Formaður Heimssýnar segi tafarlaust af sér !
8.12.2009 | 15:44
Um leið og Ögmundi Jónassyni og Lilju Mósesdóttir
þingmönnum VG skulu hrósað að segja NEI við Icesave
þjóðsvikasamningnum, er vert að mótmæla harðlega, að
formaðu Heimssýnar og þingmaður VG, Ásmundur Einar
Daðason, skuli hafa sagt JÁ við þessum sama samningi,
INNGÖNGUMIÐANUM AÐ SJÁLFU EVRÓPUSAMBANDINU.
Þótt þetta hafi verið tillaga um að vísa frumvarpinu til
fjárlaganefndar, breytir það engu um hvernig hjarta
Ásmundar slær í þessu mikla þjóðsvikamáli. - ÞRÁTT
FYRIR að HANN SJÁLFUR hefur sagt á Alþingi að Icesave
og ESB-umsóknin tengist klárlega, skuli hann nú VOGA
sér sem formaður Heimssýnar, að ljá INNGÖNGUMIÐ-
ANUM AÐ ESB brautargengi á Alþingi Íslendinga. Það
sjá allir að það gengur ALLS EKKI UPP!
Hér með er skorað á Ásmund Einar Daðason að segja
TAFARLAUST af sér formennsku í Heimssýn, samtökum
sjálfstæðissinna í Evrópumálum. Það gengur ALLS EKKI
að hafa þar and-þjóðlegan komma-krata í forystu. sem
segir JÁ við hinn dýrkeypta inngöngumiða að ESB. Þá
hljóta aðrir stjórnarmenn Heimssýnar að lýsa yfir van-
trausti á Ásmund sem formanns í ljósi þessari afstöðu
hans. Sem félagsmaður í Heimssýn mun ég ganga úr
samtökunum þegar Icesave verður endalega afgreitt
á Alþingi og formaður Heimssýnar verður þar áfram
sem yfirlýstur ESB-sinni Í RAUN!
Þrátt fyrir góða frammistöðu stjórnarandstöðunnar í
Icesave-málinu voru það mistök hjá henni að gera sam-
komulag við Icesave-stjórnina um að ljúka annarri umræðu.
Stjórnarandstaðan ÁTTI AÐ LÁTA SVERFA TIL STÁLS, því
ALDREI hefur framtíð íslenkrar þjóðartilveru verið ógnað
jafn RÆKILEGA og með þessu þjóðsvikamáli.
ÁFRAM ÍSLAND! EKKI ESB né SCHENGEN! EKKERT ICESAVE né AGS!
www.fullvalda.is
www.frjalstisland.is
Meirihluti samþykkti Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:47 | Facebook
Athugasemdir
Ásmundur samþykkti nú bara að vísa þessu til fjárlaganefndar og gerði fyrirvara við að endanlega afstaða sín myndi taka mið af afgreiðslu nefndarinnar. Við skulum því spyrja að leikslokum.
Ég kann vel við Ásmund en er samt alveg sammála því að sjálfsögðu ætti hann að segja NEI við IceSave, vilji hann vera sjálfum sér samkvæmur í andstöðunni við Evrópusambandsaðild.
Guðmundur Ásgeirsson, 8.12.2009 kl. 15:54
"Hún er ekkert betri sú músin sem læðist en sú sem stekkur" Sú sem læðist veldur oftast meiri skaða en hin.
Jóhann Elíasson, 8.12.2009 kl. 15:57
Ásmundur er að sýna sitt rétta eðli. Þetta er drullusokkur og eiginhagsmunapotari.
Árni Karl Ellertsson (IP-tala skráð) 8.12.2009 kl. 16:16
Krossfestum Ásmund ekki í dag !
Ungur maður sem Ásmundur, hugsar um framtíð barnanna sinna - að þau þurfi ekki að búa við fátækt vegna gjörða forveranna.
Það býr meira í Ásmundi en margur sér !
Lengi skal manninn reyna !
Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 8.12.2009 kl. 16:30
Takk nafni, Jóhann, Árni og Kalli. Þetta er spurningin að vera samkvæmur
sjálfum sér, þ.á.m. í stjórnmálum. Maður styður ekki aðgöngumiða að því
sem maður er alfarið á móti!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 8.12.2009 kl. 21:54
Þú ert enn að blanda Icesave saman við ESB. Hefur Heimssýn ályktað um Icesave? Sé ekkert um það á heimasiðunni þeirra! En mín vegna má reka Ásmund hvert sem er hvaðan sem er. Finnst bara óþarfi há mönnum að tengja þetta saman. Það hvorki gott fyrir þá sem eru að hugsa um Icesave né þá sem eru að hugsa um ESB. Minni þig á að það var ESB sem miðlaði málum í Brussel þegar allt var hér í steik vegna frystinga á öllum gjaldeyrisviðskiptum við Bretland.
Held að áhrif Breta og Hollendinga hafi verið mun meiri í afgreiðlsu lána og endurskoðunar AGS og Norðurlanda heldur en varaðandi framkomu ESB gangvart okkur. Sé ekki hvað ESB gerði okkur á þessum tíma.
Magnús Helgi Björgvinsson, 8.12.2009 kl. 22:04
Magnús. Meir að segja Steingrímur J til viðbótar Ásmundi sjálfum tengir
saman Icesave- ESB og AGS. Veistu Magnús.. Þessar Icesave-drápsklyfjar
VERÐA ENDALUST notað á ykkur ESB sinna, hér eftir sem hingað til.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 8.12.2009 kl. 22:14
Var að sjá að á heimasíðu Evrópusamtakanna www.europa.blog.is
er vitnað í pistil minn og ég þar sakaður um öfgar. Meiri hróst hef ég
ekki fengið á Moggablogginu hingað til. Enda þar komin skýringin á
himinháum fléttingatölum hjá hér mér í dag.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 8.12.2009 kl. 22:20
Slóðin átti að vera www.evropa.blog.is
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 8.12.2009 kl. 22:23
Icesafe er sköpunarverk Landsbankans, þess hins sama og Mobuto Íslands afhenti dæmdum fjársvikara á gjafverði, því það var betra að fá hann mönnum "sem væru í kallfæri við flokkinn". Svo kemur í ljós að þessir mafíósar greiddu ekki einu sinni uppsett verð, heldur tóku þeir lán í Búnaðarbankanum fyrir kaupverðinu. Það er Sjálfstæðisflokkurinn (og auðvitað varaskeifan - Framsókn líka) sem ber ábyrgð á þessu ótrúlega klúðri og hefur gert þetta land að athlægi út um víða veröld. ÞETTA ÞARF AÐ MINNA Á ENDALAUST þar sem aðdáendur Flokksins eru og verða að eilífu í afneitun.
Sæmundur G. Halldórsson , 9.12.2009 kl. 01:05
Sæmundur . Í Guðs bænum ekki að verja ICESAVEFLOKKANNA, Samfylkinguna og Vinstri græna í dag! R E Y N D U Þ A Ð E K K I!!!!!!!! Þetta eru þjóðsvikaflokkar sem virðast á launum útrásarmafíósanna, og
ERLENDRA KÚGARA, Breta, Hollendinga, ESB og AGS, sem ætla íslenzkri þjóð að borga fyrir glæpsamleg mistök þeirra, ÁN NEINNA
LAGASTOÐA OG ÁN DÓMS OG LAGA!
Ertu ekki íslenzkur ríkisborgari ?
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 9.12.2009 kl. 01:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.