug, sjálfsagt ríkari en megnið af hinum 150 löndunum.

En ég á mjög erfitt með að vera ósammála þér, þetta fyrirbæri er svo gríðarlega mikið bákn að það er ekki hægt að bera þess bætur. En ég hef enga trú á krónunni, ekki nokkura.

Þetta með fiskimiðin er ekki rétt, það fer nákvæmlega eftir því hvernig er samið við ESB. 

En ég þekki ekki þetta uppboðskerfi, hef aldrei heyrt um það, hvað þá meira.  Landið sem kvótinn tilheyrir hlítur að fá eiihvað fyrir hann?

Teitur Haraldsson, 4.11.2009 kl. 17:06

11 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Teitur minn. Hvet þig eindregið til að kynna þér þetta stærsta mál varðandi
ESB-aðildina í  sambandi við sjávarútveginn. Í dag er sjávarútvegur og landbúnaður algjörlega UTAN EES-samningsins. Þess vegna getum við
bannað að útlendingar geta eignast meirihluta í íslenzkum útgerðum. Við ESB-aðild fellur ísl. sjávarútvegur inn í sameiginlega sjávarútvegsstefnu ESB með öllum göllum sem því fylgir. Eitt er 100 % og sem allir eru sammála um. Við gætum  aldrei fengið fyrirvara um fjárfestingar ESB-útgerða í ísl. útgerðum. Einfaldlega vegna þess að það brýtur grundvallarlög Rómarsáttmálans um svokallað fjórfrelsi.  Þannog opnast fiskveiðalögsan
í raun fyrir erlendum aðilum. Svokallað kvótahopp myndi hefjast sem
m.a hefur lagt breskan sjávarútveg í rúst. Með hrikalegum afleiðingum
fyrir okkar efnahag.

Teitur. Þessi 28 ríki ESB eru mörg á brauðfótum, og meðaltals atvinnuleysi
innan ESB hefur verið langt um meira en hjá okkur.
Bendi á að eftir ESB aðildina getum við ekki gert viðskiptasamninga á okkar
forsendum við neitt ríki utan ESB. Brussel ræður öllu.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 4.11.2009 kl. 17:43

12 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Guðmundur í skýrslunni segir:

"Many in Iceland advocate euro adoption as a quick fix for Iceland’s problems,but the authorities recognized that this route, if selected, would take years to implement"

Þ.e. að margir á Íslandi sjái upptöku evru sem leið til að bjarga málum strax. EN AGS telur að ef þessi leið væri valin mundi það ferli taka einhver ár.

Þetta er ekki að "taka skýra afstöðu" eins og þú segir. Búinn að leita í skýrslunni og þetta er ena um upptöku evru sem stendur þar. Eins þá hefur AGS miklar áhyggjur af krónunni og gengi hennar. Þ.e. að hún m.a. sé mjög óstöðug

Magnús Helgi Björgvinsson, 4.11.2009 kl. 19:21

13 Smámynd: Júlíus Björnsson

Stjórnskipunarlög EU útloka Ísland frá upptöku Evru.

Það munu taka okkur minnst 10 ár þótt við værum formlega innlimuð að uppfylla skilyrði evru. Það eru nú þegar mörg Meðlima ríki innan EU sem er ekki evru hæf.

SDR er aðferðin sem AGS beitir og lánið frá honum kostar sitt. Þótt aldrei þurfi að greiða það niður réttlætir það þó formlegar aðildar viðræður um að taka þátt í hernað uppbyggingu sem er aðalatriði ásamt útrýmingu frávíka ákvæða eldri  Meðlima-Ríkja á útvíkkunar ferlinum.  Lissabon er staðreynd. Það þarf ekki að deila meira Dómarinn EU ræður. Allir geta kynnt sér stjórnskipunarlög EU ekki bara starfsmenn AGS. 

Mig grunar að þessi viðskiptabiðsjóður frá AGS verði aðgöngumiði Seðlabankans á Íslandi að Seðlabankakerfi Miðstýringarinnar í EU í ljósi stjórnskipunarlaga EU. 

Við  erum á sérstöku AGS gengi og plottið er að þegar búið er að skuldsetja alla nógu mikið þá munu laun ekki hækka og því er launavísitöluverðtrygging innleidd því þegar gengið stígur hægt upp aftur hækkar kaupmáttur hvað varðar lækkun á innflutningi í krónum. Vegna skuldsetninga innflutnings aðila er mikil pressa um um verðhækkanir þannig neysluvísitala getur haldið áfram að hækka þótt krónan styrkist. Þá hækka höfuðstólar heimilanna ekki en lækka ekki heldur vegna þessa launin lækka ekki. Með Tyrkja verðtryggingunni sem miðar við launavísitölu.

Ísland er sambærilegt við Lettland og Spán t.d. á mælikvarða Ráðamanna í Brussel að mörgu leyti í augnablikinu, þótt við eigum heima í hópi Kanarí eyja, Færeyja, og annarra EU eyja á Suður Atlandhafi. Enda er Fjármálakerfið hér eins og í Víetnam.  Það tekur tíma að rækta upp kynslóð sem er fjárlæs á mælikvarða EU ef það er hægt. 

Júlíus Björnsson, 4.11.2009 kl. 21:32

14 identicon

Ef þetta er það sem skýrslan segir um Evruna, Magnús Helgi, finnst mér þú þó draga undan með því að segja "einhver ár" því það segir ekki "a few years'"og er þá áherslan á "years"  sem getur þýtt fjölda ára.   Enda hefur komið fram að það gæti tekið milli 10 og 30 ár, þó 30 sé kannski fullangt.   Og "the autorities" þýðir ekki AGS, heldur yfirvöld umrædds land, þarna Íslands.   AGS teljast ekki íslensk yfirvöld þó þeir stýri öllu (í kaf).   

ElleE (IP-tala skráð) 5.11.2009 kl. 10:27

15 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

ElleE a few years þýðir nokkur ár eða í í raun beint fá ár. Og það sem þeir eru að segja að þetta sé ekki skyndilausn heldur taki hún nokkurn tíma ef menn ætla að nýta hana.

Magnús Helgi Björgvinsson, 5.11.2009 kl. 11:40

16 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Sá núna að þú varst að tala um þýðingu mína á years. En það þýðir í sjálfu sér ekki annað en það tekur einhver ár að taka upp evruna það er ekki hægt að þýða þetta öðruvísi.

Magnús Helgi Björgvinsson, 5.11.2009 kl. 17:43

17 Smámynd: Júlíus Björnsson

Framlag Seðlabanka Íslands í varasjóði Seðlabankakerfis EU verður líka vera til staðar. Flöktunaramörk bólguvísutölu ásamt mögrum öðrum skilyrðum verða uppfylla stöðuleika eftirlit 6 til 7 ár fyrir upptöku evru. Kemur AGS ekkert við.

few, couple, several, some: are few options rejected.

myndi taka ár að framkvæma. Merkir ef væri hugsanlegt þá tæki það ár.

Viðtengingarháttur reynist mörgum Íslendingum í dag erfiður. 

Skilgreiningar honum er til fyrir þá sem vilja læra að skilja hina meiriháttar.

It is out of the question. SDR er það sem IMF stendur fyrir.

literary and formally speaking are options one can interpret to be sure.

Adequately surly.

Júlíus Björnsson, 5.11.2009 kl. 21:07

18 Smámynd: Júlíus Björnsson

Adequately surely

Júlíus Björnsson, 5.11.2009 kl. 21:09

19 Smámynd: Teitur Haraldsson

Eftir að hafa reynt að finna mér efni til að lesa um kvótaúthlutun get ég ekki með nokkru móti séð að kvótinn verði "boðinn upp". Honum er úthlutað samkvæmt veiðireynslu. Þar sem við erum einir um að veiða hér, þá er það fínt. Þar að auki eru lönd sem eru með undanþágu frá þeim skilyrðum og eignarétti útlendinga, við getum alveg eins fengið þá undanþágu.

Þar að auki borgar ESB fyrir fiskveiðirannsóknir. Þá spörum við það...

Held það sé staðreynd að það er óhemju langt í evruna, rökin með og á móti henni eru mjög sterk á báða bóga. En ég held að okkur verði betur borgið með evruna. 

Teitur Haraldsson, 5.11.2009 kl. 23:14

20 Smámynd: Júlíus Björnsson

Við fáum allfarið að veiða fiskinn og skila heilum eða á 1. vinnslustigi inn á samkeppni markað fullframleiðu EU. Þar orku, hráefni of 1. stigs vinnsla þeirra er búið að vera frá upphafi EU skilgreint sem grunnur fyrir samkeppni milli Meðlima-Ríkjanna. Þá er verið að tala um það sem er umfram þörf innri markaðar Meðlima-Ríkis.

Grunnur er svo sameiginlegur milli Stórborga minnst 1.000.000 íbúar: það tekur til teina, ferja, vega, brúa, leiðslur,..: grunnflutningur er svo boðin út. Til að halda kostnaði milli ríkja fullframleiðslunnar í lámarki.

Flestum stórborgum fylgja svo nokkur héröð og þorp þannig að íbúa fjöldi stórborgar sé helst ekki meira en 30% af heildar samfélaginu. Þaðan koma svo gæða vörurnar, nýtt grænmeti og kjöt fyrir þá sem ekki hafa tíma til að versla ódýrt.

Hinsvegar er verkaskipting Ríkja í grunninum: Pólverjar fá ódýru kjúklinganna og Spánverjar tómatanna, Pórtugal ódýra skóframleiðu, og Þjóverjar bjór.  Með því nær EU niður verðum í þágu minnst 80% neytenda svo sem risaverksmiðjurnar í USA skila.  

Við eigum engan rétt á hávirðisauka framleiða, Spánverjar eiga hinsvegar sögulega rétt á hráefnum frá Íslandi eða kvóta. Spánverjar geta spurt hversvegna 80% af tómötum á Íslandi sé ekki frá þeim. Pólverja spyrja svo um kjúklinganna. Eiga þá ráðherrar Samfó að útskýra fyrir þeim að það sé vegna þess að almenningur hér hafi svo góð laun og mikið að gera að hann hafi ekki efni grunn framleiðslu almenns launafólks EU. Málið er nú þegar Lissabon er í höfn skýrast mjög línur í þessari skiptingu milli grunns og samkeppni. Grunnur umfram eigin þarfir Meðlima ríkja að sjálfsögu lýtur verðskrá sem Umboðið í Brussel sér að halda í lámarki. Þetta gildir líka um hráefni frá ríkjum utan EU. Kaffi, olíu, gasi. Að þessu leyti sitja öll Meðlima-Ríki við sama borðið.

Flest ríki meginlandsins hafa greinilega ávinning af þessu. Mörg innlokuð frá sjóflutningum [ódýrast mátin milli USA og EU t.d.]. Mörg mjög fáttæka af grunn hráefnum og orku. Mörg með mörg risaiðjuver og sterk vörumerki sem fá þarna tryggan markað út fyrir sinn heima markað. Ódýri bjórinn í EU verður sá besti sá þýski en ekki draslið frá USA eða Kína.

Þegar umframhráefni Íslands verður komið í viðunandi lámark  að mati Umboðs heildarinnar í Brussel skilar það þá gróða til að hald upp hér dýrari þjónustugeirum og yfirbyggingu en gengur og gerist í 300.000 manna samfélögum í EU. Eða hjá öðrum eyjum á Atlandhafi norður og suður.

Eftir skuldsetningu eða formlega innlimun verða rökin þau að við eigum að þakka fyrir að einhver vilji losa okkur við grunnefnin. Þá hafa Íslendingar ekki frjálsan að gang að stóra Alþjóðsamfélaginu 92% utan EU.

Svo þegar við eigum ekki að auka þjóðar tekjurnar á kostnað annarra meðlima-Ríkja heldur hlutfallslega jafn í samvinnu við þau gegn stóra alþjóða samfélaginu hvernig greiðum við þá niður skuldir gagnvart því litla.

Íslenskir ES-sinnar eru að mínu mati nennu leysingjar. Skammsýnir með litla þekkingu á meginlands neytenda hugsunar hætti.

Bruðlið og lánafyrirgreiðslur almennings eru frá USA og anti -EU.   Færeyingar er með með 25% lægir tekjur á við og líka Frakkar svo við getum kannski vanist því líka. Frakkar eru nú búnir að byggja sitt veldi upp á meiri 1000 ára ytri skattheimtu og besta landbúnaðarsvæðið. Færeyingar eru alls ekki með hliðastæða yfir byggingu.  Þessi EU aðlögun tekur okkur kannski 30 ár.

Þá munu Íslenskir embættismenn fara með nesti að heiman í poka til að snæða í flughöfnum.

Bullið um EU er alveg gífurlegt hér á Íslandi sérstaklega af heimsku[þeir búa í fílabeinsturnum] sérfræðingunum með evru og nefnda gleraugu.

Á mælikvarða litla alþjóðafélagsins er fjármálspekingar og rekstraaðilar hér upp til hópa insular :þröngsýnir enda yfirbygging dýr og virðisaukin hlutfallslega lítil til langframa og almenn laun 35 stunda vinnuviku með því slappasta.

Þjóðverja hampa þeim fyrirtækju sem eru hagstæð og skila miklum virðisauka. Ódýrt og prútt er almennt illa liðið hjá þeim.

Hér er ódýrt og lítill virðisauki aðalatriðið á síðasta sölu stigi því þá lifa menn af launum. 

Það er langbest að sækja á vestur og austur og suður fyrir litla-Alþjóða Samfélagið EU með fullvinnslu í nafni þúsund lítilla gæða fyrirtækja selja þeim hluta mannkyns sem er  efstur í fæðukeðjunni. Gætum dregið úr fiskveiðum á móti gróða hávirðisaukans.

Lögfest gengi Krónunnar við Dollar eða evru eða taka upp dollar eingöngu eða samhliða. Nenna er það sem þarf. Spara skriffinnsku EU og fiskveiðirannsóknir alfarið. Ísland getur gefið út yfirlýsingu í eitt skipti fyrir allt að sé á móti allri óþarfa mengum og sparað sér kostnað með að ræða það frekar.  

Júlíus Björnsson, 6.11.2009 kl. 02:08

21 Smámynd: Teitur Haraldsson

Ég er ekki alveg að fylgja þessari skýringu.

Teitur Haraldsson, 9.11.2009 kl. 07:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband