Úrsögn úr Heimssýn styðji formaðurinn icesave !
17.11.2009 | 00:19
Það er alveg á hreinu. Styðji hinn nýji formaður Heimssýnar,
Ásmundur Einar Daðason, þjóðsvikasamninginn um icesave á
Alþingi næstu daga, mun undirritaður tafarlaust segja sig úr
Heimssýn, samtökum sjálfstæðissinna í Evrópumálum. En á
Útvarpi Sögu í gær gaf Ásmundur það sterklega til kynna, að
hann myndi samþykkja icesave, þrátt fyrir að viðurkenna
bein tengsl icesaves og umsóknarinnar að ESB.
Hef áður hér lýst miklum vonbrigðum að þingmaður úr
flokki sem samþykkti umsókn að ESB og þingmaður sem
100% styður ríkisstjórn, sem sent hefur umsóknarbeiðni
til Brussel, skuli hafa verið kosinn formaður samtaka sem
100% berjast gegn slíku. Sá maður hlýtur að vera mjög
ótrúverðugur sem forystumaður slíkra þverpólitískra sam-
taka, þótt ekki sé meira sagt. Út fyrir tekur þó fyrst ef sá
hinn sami ætlar að standa að samþykki þjóðsvikanna um
icesave á Alþingi Íslendinga. Sem allir vita að er inngöngu-
miði inn í ESB að kröfu Samfylkingarinnar, og þeirra erlendu
kúgunarafla innan ESB sem hún starfar fyrir. Og hjáseta
eða fjrvera dugar ekki Ásmundur Einar, eins og í fjárlaga-
nefnd í gærkvöldi!
Vinstri grænir ásamt Samfylkingunni hafa klofið þjóðina í
herðar niður, bæði með ESB-umsókninni, og icesave-þjóð-
svikunum, einmitt á þeim tímum sem þjóðin þarf sem mest
á samstöðu að halda. Ásmundur Einar er einn af þeim þing-
mönnum sem standa að slíkri sundrungu. Og alveg klárlega
innan Heimssýnar, vogar hann sér að greiða icesave-þjóð-
svikunum atkvæði sitt næstu daga. Því með þeirri atkvæða-
greiðslu sýnir hann sín réttu and-þjóðlegu viðhorf, enda
kominn úr herbúðum hérlendra sósíalista og annara vinstri-
sinnaðra róttæklinga, sem aldrei hafa haft áhyggjur af
þjóðlegum hagsmunum Íslendinga. Með slíkum manni mun
sá er þetta skrifar ekki geta verið með í samtökum fyrir frjálsu
og sjálfstæðu Íslandi. ÞAÐ ER ALVEG Á HREINU!
ÁFRAM ÍSLAND! EKKI ESB NÉ SCHENGEN! EKKI ICESAVE NÉ AGS!
www.zumann.blog.is
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Heill og sæll, vinur og samherji, föðurlandsvinur.
Líttu á nýbirtan pistil minn: Erfitt verður Heimssýnarfólki að Ásmundur Einar Daðason – sem svíkur í Icesave-máli – verði þar formaður.
Gátu þeir ekki valið einhvern betri?
Jón Valur Jensson, 17.11.2009 kl. 00:49
Takk Jón Valur. Hugsum það sama eins og oft áður, og ekki síður varðandi þennen Skandal!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 17.11.2009 kl. 00:58
Heilir og sælir; Guðmundur Jónas - Jón Valur, sem aðrir, hér á síðu !
Ábyrðgarleysi þeirra íslenzku þingseta; sem styddu þennan gjörning, þjónkunina; við Breta - Hollendinga og ESB - til þess að verða að veruleika, ætti að verða viðkomandi dýr, mjög dýr, svo ekki sé fastara, að orði kveðið.
Með beztu kveðjum; sem æfinlegast /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 17.11.2009 kl. 01:33
Ef Ásmundur segir já við ICESLAVE mun ég segja mig úr Heimsýn þar sem já við ICESLAVE er sama og já við ESB þar sem ICESLAVE er aðgöngumiðinn að ESB...............
Marteinn Unnar Heiðarsson, 17.11.2009 kl. 07:22
"Með slíkum manni mun sá er þetta skrifar ekki geta verið með í samtökum fyrir frjálsu og sjálfstæðu Íslandi."
Segi það sama og held að fjöldi fólks muni fælast frá samtökunum vegna hans, Guðmundur.
ElleE (IP-tala skráð) 17.11.2009 kl. 11:04
Ég tek undir með ykkur félagar. Ef Ásmundur kýs með Icesave neyðist ég til að segja mig úr stjórn suðurlandsdeildar og samtökunum.
Axel Þór Kolbeinsson, 17.11.2009 kl. 12:23
Mér sýnist Ásmundur nú þegar vera búinn að setja í afturábak gírinn með bensínið í botni og flýr nú áður uppgefnar skoðanir sínar. Hvort ætli það hafi verið Jóhanna eða Steingrímur sem hafa barið hann til hlýðni ?
Með slíkan formann Heimssýnar er búið að rústa samtökunum. Mikið hlýtur Samfylkingarfólk vera ánægt.
Tómas Ibsen Halldórsson, 17.11.2009 kl. 13:54
Sælir kappar. Ég tók mig til síðastliðinn laugardag og skráði mig í Heimssýn, nokkuð sem ég var búinn að ætla að gera lengi. Í dag rétt fyrir hádegi náði ég sambandi við Önnu á skrifstofu Heimssýnar og bað hana vinsamlegast að skrá mig út að nýju. Ástæða þess er einmitt áðurnefndur papakassi Daðason sem frá og með gærdeginum er flokkaður með þjóðníðingum hjá mér.
Íslandi allt
Umrenningur, 17.11.2009 kl. 16:21
Herrar mínir, nú er ég ekki sammála ykkur.
Verandi Heimssýnarfélagi er ég afar sátt við nýja formanninn, sem mér sýnist líklegur til þess að standa vel að aðalmáli félagsins, sem er andstaða við ESB aðild.
Icesave er tiltölulega nýtt þjóðfélagsvandamál sem ég kannast ekki við að sé viðfangsefni félagsins í sjálfu sér.
En öll sundrung innan Heimssýnar mun skemmta þeim sem síst skyldi!
Kolbrún Hilmars, 17.11.2009 kl. 17:14
Um að gera að segja sig úr Heimssýn Guðmundur! Ég geri ráð fyrir að þessi blessaði Ásmundur hafi verið kjörinn formaður samtakana. En það skiptir menn engu máli. Og ég skil ekki svona hótanir nema að þú hafir verið á aðalfundi Heimssýnar og annað hvort kosið annann formann eða boðið þig sjálfur fram.
En mér finnst það ódýrt að leggja ESB og Icesave að jöfnu. Enda var icesave deilur okkar við tvo lönd. Þau eru reyndar bæði í ESB. En Norðurlöndin voru líka með skilyrði í okkar garð um að við ættum að ganga frá Icesave. Eigum við þá að segja okkur úr Norðurlandaráði? Bæði Bretar og Hollendingar eru Sameinuðuþjóðunum eigum við þá að segja okkur úr Sameinuðu Þjóðunum? Þær eru báðar í Nató eigum við að segja okkur úr Nató. Kannski værir þú glaðastur ef við mundum segja upp stjórnmálasambandi við öll 28 ríkin sem gerðu kröfu á okkur að klára Icesave. Og kannsi Kína líka sem neitaði að lána okkur í fyrra haust. Rússa sem sviku lánsloforð við okkur? USA sem neitaði algjörlega að gera við okkur gjaldeyrisskiptasamninga? Allar aðrar þjóðir í heiminum sem buðu okkur ekki aðstoð vegna icesave, eða hruninu og svo framvegis? Bara að loka hér og læsa, svo vondu útlendingarnir komi ekki hingað.
Magnús Helgi Björgvinsson, 17.11.2009 kl. 17:40
Kannski rétt hjá þér Kolbrún. Ég leggst líklega undir feld.
Axel Þór Kolbeinsson, 17.11.2009 kl. 18:35
Kolbrún. Icesave er meiriháttar samtengdur ESB-umsókninni. Inngöngumiði
inn í ESB. Annar hefði Samfylkingin aldrei lagt svona OFURKAPP á samþykki
hans HVAÐ SEM ÞAÐ KOSTAR. Í mínum huga er Icesave oog umsóknin að
ESB SAMA MÁLIÐ. Sá sem styður icesave er Í RAUN að greiða fyrir inngöngu
Íslands að ESB, hvað sem það kostar eins og Magnús bloggvinur minn
vill gera. Og rústa þannig lífskjörum Íslendinga til frambúðar.
Skora á þig Axel að standa í lappirnar, eins og þú hefur hingað til gert,
og segja þig úr Heimssýn, samþykki Ásmundur þjóðsvikin, og gangist
Brusselskúgunarvaldinu á hönd.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 17.11.2009 kl. 19:49
Guðmundur, ég er hjartanlega sammála þér með það að Icesave er samtengdur ESB umsókninni - hvað varðar Össur og Co.
En ekki okkur hinum og alls ekki Heimssýn. Heimssýn hefur aldrei haft Icesave málið á dagskrá, frekar en önnur tilfallandi dægurmál.
Er þér full alvara með það, Guðmundur, að veikja þannig starfsemi Heimssýnar að félagið verði svo máttlaust að það verði enginn til varnar þegar ESB aðildinni verður troðið niður í kokið á okkur?
Kolbrún Hilmars, 17.11.2009 kl. 20:10
Kolbrún. Það er Ásmundur sjálfur sem er að kasta stríðshanska inn á gólf
Heimssýnar, ef hann VOGAR sér að ganga erinda ESB-sinna og samþykkja
icesave. Ekki ég eða aðrir sem eru HEILIR í þessu stórmáli. Því eins og þú
SEGIR SJÁLF er icsave samtenngt ESB-umsókninni. Og ef formaður Heimssýnar er svo blindur að sjá það ekki, á hann að segja af sér formennsku. Því þá er það HANN sem er að sundra hreyfingunni en ekki
þeir sem vilha standa HEILIR í baráttunni.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 17.11.2009 kl. 20:23
Guðmundur þó við værum ekkert að fara í aðildarviðræður við ESB þá væri ég sömu skoðunar varðandi IceSave. Varðandi Icesave þá snýst það um að við borgum innistæðutryggingar sem við skv. mínum skilning vorum skuldbundin til að gera skv. tilskipun ESB, lögum okkar, yfirlýsingum rikisstjórnar sl. haust og vegna þess að 28 þjóðir Evrópu sem og AGS og fleiri töldu okkur skuldbundin til að borga þessar innistæðutryggingar. Í Evrópur er ólíkt hér horft í anda tilskipana og laga en hér eru nokkrir lögfræðingar sem hafa leitt þessa umræðu hér sem telja að þeir hafi fundið einhverja holu í lögunum sem segi að við þurfum ekki að borga. Jafnvel þó færustu lögfræðingar t.d. í Frakklandi hafi sagt í skýrslu að vissulega gætu innistæðutryggingarsjóðir ekki bætt allar innistæðutryggingar ef að kerfishrun yrði. En þeir sögðu að í þeim tilfellum yrðu Seðlabankar og ríkisstjórnir að koma inn í málið til að tryggja þessum innistæðueigendum lámarkstrygginguna.
Eins þá eru ríkisstjórnir bæði Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar og Vg búnar að lýsa því yfir að allar innistæður í Íslenskum bönkum væru tryggðar með vernd Íslenska ríkisins.
Þetta sem og við höfum verið fryst út af lánamarkaði þar til við göngum frá þessu er ástæða þess að ég vill ganga frá þessu Icesave kjaftæði sem fyrst. Til að fá í það minnsta 7 ára frið frá þessu máli sem og nú aukast líkur á því að við þurfum nær ekkert að borga af þessu fyrr en þá þegar eignir Landsbanka duga ekki lengur. Og það gæti nú verið eftir kannski 12 ár. Eða í besta falli borgum við ekki neitt.
ESB lít ég á sem leið fyrir okkur Íslendinga til að komast á braut þar sem að við þurfum ekki greiða í vöruverði tugi prósenta fyrir að vera svona lítill markaður. Ég vill að við getum verið virkir þátttakendur í að móta framtíð Evrópu því að við eigum nú í nánum samskiptum við mörg þessara landa eins og Bretland, Danmörk, Svíþjóð, Finnland og fleiri lönd. ESB er þegar með um eða yfir 80% allra evróðubúa í sínum röðum og við erum nú að verða áhrifalaus þjóð sem verður bara að sætta sig við þær ákvarðanir sem teknar eru innan ESB og snerta okkur jafnt og alla Evrópubúa. Önnur samtök eða sambönd sem við erum í með öðrum ríkjum eru að verða áhrifalaus. Og við eigum erfitt með að finna okkur stuðning þegar við viljum hafa áhrif.
En þetta hefur ekkert með Icesave að gera.
Magnús Helgi Björgvinsson, 17.11.2009 kl. 22:07
Sælt veri fólkið. Ég get nú ekki orða bundist yfir þessum einstrengingslega málflutningi þínum Guðmundur. Lífið er ekki svart/hvítt og ekki hægt að vera með svona öfga í sínum málflutningi. Ég er sammála nöfnu minni hér að ofan og held að þú sért að gera meira ógagn með þessum málflutningi heldur en þú hefur gert gagn með öllum öðrum skrifum þínum. Það eru einmitt svona kverulantar sem eyðileggja góða flokka og góð samtök eins og t.d. Heimsýn. Það er einmitt mikilvægt að við styðjum við bak formannsins í málflutningi gegn ESB. Varst þú í framboði til formanns Guðmundur eða þú Valur Jens? Hvað með allt ykkar kjaftæði um lýðræði er það ekki inn í myndinni núna? Ég var ekki á þessum fundi, því miður, en ég hef heyrt þennan þingmann margoft tala sköruglega á móti aðild þó hann þurfi að uppfylla samning við Samfylkinguna um að leyfa þjóðinni að kíkja í pakkann sem er eða verður í boði. Sjálf var ég á móti því að eyða peningum í þessa umsókn en langflestir vildu fá "upplýsta umræðu". Ásmundur verður sjálfur að svara sínum kjósendum því hversvegna hann styðji Ice-save ef svo fer en það verður ekki í nafni Heimsýnar. Í guðs friði Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 17.11.2009 kl. 23:32
Ég var ekki á þessum fundi, Kolbrún, og ástæðan var sú, að ég vissi ekki af honum (enda með bilað netposthólf). Hef ég þegar sent Heimssýn og nokkrum félögum okkar þar eftirfarandi bloggvinabréf fyrir tveimur sólarhringum: "Félagar (6), ég hafði ekki hugmynd um þennan aðalfund og skil ekkert í Heimssýn að nota ekki bloggpóstinn til fundarboða. Íslandi allt." – Vissulega hefði ég vitað um fundinn, ef ég hefði fylgzt með vefsíðu félagsins, og sömuleiðis var auglýsing í Mbl. á laugardaginn, sem ég hafði þó ekki lesið þá og ekki fyrr en eftir fundinn, en mér fannst undarlegt, að í bloggbréfi þess eina, sem svaraði orðsendingu minni, skyldi sagt, að þar sem ekki væru allir bloggvinir Heimssýnar félagsmenn þar, hefði bloggbréfaleiðin ekki verið notuð til fundarboðs. En fundurinn var ekkert leyndarmál, þannig að vitaskuld átti að nota þessa ókeypis leið til fundarboðs til að ná til fleiri manna með fundarboðið frekar en til færri.
Þá vil ég taka fram, Kolbrún, að mér hefur aldrei komið í hug að bjóða mig fram til formennsku í Heimssýn. Hitt þykir mér undarlegt, að ýmsir hafa verið þar í stjórn, sem maður veit ekki til að hafi neins staðar mælt opinberlega með málstað féagsins, og kann það að tengjast þrýstistarfsemi stjórnmálaflokka, sem e.t.v. vilja hafa þar sinn "kvóta" rétt eins og í Varðbergi eða Samtökum um vestræna samvinnu, og er það og listauppstilling með nöfum fjarverandi manna (eins og ég upplifði á fyrri aðalfundi) nú dæmi um "lýðræði" á Íslandi í verki.
Þvílík hneisa er það fyrir málstað Íslands, að menn á Alþingi skuli geta hugsað sér að kjósa með þeim Icesave-samningum, sem margir þeirra hafa lýst sem nauðungarsamningum og enn fleiri vita, að byggist ekki á neinni lagaskyldu okkar, sem og yfirgnæfandi meirihluti (um 4/5) þjóðarinnar vill ekkert með hafa, að vitaskuld er það félagi okkar Heimssýn ekki til sóma að hafa valið mann til forystu, sem svíkur málstað þjóðarinnar í því máli – mann, sem í sumar átti mjög erfitt með að samþykkja fyrri Icesave-samninginn, en gerði það þó með fyrirvörunum, en hyggst svo samþykkja nýja samninginn (þ.e. með samþykkt ríkisábyrgðar á honum), þótt sá samningur, uppáskrifaður undir hótunum um fjárkúgun, ryðji frá stórum hluta fyrirvaranna!
Maður, sem slíka stefnu hefur, sýnir þar með í verki, að hann hefur ekki bein í nefinu til að standa á þjóðarréttindum Íslendinga – sem þó er nú einmitt mest þörf á hjá þeim, sem standa vilja í stafni í samtökum okkar.
Þar fyrir utan er það að mínu mati ofdirfska og ofmetnaður af svo bráðungum manni að ætla sér forystu í þessum samtökum, enda hefur hann ekki, það ég veit, skrifað neitt minnisstætt um málefni samtakanna né um Evrópuyfirráðabandalagið.
Illa fæ ég líka skilið þá ákvörðun aðalfundar að kjósa aftur mann úr Vinstri grænum sem formann. Þótt Ragnar Arnalds hafi reynzt félaginu mikið happ í hendi, enda eðalmaður í karakter og þekkingarlegri undirstöðu og frábærlega fær sem málsvari hugsjóna okkar í ræðu og riti, þá er ekki þar með sagt, að það nægi sem aðgangsskírteini að formennskunni að koma úr sama stjórnmálaflokki. Hefði verið kominn tími til að fá í starfið mann úr Sjálfstæðiflokki (t.d. Sigurð Kára Kristjánsson) eða Framsóknarflokki (t.d. Höskuld Þórhallsson eða Vigdísi Hauksdóttur) fremur en úr VG, m.a. til að treysta stoðir samtakanna með tilhöfðan til fleira fólks í þeim flokkum að ganga Heimssýn á hönd.
En af mönnum, sem minna eru orðaðir við flokksaðild, hefði mér t.d. þótt Haraldur Hansson eða Jón Baldur Lorange betur við hæfi í formennskuna, svo að einhverjir séu nefndir, enda hafa þeir báðir sýnt það í verki, að þeir leggja sig mjög fram um að helga málefnum okkar krafta sína og miðla þjóðinni dýrmætri þekkingu.
Kjör Ásmundar Einars ber svo brátt að, kemur svo flatt upp á mann, að helzt dettur manni í hug, að einhver kænskuleg "flétta" búi að baki. Hrikalegasta hugmyndin væri sú, að samflokksmenn hans á þingi hafi heitið honum bakstuðningi í formannskjörinu, ef hann léti undan þeim í Icesave-málinu. Væri sú raunin, væru það dýrkeyptari hrossakaup en ég man til að gerzt hafi hér um langan aldur.
Jón Valur Jensson, 18.11.2009 kl. 02:12
Sæll Jón Valur " Hitt þykir mér undarlegt, að ýmsir hafa verið þar í stjórn, sem maður veit ekki til að hafi neins staðar mælt opinberlega með málstað féagsins, og kann það að tengjast þrýstistarfsemi stjórnmálaflokka, sem e.t.v. vilja hafa þar sinn "kvóta" rétt eins og í Varðbergi eða Samtökum um vestræna samvinnu, og er það og listauppstilling með nöfum fjarverandi manna (eins og ég upplifði á fyrri aðalfundi) nú dæmi um "lýðræði" á Íslandi í verki." Ég er ekki að skilja þessa glósu þína, því miður. Ef þú ert að meina mig þá hef ég mætt á opna fundi fyrir kosningarnar síðast og verið málsvari Heimsýnar, skrifað greinar t.d. í Moggann og mætt í umræður í sjónvarpssal og talaði þar tæpitungulaust ( að vanda) um andstöðu mína og míns flokks við aðild.Það má nú bæta Helga Helgasyni úr Frjálslynda flokknum við kandídata til formanns en hann hefur lagt töluverða vinnu í að lesa og þýða efni um ESB. Það kom flatt upp á mig að þessi ungi maður yrði formaður en þetta á ekki að vera pólitískt og því skiptir ekki máli þó menn komi úr sama flokki að mínu viti. Ragnar Arnalds kvaddi með yfirlýsingu sem hljóðaði eins og yfirlýsing mín í sjónvarpinu forðum. Við vitum hvað við missum og því var óþarfi að eyða stórfé í að kanna þetta, ekki síst þar sem mikil andstaða er við málið nú orðið. Bestu kveðjur Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 18.11.2009 kl. 18:02
Ég var alls ekki að meina þig, Kolbrún, svo að það sé á hreinu.
Með góðum óskum,
Jón Valur Jensson, 18.11.2009 kl. 20:10
Mér finnst Guðmundur ekkert vera að koma fram neitt öfgalega og skil hann vel
ElleE (IP-tala skráð) 20.11.2009 kl. 11:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.